fimmtudagur, júlí 06, 2006

Helgin nálgast

Já þessi maður er bara ekki mikið fyrir að fara úr fötunum greinilega ég er búin að leita á 4 mismunandi síðum að mynd af honum berum að ofan en ekkert gerist. Fann eina þar sem hann er svona tvítugur ekki heillandi finnst mér. Hann verður myndarlegri með árunum það er alveg þannig.
Ég er ekki einu sinni farinn að hugsa um það hvað ég ætla að hafa með mér en það er kannski ekki vitlaust að fara að skoða það, en mig langar svo í galla pils en ég finn ekkert nema ofur lítil pils sem eru ekki flott. Já verð að gera eitthvað í þessu. Það er eins gott að það verði áfram svona gott veður þegar við komun og ég er alltaf að vona að peningurinn lækki aftur í það sem hann var einu sinn en hann hækkar bara. Já ég var að spá í að kíkja á hana Völu um helgina, spila og gera eitthvað skemmtilegt.
En mig langar svo að fara suður og kaupa mér eitthvað áður en við förum út, veit ekki af hverju, eða jú líklega vegna þess að það er ekkert til á Akureyri frekar en vanalega. Já kannski ég fari bara suður á fimmtudeginum og kíki í búðir en þá þarf ég að tala við mömmu um að fá flug, ja kannski er þetta bara draumur, en kannski get ég gert eitthvað sniðugt:)
En nú er víst vinnu tími, verð að hætta... krossið fingurnar um að ég geti gert planið

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úff, ég myndi nú ekki hugasa mig tvisvar um að fara með honum heim ef hann myndi horfa svona á mig ;)
Hann hlýtur að vera alger herramaður og afklæðist ekki fyrir almenning. Gott hjá honum slæmt fyrir okkur :)
Við finnum fínt pils handa þér úti og verðum ekki lengi að því.