miðvikudagur, maí 20, 2009

Hvítasunnann


Loksins fæ ég að vita hvað litli frændi minn á að heita, hann fæddist í lok janúar og er ekki komin með nafn ennþá og það á loksins að skíra hann núna um hvítasunnunna. Aldrei hlakkað jafn mikið til að vita eitt nafn. Mun láta ykkur vita um leið og ég veit það. Annars var þetta bara nokkuð góður dagur í gær, fékk mér Brynjuís og fór í bakarið við brúnna. Fór svo í ljós eftir vinnu og hafði það bara andskoti gott. Horfði á geggjaðan þátt af House og Fringe. En ég þarf að fá stærri nettengingu, mamma er að drepa mig með þessari lélegu tenginu sem er heima, ekki gaman. Svo er nú frí á morgun og það eru allir að fara í sveitina að planta kartöflum og gulrótum og ég er ekki frá því að ég ætla að mæta. Bara vegna þess að Lóa skrítna frænka mín verður þar og hún talar sko ekki við mig, þar af leiðandi vill ég gera í því að var allsstaðar þar sem hún er og bögga hana (hún er sko geðveik). Held að þetta verði bara góður dagur á morgun:) En ég þoli ekki að fá svona frídag í miðri viku og þurfa að fara aftur í vinnuna stax daginn eftir, mun betra að fá bara langa helgi. Svo er það með Póllverjana, ég er ekki að fíla þá þessa dagana, hvað var þetta með engin stig frá þeim í Eurovision. Ég er reyndar ekki ánægð með Sviss heldur, er ekki viss hvort ég kíki þangað í heimsókn alveg á næstunni. Skil ekki hvernig lönd gátu gefið okkur enginn stig og það fer alveg með mig. Allavega Eurovision fanið er að fara að hætta þessu rugli, enda orðin geðveik held ég.... hehehehe

þriðjudagur, maí 19, 2009

Byrjuð að blogga - mætt í vinnunna


Það verður að segjast að ég hef aldrei skemmt mér jafn vel í skóla og ég hef gert síðasta árið, geggjað erfitt og mikið af verkefnum en ógeðslega gaman. Það er fínt að búa í Reykjavík svo sum, ekki jafn gaman og á Akureyri en fínt. Bjó í Breiðholtinu - eða gettóinu- það bjó sko bara gamalt fólk í kringum mig þannig ég skil ekki alveg þetta með gettóið. Anyways þá var þetta bara nokkuð góð helgi, við vorum í öðru sæti í Eurovision og svo var geggjað veður alla helgina - nóg af djammi og allt eins og það á að vera. Ég var úti að mála pallinn fyrir pabba nánast alla helgina, bara gaman af því. Já svo var ég að eignast litla frænku, hana Hermínu litlu, hlakka til að sjá hana hún er örugglega alveg eins og mamma hennar. Annars er ég bara mætt aftur í vinnunna og ég ætla að vera duglegri að blogga í sumar en ég var í fyrra. Svo þarf ég líka að skrifa nokkur handrit og svona þannig allar hugmyndir eru vel þegnar. Ég er ekki alveg viss hvað ég á að hafa þema þessa sumars en mér var í þessu að detta í hug myndarlegir fótblotamenn, já eða bara hafa þemað myndarlegir karlmenn.... það er mjög gott. Jæja það kemur í ljós þegar líður á þetta blogg. Gaman að vera komin aftur:)