föstudagur, júní 26, 2009

Michael Jackson dáinn


Ekki góður dagur í dag, einn helsti tónlistar maður heimsins er látinn. Hann lét nú ekki heyra mikið í sér síðustu árinn, nema þá í dómstólum Bandaríkjanna, en þrátt fyrir það er þetta mikill missir. Ég verð að sega að ég er bara búin að vera að hlusta á löginn hans í morgun síðan ég frétti þetta. Annars er allt gott að frétta af mér, búin að vera að mála heima með pa og svo í vinnunni þess á milli. Ég er ekki viss um að það verði mikið djamm um helgina, frekar að vera bara róleg þessa helgi, nóg að gera næstu helgi. Gauja að koma og svona, verður fjör. Já og svo ekki sé talað um alla fótboltagaurana sem koma í bæinn (ef maður er fyrir þessa ungu sko). Já frekar lítið um að vera hjá mér, fór í bíó á þirðjudaginn á einhverja stelpu mynd, hún var ekki nógu góð, langaði að sjá Hangover en nennti ekki að bíða í röðinni. Annars er það Transformers næst, get ekki beðið eftir að sjá hana. Fyrsta var rosalega vona að þessi sé jafn góð. En hef ekkert meira að segja í dag.

fimmtudagur, júní 18, 2009

Gaman saman




Já þetta var heldur betur gott afmæli hjá henni Ingu, Gauja systir hennar byrtist óvænt og ég hef ekki djammað með henni heill lengi, það var rosa gaman. En svo var bara mjög gaman hjá Ingu allir í stuði og Beggi litli söng og söng með Bonny Tayler, shitt hvað það var finndið. Svo eldaði Hafþór alveg geggjað góðan mat, hann grillaði fisk - ógeðlega gott. Og svo var afmælisbarnið ekkert smá fínt og sætt:) og minnti alla á að hún ætti afmæli. En svo gerðist það að ég ætlaði að heyra í Heiðrúnu og Maríu og bjóða þeim að kíkja þegar leið á partýið, ég hringi í Heiðrúnu svona um hálf 11 og hún svarar ekki, það fer beint í talhólf. Mér fannst þetta skrítið þannig að ég hringi aftur og það sama gerist. Þá ákveð ég að bíða bara hún sér að ég hringdi. En svo líður og bíður, ég er búin að gleyma að ég var að bíða eftir þeim, þá hringir Heiðrún um hálf 1 og spyr hvort ég sé bara búin að gleima þeim og ég segi þeim að ég hafi hringt en þær hefðu ekki svarað. Við skiljum ekkert en látum þetta bara vera svona. Síðan í morgun þá hringir Heiðrún í mig úr vinnunni og þá var ég búin að vera að hringja í hana í vinnuna allan tíma, ekki skrítið að hún svaraði ekki. Þokkalega rugluð það. En já það var bara rosalega gaman, ég skemmti mér bara vel, var reyndar orðin aðeins of full en ég fór nú bara þokkalega snemma heim. Ég og Hafþór fórum heim til þeirra og þar voru bara allir sofandi nema Gauja sem var að horfa á klovn, þannig ég hingdi bara á leigubíll og fór. Nokkuð gott það. En svo eru að koma Bíladagar um helgina, það ætti nú að vera eitthvað gaman. Ég er nú enginn bíladaga aðdáandi en mér finnst alltaf gaman að fá nýtt fólk í bæinn. Já bara nokkuð gott, heyrumst.

þriðjudagur, júní 16, 2009

Á morgun er 17 júní


Rosalega líður tíminn hratt, það er bara strax kominn miður júní og mér finnst ég nýbúin í skólanum og nýkominn norður. Það er eins gott að fara að nýta tíman betur til að gera eitthvað skemmtilegt næstu daga. Svo var ég að spá að eftir 17 júní þá ætla ég að hætta að borða brauð og kannski mjólkurvörur, allavega brauð. Og reyna að hreyfa mig eitthvað, er búin að vera ansi löt við það upp á síðkastið. En já það er afmæli hjá Ingu í kvöld, það verður örugglega rosalega skemmtilegt. Veit ekki í hverju ég á að vera, Heiðrún vill að ég sé í Moss kjólunum mínum en ég er í öllu svörtu þá og það er ekki mjög sumarlegt, en ég veit ekki í hverju ég á að ver í öðru. Það kemur í ljós. Já gleimdi að segja frá því að hún Gugga mín var að skýra dóttir sína númer tvö og hún skýriði hana Bríet Kolbrún, bara nokkuð fallegt nafn - næstum því það sama og ég og helga stungum upp á að hún myndi skýra hina dóttir sýna, nema okkar var Bríet Klara. Þokkalega stolið, nei djók hehehe ég er findin stundum. Já svo er ég ekki ánægð með það að allir vilja meina að ég sé ekkert brún eftir ferðina, á maður að breitast í svertingja þegar maður fer svona út, mér finnst ég fín fyrir utan að ég er að byrja að flagna, ekki töff. en það lagast. Jæja farinn...

mánudagur, júní 15, 2009

Komin heim í heiðan dalinn


Já þá er ég kominn heim frá Spáni, það var rosalega gaman hjá mér. Þetta var einmitt afslappi ferðinn sem ég þurfti að fara í. Ég gerði í raun ekki neitt nema bara vera heima hjá Binnu og þeim og slappa af, skrapp á ströndina og í sundlaugagarð, annars bara á chillinu. Brann að vísu fyrsta daginn þannig að ég var pínu duglega á sólvörninni eftir það þannig ég er ekkert voðalega skólbrún nema á bringunni þar sem ég brann og bakinu. En það er í góðu lagi ég er brúnni í dag en ég var þegar ég fór. En þetta var geggjað gaman og rosalega flottu staður, væri sko alveg til í að fara þarna aftur. En nú er það bara vinna aftur og tóm gleði, að vísu er 17. júní á miðvikudaginn þannig að þetta er stutt fyrsta vika:) sem er mjög gott. Svo er ég að fara í afmæli til Ingu á þriðjudaginn, gamla er bara að varða 30 og ég veit ekkert hvað ég á að gefa henni. Ef þið eruð með tillögur eru þær vel þeygnar. Annars er það bara snemma að sofa í kvöld, ég er ennþá á Spánartíma og svaf ekki rosa mikið í nótt, ekki gott. Finna afmælisgjöf og svo fara bara heim. En það er gott að vera kominn í sitt eigið rúm og svona, alltaf best að vera á eyrinni. Heyrumst seinna.

miðvikudagur, júní 03, 2009

Spánn hér kem ég


Vá hvað tíminn er fljótur að líða, ég er að fara út á morgun. Ég trúi þessu ekki og ég er að fara að sjá hana Hermínu Mist í kvöld, get ekki beðið. Ég veit ég er búin að vera kvarta undan því að dagarnir séu lengi að líða upp á síðkastið en þessi dagur er bara eins og skjaldbaka. Og mér finnst ég eiga eftir að gera alveg helling þegar ég kem heim, eftir að pakka (næstum) öllu og svona. En ég fór í bíó með henni Heiðrúnu minni í gær á Let the right one inn, hún var ansi spes, ekki vond en ekki góð heldur - hugmyndin var góð en það var bara svo margt í myndinni sem mér fanst ekki þurfa að vera með í myndinni. En þetta er sænsk vampíru mynd af bestu gerð og var hún nokkuð blóðug - sem er gott. Annars voru nokkrir trailerar fyrir myndina sem ég væri alveg til í að kíkja á í sumar. En það vantar alltaf eitthvað í myndirnar þessa dagana, ég verð aldrei neitt rosalega hrædd, sem er ekki eins gaman og að vera skít hræddur. Maður er mestalagi smá kvektur og svo er myndin búin og ég varð fyrir vonbryggðum. En það skiptir ekki ég er að fara til Spánar á morgun og ég get ekki beðið, liggja á ströndinni og slappa af, já og leika mér. Já og svo er ég ógó sæt fór í klippingu áðan og er geggjað flott, en ég er það náttúrlega alltaf, hehehehe bæ farinn til Spánar, heyrumst síðar.

þriðjudagur, júní 02, 2009

Ég fer í fríið


Já það eru bara tveir dagar þangað til ég verð á Spáni, get ekki trúað þessu. Þetta verður geggjað, get varla beðið. Það er ekkert gaman í vinnunni en dagurinn er samt búin að vera nokkuð fljótur að líða, en það verður ekki eins eftir hádegi það er alltaf þannig. En þetta var bara alveg ágæt helgi ég fór í skýrn hjá Guðrúnu, frændi heitir Ásgeir Helgi, bara nokkuð gott nafn og svo var póker heima hjá mér og Guðrún hafði af okkur alla peningana - good times. Já svo lág leið okkar niður í bæ og einhverra hluta vegna fórum við á Vélsmiðjuna - ég kenni Skúla vini hans Bjarna um - en alla vega það var ekkert svo leiðinlegt þar heldur var bara ólíft þar, það var einhver þarna sem átti bara að vera heima hjá sér - ég er að tala um að það var einhver þarna sem var svo úldin að innan og rak við í gríð og erg - meira að segja söngvarinn í hljómsveitinni sem var að spila hafði orð á þessu - þá er þetta ógeð og þá átt þú að vera heima hjá þér -ÓGEÐ. Já og svo fór ég í partý í MC skál og það var rosa stuð. En svo var sunnudagurinn ekki svo góður en hann slapp til. Bara nokkuð góð helgi að undan skildu ÓGEÐINU. En já ég er að fara til Spána eftir smá stund og ég er ekki einu sinni byrjuð að pakka, veit ekki hvað ég á að hafa með mér en það er 28 til 30 stiga hiti þarna. Bara gott. Jæja heyrumst aftur á morgun.

föstudagur, maí 29, 2009

Það er komin helgi


Já helgin er kominn og ég er að kúka á mig úr leiðindum í vinnunni, vá tíminn líður bara ekki neitt og ég get ekki fundið neina afsökun til að skreppa og gera eitthvað annað en vinna... en já tíminn líður þó hann líði hægt. Svo er ég komin í þriggja dag frí og það verðu að gera eitthvað skemmtilegt þessa dag. Já ég fór í bæinn í gær og ætlaði aldeilis að eyða pening og kaupa nýja skó, ég fór í Sportver og það voru engir skór sem mér fannst flottir til á mig og svo fór ég í toppmenn og sport og það voru heldur ekki til neinir skór handa mér. Og svo sögðu þau að þau ættu ekki von á meiri skóm á næstunni... er það djók eða er kreppa. Ég hata Akureyr þegar kemur að því að reyna að versla eitthvað hérna, aldrei neitt til. Já og mamma er í borginni og ég bað hana að kaupa skó en hún vildi það ekki sagði að ég ætti nóg af striga skóm - hver á nóg af stirgaskóm - enginn. En já ég er að fara til útlanda bráðum og ég get bara keypt þá þar en mig langaði bara að eiga fallega skó þegar ég væri úti ekki þurfa að leita að þeim, ohhh lifið er svo erfitt. Já kannski ég kíki bara á netið og athugi hvort það séu til svona skór í fríhöfinni... kannski. Ok ég er að fara að gera það núna. Bæ.

fimmtudagur, maí 28, 2009

Alveg að koma helgi


Já það er sko alveg að koma helgi og ég veit ekki ennþá hvað ég ætla að gera um helgina, en líklega tek ég smá tjútt. Annars eru þau gömlu farinn til Reykjavíkur og kellingin er bara ein heima í kotinu, ekki leiðinlegt það. Svo er það nátturlega að reyna að láta tíman líða eins hratt og hægt er þanngað til ég kemst til Spánar. Ég á eftir að ræða við hana Matthildi um að fá gista eina nótt hjá henni og prinsessunni, hlakka svo mikið til að sjá hana. En annars er þetta búið að vera frekar leiðinlegur dagur, næstum jafn leiðinlegur og leikurinni í gær sem ég ætla aldrei aftur að tala um, nema þá að dásama hann Ronaldo minn. En já ekkert að gerast, langar að fara heim og gera eitthvað skemmtilegt. P.S. ekki fara í pokkun og litun í Abaco það kostar heilar 3700.- kr, farið frekar á Arona það kostar ekki nema 3000.- kr og svo er líka miklu skemmtilegra fólk þar. En já nenni þessu ekki bæ.

miðvikudagur, maí 27, 2009

7 dagar í Spánn


Vá ég trúi þessu ekki, það er svo stutt þangað til ég fer til spánar að mér er bara illt í maganum og ég er ekkert búin að vera í mergrun eða nett, ekki gott. Svo var ég að muna það að það er löng helgi og ég veit ekki hvað ég á að gera um helgina, en eitthvað verð ég að gera það er bara þannig. Það má ekki vanta gömlu á dammið, neiiii. Annars þá er ég að fara að hitta Maríu á Greifanum í hádeginu, við erum svo flottar á því alltaf. Annars þá tók ég nýju myndina um Bjólfskviðu, myndinn sem var gerð á Ísandi. Það vantaði eitthvað í hana - aðeins meiri spennu - en þetta var rosalega flott landkynninning og veður kynninng líka. Vá það var mismynandi veður í næstum því öllum skotunum - enda var ég búin að heyra að það hefði ekki gengið nett rosalega vel að taka þessa mynd upp. En Ingvar var rosa flottur í sýnu hlutverki og reyndar bara allir Íslendingarnir. Bara fín mynd vantaði aðeins meiri spennu í uppbygginguna til að gera loka kaflan meira spennandi. Annars var þetta líka mjög flott saga - öðruvísi en maður hefur séð hana áður, aðeins búið að íslenska hana - bara flott. Mæli með henni, svo er líka íslenskur leikstjóri:) Jæja kveð að sinni.

þriðjudagur, maí 26, 2009

Langur dagur


Já það er útlit fyrir að þetta verði langur dagur, það er ekki rosalega mikið að gera í bókununum hjá mér og ég nenni ekki að fara að skoða gamlar bókanir. Þetta er ástæðan fyrir því að ég vil vinna niðri og út á velli - alltaf eitthvað sem er hægt að gera. Annars gerði ég ekkert í gær fór bara heim og horfði á Tvið. Ég er alveg að verða búin að horfa á alla Buffy þættina mína og núna þarf ég að fara að ná mér í nýja. Ótrúlegt hvað það getur verið skemmtileg að horfa á þessa þætti, samt eru þeir bara rugl. Svo á ég eftir að ná í loka þættina af öllum seríunum sem ég er að horfa á en ég bara geri aldrei neitt. Svo er að koma helgi og ég er ekki viss hvað ég á að gera skemmtilegt - kannski bara kíkja eitthvað úr bænum, fara í Mývatnssveit áður en allar flugurnar koma. Já mér líst vel á það allavega sjá hvernig veðrið er og kíkja svo. Ef ég nenni þá er ég að spá í að fara í ljós í kvöld og á fimmtudaginn, ég verð að ná mér í smá lit áður en ég fer til Spánar - annars bara brenn ég eins og sykurpúði hehehe.

Svo er það málið með það hvað ég á að fá mér að borða í hádeginu, nenni ekki heim að borða með mömmu og pabba fisk - borðaði hann í gær. Kannski ég heyri í stelpunum og fái þær til að kíkja með mér á Brúnna eða eitthvað. Ohh nú hef ég ekkert meira að tala um þannig bæ...

mánudagur, maí 25, 2009

Spánn hear I come


Já það er rétt ég er að fara til Spánar, það verður geðveikt. Ég er að fara með Binnu systir og Svenna. Ég á að leika við börnin meðan ég er þarna en ég er alveg til í það. Ég er að fara til Spánar. Annars var þetta bara góð helgi, ég fór á EGO með Heiðrúnu og Maríu. Hitti Sverrir og Magga og dansaði geðveikt mikið, hef ekki dansað svona mikið lengi. María stakk af eins og vanalega á elli smella staðinn sinn, Vélsmiðjuna. Við hittumst heim hjá Heiðrúnu og elduðum okkur og fengum okkur nokkra Moito - geggjað góðir þó ég segi sjálf frá. Já þetta var bara góð helgi, það vantaði bara gömlu með á Bubba. Svo á að fara að skýra frænda minn loksins get ekki beðið. Annars er bara fjör í vinnunni, nóg að gera eins og alltaf en þá líður líka tíminn mun hraðar. Hef ekkert meira að segja nema þá kannski.... ÉG ER AÐ FARA TIL SPÁNAR!!!

miðvikudagur, maí 20, 2009

Hvítasunnann


Loksins fæ ég að vita hvað litli frændi minn á að heita, hann fæddist í lok janúar og er ekki komin með nafn ennþá og það á loksins að skíra hann núna um hvítasunnunna. Aldrei hlakkað jafn mikið til að vita eitt nafn. Mun láta ykkur vita um leið og ég veit það. Annars var þetta bara nokkuð góður dagur í gær, fékk mér Brynjuís og fór í bakarið við brúnna. Fór svo í ljós eftir vinnu og hafði það bara andskoti gott. Horfði á geggjaðan þátt af House og Fringe. En ég þarf að fá stærri nettengingu, mamma er að drepa mig með þessari lélegu tenginu sem er heima, ekki gaman. Svo er nú frí á morgun og það eru allir að fara í sveitina að planta kartöflum og gulrótum og ég er ekki frá því að ég ætla að mæta. Bara vegna þess að Lóa skrítna frænka mín verður þar og hún talar sko ekki við mig, þar af leiðandi vill ég gera í því að var allsstaðar þar sem hún er og bögga hana (hún er sko geðveik). Held að þetta verði bara góður dagur á morgun:) En ég þoli ekki að fá svona frídag í miðri viku og þurfa að fara aftur í vinnuna stax daginn eftir, mun betra að fá bara langa helgi. Svo er það með Póllverjana, ég er ekki að fíla þá þessa dagana, hvað var þetta með engin stig frá þeim í Eurovision. Ég er reyndar ekki ánægð með Sviss heldur, er ekki viss hvort ég kíki þangað í heimsókn alveg á næstunni. Skil ekki hvernig lönd gátu gefið okkur enginn stig og það fer alveg með mig. Allavega Eurovision fanið er að fara að hætta þessu rugli, enda orðin geðveik held ég.... hehehehe

þriðjudagur, maí 19, 2009

Byrjuð að blogga - mætt í vinnunna


Það verður að segjast að ég hef aldrei skemmt mér jafn vel í skóla og ég hef gert síðasta árið, geggjað erfitt og mikið af verkefnum en ógeðslega gaman. Það er fínt að búa í Reykjavík svo sum, ekki jafn gaman og á Akureyri en fínt. Bjó í Breiðholtinu - eða gettóinu- það bjó sko bara gamalt fólk í kringum mig þannig ég skil ekki alveg þetta með gettóið. Anyways þá var þetta bara nokkuð góð helgi, við vorum í öðru sæti í Eurovision og svo var geggjað veður alla helgina - nóg af djammi og allt eins og það á að vera. Ég var úti að mála pallinn fyrir pabba nánast alla helgina, bara gaman af því. Já svo var ég að eignast litla frænku, hana Hermínu litlu, hlakka til að sjá hana hún er örugglega alveg eins og mamma hennar. Annars er ég bara mætt aftur í vinnunna og ég ætla að vera duglegri að blogga í sumar en ég var í fyrra. Svo þarf ég líka að skrifa nokkur handrit og svona þannig allar hugmyndir eru vel þegnar. Ég er ekki alveg viss hvað ég á að hafa þema þessa sumars en mér var í þessu að detta í hug myndarlegir fótblotamenn, já eða bara hafa þemað myndarlegir karlmenn.... það er mjög gott. Jæja það kemur í ljós þegar líður á þetta blogg. Gaman að vera komin aftur:)