föstudagur, júlí 07, 2006

Er hann ekki sætur!!!

Er hann ekki alger rúsína hann litli frændi minn, ég veit ekki ennþá hvað hann á að heita en ég kalla hann bara lilla þangað til. Hann fæddist 2 júlý og var 18 merkur og 55 cm alger risi. Sæturrrrr

Það er vika þangað til!!!

Já það er bara vika þangað til við förum út vá ég er að springa úr spenningi. Ég hlakka svo til jafnvel þó ég hafi ekki gert allt sem ég ætlaði að gera áður en ég fór eins og að fara í mergrun, matur er bara of góður....
En þessi mynd er ansi góð af honum hann er svona nett devil like, svona með forboðna ávöxtin hahaha
En já hlakka til að eiða helginni bara í rólegheitunum og hafa það gott, vonandi verður tíminn fljótur að líða. Annars er þessi vika búin að vera ógeðslega fljót að líða. Ég á að vísu eftir að fara í klippingu og veit ekki alveg hvernig ég á að klipa mig.
En nú er Gerald búin að setja mig út af laginu og nú veit ég ekki hvað ég á að skrifa meira, kúkur...
En já hver ætli verði næsta hönk vikunar ég hef alla helgina til að hugsa um það en ég er eiginlega búin að ákveða hver það verður. Það má ekki gleyma fallegasta manni í heimi... hver svo sem hann er. En mig lagnar að fara í útileigu og það eitthvert burt en ég geri það líklega ekki fyrr en ég kem heim frá Sviss. Það er eins gott að ég finni fullt af fötum og fallegum karlmönnum. Bara sem ný hönk... Bæ nú bulla ég bara

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Helgin nálgast

Já þessi maður er bara ekki mikið fyrir að fara úr fötunum greinilega ég er búin að leita á 4 mismunandi síðum að mynd af honum berum að ofan en ekkert gerist. Fann eina þar sem hann er svona tvítugur ekki heillandi finnst mér. Hann verður myndarlegri með árunum það er alveg þannig.
Ég er ekki einu sinni farinn að hugsa um það hvað ég ætla að hafa með mér en það er kannski ekki vitlaust að fara að skoða það, en mig langar svo í galla pils en ég finn ekkert nema ofur lítil pils sem eru ekki flott. Já verð að gera eitthvað í þessu. Það er eins gott að það verði áfram svona gott veður þegar við komun og ég er alltaf að vona að peningurinn lækki aftur í það sem hann var einu sinn en hann hækkar bara. Já ég var að spá í að kíkja á hana Völu um helgina, spila og gera eitthvað skemmtilegt.
En mig langar svo að fara suður og kaupa mér eitthvað áður en við förum út, veit ekki af hverju, eða jú líklega vegna þess að það er ekkert til á Akureyri frekar en vanalega. Já kannski ég fari bara suður á fimmtudeginum og kíki í búðir en þá þarf ég að tala við mömmu um að fá flug, ja kannski er þetta bara draumur, en kannski get ég gert eitthvað sniðugt:)
En nú er víst vinnu tími, verð að hætta... krossið fingurnar um að ég geti gert planið

miðvikudagur, júlí 05, 2006

HM í fótbolta

Já ég veit að ykkur finnst ég kannski pirrandi með allan þennan fótbolta en ég verð bara að segja það að ég vildi ósk þess að leikjunum væri ennþá lýst á SKY eða eins og þeim var lýst þegar skjár einn tók við fótboltanum, það er alveg glatað að horfa á leik og allan tíman heldur maðurinn sem er að lýsa leiknum leiknum með öðru liðinu, ég hélt að það væri skilda hvers fréttamanns hvort heldur frétta eða íþrótta að segja frá hlutunum á eins hlutlausan hátt og hægt er. En það er greinilega ekki hægt meðal íslensku íþróttafréttamannanna, þetta er alveg ömurlegt að það geti ekki verið hægt að horfa á leik án þess að það sé einhver fárálingur að segja brandar og reyna að vera finndin og ég veit ekki hvað, stundur er bara betra að halda kjafti (afsakið orðbragðið) en ég er komin með nóg nú ætla ég að hvetja alla til að sega upp sýn og þess háttar þar sem maður þarf að hlust á þessa hálfvita og fara bara frekar á pöb og fá sér bjór og horfa á leikinn á SKY mun betra þar eru þó lýsenurnir hlutlausir og segja bara frá því sem þeir sjá ekki það sem þeim finnst, því mér kemur í raun bara alls ekkert við hvað honum finnst. Vona svo að Ítalir vinni þessa keppni og að þetta þurfi ekki að vera svona í framtíðinni. Ég ætla allavega ekki að verða svona fréttamaður...

6 vinnudagar þangað!!!

Já það eru bara 6 vinnudagar og 2 helgardagar þangað til ég fer út. Mér líst vel á að fara í bátsferð um vatnið með öl í hönd. Vá ég veit ekki hvað ég á að segja lengur ég er að verða svo spennt.
En þetta var rosalegur Prison Break þáttur í gær og það fór geðveikt í mig þegar hann endaði. Ég var samt búin að vera að skipta á aðrar stöðvar ég var svo spennt yfir þessu að ég gat ekki horft. Svo var supernatural allt í lagi líka, er að vísu farinn að þynnast aðeins. Ég fer ekki í klippingu fyrr en á næsta þriðjudag allt of langt þangað til, og svo langar mig svo í ný föt og mig langar í nýja skó, já og ég er að fara til útlanda til að kaupa þetta allt vey...
Og svo er það helgin, hvað á að gera um helgina það verður að vera eitthvað sem lætur tíman líða hratt og er skemmtilegt. Hugmyndum er vel tekið. En já ætla að halda áfram að láta timan líða lötur hægt í vinnunni og halda áfram að vinna, vonandi hef ég eitthvað krassandi að segja ykkur í síðar. Og svo mynni ég á áfram PORTÚGAL...

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Allt að gerast

Já stelpur nú er allt að gerast, við erum allar mættar á síðuna. Ef við ætlum að taka bílaleigubíl þá þurfum við að ákveða það áður en við förum svo við getum fengið einhvern díl, það er ekki hægt að fá díl nema maður panti fyrir fram. Þetta hönk er alveg að gera það gott, ég reyndar finn engar myndir af honum berum að ofan sem eru ekki síðan hannn var fermdur. En ég finn hana hafið engar áhyggjur.
Ég fór að skoða litla frænda minn í gær og hann er alger dúlla, allri að segja að hann sé risa stór en mér finnst hann pínu lítill. Ég verð að kaupa eitthvað fallegt handa honum í útlöndum. Matta sagði mér það í gær að það væri 30 stiga hiti þar sem við erum að fara, vona að það verði þanni ennþá þegar við förum. Ég get ekki beðið ég er svo spennt. Annars er svo sum ekkert að frétta núna geri ekki neitt nema að bíða þangað til við förum tími ekki að eyða neinu til að eiga sem mestan pening. Annars verð ég víst að halda áfram að vinna bæ í bili.

mánudagur, júlí 03, 2006

Julian McMahon

Já þetta er Nip/Tuck gaurinn hann Julian McMahon og hann ætlar að vera hönk vikunar, me like... Hann er fæddur í Sydney í Ástralíu þann 27 júly 1968. Hann er sonur Sir William McMahon sem var forsetisráðherra Ástralíu 1971. Hann á dóttir, Madison. Hann er fyrrum mágur Kylie Minogue. Uppáhalds lagið hans er "people are strange" með The Doors. Hann átti að verða næsti James Bond en þeir fengu einhvern annan í það sem er geðveikt ljótur og alls ekki góður leikari að mínu mati. En hann er alveg geðveikt myndarlegur þessi maður hann má eiga það og er alveg helvíti sexy í hlutverki sínu í Nip/Tuck.
En það var bara gaman um helgina gerði nú reyndar ekki mikið en fékk mér aðeins í glas með Söndur og strákunum það var fínt. Annars eignaðist ég lítin frænda 2 júlý, hann var 18 merkur og 55 cm. Alger tröll karl. Ég er að vísu ekki búin að sjá hann enn því það var ekki hægt í gær ég verð bara að kíkja í dag eða kvöld. Ég hlakka ekkert smá til að knúsa hann. Annars get ég ekki hætt að hugsa um það að ég er að fara út eftir 10 daga, ég hlakka ekkert smá mikið til og get ekki beðið mikið legur, finnst ég vera búin að bíða svo lengi eftir þessu. Já svo er það bara að versla nógu mikið ég er búin að búa til smá lista, bara í huganum um það hvað mig langar í og hvað ég þarf að skoða og svona. Jæja verð að fara að gera eitthvað annnað bless í bili.

Betra seint en aldrei

Já sorry ég var ekki í vinnunni á föstudaginn var heima að horfa á fótbolta og skemmta mér. Og sorry Guðrún að ég kom ekki á landsmótsdjamm með þér, það er útborgunar dagur í dag hjá mér. En ég fór nú samt á smá djamm það var fínt. Ætla nú ekki að segja mikið í þessu bloggi vildi bara ekki að þið mynduð missa úr, það er ekki gaman:)
En það er komið að nýjum hönk vikunar núna og ég lofa að Colin Farrel verður aftur Hönkið og svo verð ég að sega eitt enn, ÞAÐ ERU BARA 10 DAGAR ÞANGAÐ TIL VIÐ FÖRUM ÚT!!!