föstudagur, júlí 06, 2007

Josh Duhamel


Nýtt hönk og ég verð að segja að ég stóð mig bara nokkuð vel núna í því að velja hönk. Þessi drengur er alverg að gera það í þáttunum Las Vegas og svo er hann líka kærastinn hennar Ferge. Ekki slæmt það. Það er reyndar allveg hellingur að gera hjá mér núna þannig þetta verður bara að vera stutt í dag.

Annars þá fékk ég þrífótinn minn í gær og þá er allt dótið sem ég pantaði á ebay komið í hús og ég þurfti að borga tollinum alveg heilan 700 kall. Nokkuð gott.

Svo er það brúðkaup um helgina og allt að gerast vona bara að það verði skemmtilegt og að allt gangi upp. Er reyndar orðin pínu stressuð fyrir þessu með myndirnar, vonandi gengur þetta upp. Allaveg fór og keypti mér pils, bol og skó í gær og er því alveg klár í saginn.

Jæja verð að vinna allir í fríi og allt of mikið að gera til að vera hanga á netinu:)

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Ný áskorunn


Ég er ekki frá því að ég standist þessa áskorunnlíka, með príði meira að segja. Guðrún þú verður að gera þetta meira krefjandi fyrir mig:) en það er alveg að líða að brúðkaupi og allt fjörið er að fara að byrja. Heiðrún ég fékk að fara í bæinn í morgun og ég keypti mér bol/peysu og pils þannig ég er víst búin að skoða, en ég vil alveg fara með þér ef þú vilt að ég komi með þér:)

Annars er bara allt gott að frétta, er að vísu alveg að kúka á mig í vinnunni, það er búið að vera ansi mikið að gera í þessari viku eins og þið sjáið þá er bloggið mitt að finna fyrir því. En þetta er alveg að verða búið og þá get ég aftur farið að lifa eðlilegu lífi í vinnunni.

En er einhver með hugmynd um að gera eitthvað skemmtilegt saman við frænkurnar, jafnvel halda party í sveitinni og bjóða vinum okkar og skemmta okkur. Er einhver til í það?

Annars þarf ég að fara að finna mér tima til að fara suður, bara það er alltaf eitthvað annað að gerast og ég kemst aldrei. En ég finn út úr því. Annars er ég að deyja mig langar svo til útlanda, ég mæli ekki með því að fara til útlanda í byrjun sumars og eiga þá ekkert eftir það er ekki gaman að vera í vinnunni allt sumarið:) En jæja njótið myndanna því það kemur víst nýr á morgun ef ég hef tíma.

miðvikudagur, júlí 04, 2007

Tek þessari áskorun


Góðan og blessaðan daginn og afsakið biðina, það er búið að vera rosa mikið að gera hjá mér þessa dagana. En þessari ákorun hennar Guðrúnar verð ég að taka og ég verð að segja að mér hafi tekist ágætlega upp en þið segið mér, það sést ekki í geirvörtur og hann er ekki ber að ofan og ekkert glas í hendinni á honum:) ég stóð mig bara vel ekki satt.

Það er alveg að koma brúðkaup og ég er ekki búin að kaupa mér neitt fallegt til að vera í en ætli ég verði ekki bara í einhverju þæilegu svo ég geti skemmt mér eins vel og hugsast getur. Kannski ég skreppi í bæinn og skoði mér bol og pils eða eitthvað en er ekki búin að ákveða mig. Veit ekki hvot ég nenni að vara í pilsi og veit ekki hvort það eru til flott pils í þessum bæ. Heiðrún ef þú nennir viltu koma með mér í bæinn?

Allavega þá er ég ennþá að bíða eftir þrífætinum mínum en ég fékk linsurnar strax, ekki nógu ánægð með þetta. En hann er kominn til landsins þannig að ég þarf bara að bíða þangað til hann kemur heim til mín. En nóg í dag verð að fara að vinna:)