föstudagur, maí 29, 2009

Það er komin helgi


Já helgin er kominn og ég er að kúka á mig úr leiðindum í vinnunni, vá tíminn líður bara ekki neitt og ég get ekki fundið neina afsökun til að skreppa og gera eitthvað annað en vinna... en já tíminn líður þó hann líði hægt. Svo er ég komin í þriggja dag frí og það verðu að gera eitthvað skemmtilegt þessa dag. Já ég fór í bæinn í gær og ætlaði aldeilis að eyða pening og kaupa nýja skó, ég fór í Sportver og það voru engir skór sem mér fannst flottir til á mig og svo fór ég í toppmenn og sport og það voru heldur ekki til neinir skór handa mér. Og svo sögðu þau að þau ættu ekki von á meiri skóm á næstunni... er það djók eða er kreppa. Ég hata Akureyr þegar kemur að því að reyna að versla eitthvað hérna, aldrei neitt til. Já og mamma er í borginni og ég bað hana að kaupa skó en hún vildi það ekki sagði að ég ætti nóg af striga skóm - hver á nóg af stirgaskóm - enginn. En já ég er að fara til útlanda bráðum og ég get bara keypt þá þar en mig langaði bara að eiga fallega skó þegar ég væri úti ekki þurfa að leita að þeim, ohhh lifið er svo erfitt. Já kannski ég kíki bara á netið og athugi hvort það séu til svona skór í fríhöfinni... kannski. Ok ég er að fara að gera það núna. Bæ.

fimmtudagur, maí 28, 2009

Alveg að koma helgi


Já það er sko alveg að koma helgi og ég veit ekki ennþá hvað ég ætla að gera um helgina, en líklega tek ég smá tjútt. Annars eru þau gömlu farinn til Reykjavíkur og kellingin er bara ein heima í kotinu, ekki leiðinlegt það. Svo er það nátturlega að reyna að láta tíman líða eins hratt og hægt er þanngað til ég kemst til Spánar. Ég á eftir að ræða við hana Matthildi um að fá gista eina nótt hjá henni og prinsessunni, hlakka svo mikið til að sjá hana. En annars er þetta búið að vera frekar leiðinlegur dagur, næstum jafn leiðinlegur og leikurinni í gær sem ég ætla aldrei aftur að tala um, nema þá að dásama hann Ronaldo minn. En já ekkert að gerast, langar að fara heim og gera eitthvað skemmtilegt. P.S. ekki fara í pokkun og litun í Abaco það kostar heilar 3700.- kr, farið frekar á Arona það kostar ekki nema 3000.- kr og svo er líka miklu skemmtilegra fólk þar. En já nenni þessu ekki bæ.

miðvikudagur, maí 27, 2009

7 dagar í Spánn


Vá ég trúi þessu ekki, það er svo stutt þangað til ég fer til spánar að mér er bara illt í maganum og ég er ekkert búin að vera í mergrun eða nett, ekki gott. Svo var ég að muna það að það er löng helgi og ég veit ekki hvað ég á að gera um helgina, en eitthvað verð ég að gera það er bara þannig. Það má ekki vanta gömlu á dammið, neiiii. Annars þá er ég að fara að hitta Maríu á Greifanum í hádeginu, við erum svo flottar á því alltaf. Annars þá tók ég nýju myndina um Bjólfskviðu, myndinn sem var gerð á Ísandi. Það vantaði eitthvað í hana - aðeins meiri spennu - en þetta var rosalega flott landkynninning og veður kynninng líka. Vá það var mismynandi veður í næstum því öllum skotunum - enda var ég búin að heyra að það hefði ekki gengið nett rosalega vel að taka þessa mynd upp. En Ingvar var rosa flottur í sýnu hlutverki og reyndar bara allir Íslendingarnir. Bara fín mynd vantaði aðeins meiri spennu í uppbygginguna til að gera loka kaflan meira spennandi. Annars var þetta líka mjög flott saga - öðruvísi en maður hefur séð hana áður, aðeins búið að íslenska hana - bara flott. Mæli með henni, svo er líka íslenskur leikstjóri:) Jæja kveð að sinni.

þriðjudagur, maí 26, 2009

Langur dagur


Já það er útlit fyrir að þetta verði langur dagur, það er ekki rosalega mikið að gera í bókununum hjá mér og ég nenni ekki að fara að skoða gamlar bókanir. Þetta er ástæðan fyrir því að ég vil vinna niðri og út á velli - alltaf eitthvað sem er hægt að gera. Annars gerði ég ekkert í gær fór bara heim og horfði á Tvið. Ég er alveg að verða búin að horfa á alla Buffy þættina mína og núna þarf ég að fara að ná mér í nýja. Ótrúlegt hvað það getur verið skemmtileg að horfa á þessa þætti, samt eru þeir bara rugl. Svo á ég eftir að ná í loka þættina af öllum seríunum sem ég er að horfa á en ég bara geri aldrei neitt. Svo er að koma helgi og ég er ekki viss hvað ég á að gera skemmtilegt - kannski bara kíkja eitthvað úr bænum, fara í Mývatnssveit áður en allar flugurnar koma. Já mér líst vel á það allavega sjá hvernig veðrið er og kíkja svo. Ef ég nenni þá er ég að spá í að fara í ljós í kvöld og á fimmtudaginn, ég verð að ná mér í smá lit áður en ég fer til Spánar - annars bara brenn ég eins og sykurpúði hehehe.

Svo er það málið með það hvað ég á að fá mér að borða í hádeginu, nenni ekki heim að borða með mömmu og pabba fisk - borðaði hann í gær. Kannski ég heyri í stelpunum og fái þær til að kíkja með mér á Brúnna eða eitthvað. Ohh nú hef ég ekkert meira að tala um þannig bæ...

mánudagur, maí 25, 2009

Spánn hear I come


Já það er rétt ég er að fara til Spánar, það verður geðveikt. Ég er að fara með Binnu systir og Svenna. Ég á að leika við börnin meðan ég er þarna en ég er alveg til í það. Ég er að fara til Spánar. Annars var þetta bara góð helgi, ég fór á EGO með Heiðrúnu og Maríu. Hitti Sverrir og Magga og dansaði geðveikt mikið, hef ekki dansað svona mikið lengi. María stakk af eins og vanalega á elli smella staðinn sinn, Vélsmiðjuna. Við hittumst heim hjá Heiðrúnu og elduðum okkur og fengum okkur nokkra Moito - geggjað góðir þó ég segi sjálf frá. Já þetta var bara góð helgi, það vantaði bara gömlu með á Bubba. Svo á að fara að skýra frænda minn loksins get ekki beðið. Annars er bara fjör í vinnunni, nóg að gera eins og alltaf en þá líður líka tíminn mun hraðar. Hef ekkert meira að segja nema þá kannski.... ÉG ER AÐ FARA TIL SPÁNAR!!!