fimmtudagur, júní 07, 2007

Slappur í dag


Það er einhver drulla í mér núna, vonandi ekki að verða lasin það á nefninlega að vera svo gott veður um helgina. En þá er það spurningin hvað á að gera um helgina. Ég er að vísu að fara í útskriftarveislu á laugardaginn en svo veit ég ekki hvað gera skal. Vonandi eitthvað skemmtilegt. En annars þá fór ég á línuskauta í gær og ég var bara nokkuð léleg en datt samt ekki. Þó það hafi nokkrum sinnum skollið hurð nærri hælum. Annars gerið ég ekki mikið, Lóa frænk átti afmæli, hún fékk nokkra gesti þó hún sé á svörtum list í fjölskyldunni. Verð að viðurkenna að í gær þá nennti ég ekki að blogga en ég gat ekki látið það gerast tvisvar í röð þannig ég er að bulla eitthvað hér fyrir þessa fáu sem lega þetta blogg.

En þetta er síðasti daguinn hans Skeet sem hönku vikunar, spurning hver verður það á morgun? En annars þá ætla ég að hætta og fara að vinna.

þriðjudagur, júní 05, 2007

Nú er gaman


Jæja þá er ég hætt að vera mamma í vinnunni og það er miklu betra að vera bara ég og þurfa ekki að sjá endalaust um þennan póst sem hún fær. En engu að síður þá er tímin rosa flótur að líða þá. En það var ansi gott sjónvarp í gær og á öllum stöðvum, hvernig á maður að geta horft á þetta allt, er ekki hægt að skipta þessu niður á hina dagana eins og þriðjudaga það er ekkert í sjónvarpinu á þriðjudögum. Já það var Greys í gær, Heroes, C.S.I, LOST og svo var geðveikt góð framhaldsmynd sem var um mannsal. Það er ekki hægt að horfa á allar stöðvar í einu. Ég verð að fá mér TVO. En hvað gerist í síðasta Greys þætti og Heroes þætti, ég er orðin ekkert smá spent. Þá er það aðal spurningin hvað á að gera í kvöld ef það er ekkert sjónvarp...

Ég finn mér eitthvað að gera eins og alltaf, þarf reyndar að muna eftir því að fara heim og reyna að finna gamalt skóladót fyrir Steinþór sem er að fara að gera ritgerðina sína í fjórða valdinu núna ekkert smá seint, en sumir fá alltaf undanþágu. Vonandi klárar hann líka ritgerðina sína í sumar svo hann verði nú einhverntíman lögfræðingur en ekki eins lögfræðingur og Gílsi Martein.

Já best að fara að gera eitthvað og heyrumst á morgun.

mánudagur, júní 04, 2007

Ekkert smá gaman um helgina


Já það var ekkert smá gaman um helgina, var í bústað með Mömmu og Pabba, Binnu og Svenna og börnum og svo voru Jói og Sigga og vinir þeirra í bústað rétt hjá okkur og svo komu Inga og Hafþór. Þannig laugardagurinn var bara nokkuð skemmtilegur. Annars var ég bara í leti og nenti ekki að gera neitt af viti. Ég var búin að gleima því hvað það er gott að fara svona burt og þurfa ekki að gera neitt. Ég vona að allir aðrir hafi haft það eins gott og ég um helgina. Þið munið að sjálfsögðu ennþá eftir hönki vikunar honum Skeet.

Annars er búið að vera brjálað að gera hja mér í dag, ég er örugglega búin að svara milljón póstum og setja inn hálfa milljón af bókunum.

En svo er það hún Birgitta vinkona mín hún er að útskrifast um helgina og ég veit ekki hvað maður á að gefa í útskriftargjöf. Allar hugmyndir þeiggnar með þökkum. En það verður rosa gaman að hitta hana missti alveg af henni í síðustu viku, frekar fúllt. Annars er þessi dagur bara búin að vera fljótur að líða og ég er bara nokkuð róleg yfir öllu, ég er öruggleg ekki farinn úr búsaðnum í hausnum á mér:) En annars þá heyrumst við vonandi á morgun (ég gæti verið tölvulaus) en vonum ekki.