föstudagur, júní 06, 2008

Komst inn í skólann


Ég er ekki að grínast ég komst inn í kvikmyndaskóann. Ég er að fara að flytja til Reykjavíkur, vá ég trúi því ekki. Það verður örugglega geggjað gaman. En annars er þetta búin að vera ansi þreitt vika, ég er ekkert smá löt þessa daganna. En ég ætla að fara að breyta því. Svo er ég að útskrifast næstu helgi og svona og það er víst brjálað að gera hér næstu helgi, bíladagar og einhver tónlistar hátíð (man ekki hvað hún heitir), en allavega ef einhver er að spá í að kíkja norður næstu helgi þá er nóg um að vera og Guðrún það var verið að spá í að setja niður plöntur þessa helgi líka ef það vekur einhvern áhuga:) hehee

En vá ég er ekki að trú þessu nú þarf ég að fara að leita mér að íbúð í borginni, ef einhver veit um eitthvað láta mig þá vita:) vá ég er dálítið spenntur verð ég að segja þetta á eftir að verða áhugavert. Hlakka til að hanga alltaf með þér Guðrún nágranna kona:) hihihi

Hvað um það ég þarf að fara að gera eitthvað annað en að hugsa um þetta endalaust, vinnan vinnur sig víst ekki sjálf (skil þetta ekki, búin að reyna allt). Góða helgi allir saman og hlakka til að sjá ykkur sem fyrst.

þriðjudagur, júní 03, 2008

Er þetta flottasti bíll í heimi eða?


Þetta er ekki grín en þetta er bílinm sem mig langar að eignast, Ford Shelby GT500. Geggjaður... nei bara svona það er að nálgast útskrift og svona, alltaf til í að fá svona í útskriftargjöf. En annars bara nokkuð góð helgi, allt gekk upp og ég, Heiðrún og María elduðum gúllassúpu á sunnudaginn, ekkert smá góð. Hef eiginlega ekkert að segja þannig ég minni bara aftur á þennan fallega bíl, allir að dást að honum:) hummmm