föstudagur, september 01, 2006

Friends bogg


Var að spá hvernig það myndi vera ef ég myndi fara að hafa svona þátta blogg og var ég að spá í að byrja á Friends og taka alla gömlu vini okkar í næstu viku. Tek líka við ábendingum um þá þætti sem þið viljið að ég tali um.
En annar er bara gaman í skólanum og ég er að spá í að fara suður með henni Binnu og honum Viktori á Þriðjudaginn. Það verður örugglega gaman við ætlum bara að vera í einn dag bara að kíkja í búðir fyrir skírnina.
Það verður ekkert fjör um helgina er að spara til að eiga fyrir einhverju fallegu í Reykjavík. Var jafnvel að spá í að fara í bíó með hana frænku og svo er að sjálfsögðu afmæli á sunnudaginn, veit ekki hvað ég á að kaupa handa Hildi hún á allt og búin að vera í útlönum í allt sumar. En ég finn eitthvað ég geri það alltaf. En látið vita ef ykkur lýst ekki vel á þetta nýja form og svo er ég til í allar breitingar. Bæ í bili...

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Þá er skólinn byrjaður

Skólinn byrjaði í gær og það var bara rosa gaman, ég fór í klippingu og plokkun og litun, þannig ég er rosa sæt. Svo er ég að fara að byrja á Danska og það gengur bara allt nokkuð vel. Það er bara ein hætt sem ég er búin að taka eftir, hinir hafa þá bara ekki verið nógu skemmtilegir til að ég muni eftir þeim:)
Svo var ég að komast að því að kellingin sem kenndi mér ísl í fyrra á að kenna mér aftur í vetur og ég og Mæja ætlum ekki að mæta þessar tvær vikur. Vá ég hélt að ég væri laus við hana og þyrfti aldrei að vera í kringum þetta fífl aftur en svo er víst ekki.
Mig langara geðveikt að fara suður og kaupa mér eitthvað fallegt og kíkja á Möttu og Guðrúnu, en það yrði þá bara í einn dag. En hvað er þessi litli kisi sætur, hann er bara næstum jafn sætur og ég:) En ég er víst í tíma og verð að fara að hætta og filgjast með ekki satt. bæ