föstudagur, ágúst 25, 2006

Síðasti vinnudagurinn


Það er síðasti vinnudagurinn minn og svo byrja ég í skólanum og ég get eiginlega ekki beðið með að labba hérna út. Svo ég ég ekki beðið eftir að fara í klippingu og litun bæði augu og hár á mánudaginn og svo er djamm í vinnunni á þriðjudaginn, hvað getur það verið betra...
En eitt prófaðu að horfa dálítið lengi í augun á Olando á þessari mynd það er geðveikt spúkí eða ég bara geðveik.
Svo eru mamma og pabbi komin heim svo það verður ekkert fjör hjá mér um hegina, nema þá einhvers staðar annarsstaður. Langar geðveikt að fara á djammið um helgina en á enga peninga, lagar líka að fara suður og kaupa mér fallega hluti en nenni ekki að fara ein en kannski nenni ég því alveg. Æi það kemur í ljós.
En þessi dagur er geðveikt lengi að líða, bara þessi morgun er búin að vera jafn legi að líða og allir hinir til samans. Ekki gaman, en þetta er aðeins skárra Magnea er komin svo það er ekki alveg eins mikið fyrir mig að gera eins og það er búið að vera alla vikuna, sem er mjög gott. En það er að koma matur og ég verð að fara að huga að því hvað ég ætla að fá mér þannig bæ í bili heyrumst næst þegar ég er byrjuð í skólanum:)

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Það er að koma helgi

Það er víst að koma helgi, loksins og ég er að fara að byrja aftur í skólanum og mér líst bara helvíti vel á það, er kominn með nóg af vinnunni minni, ekki það að hún sé leiðinleg bara nenni ekki að vinna legur, langar að ráða mér sjálf og gera það sem ég vil og svona:)
Annars fór ég loksins og sá Sjóræningja myndina og hún var bara helvíti góð, alveg jafn góð og hin verð ég að segja. Og eins og þið sjáið þá var hann Orlando Bloom askoti myndarlegur í þessari mynd og mæli ég með að ef þú ert ekki búin að sjá hana að drífa sig og sjá hana. Þessi mynd er algert augnakonfekt...
Svo er það helginn, hvað á að gera um helgina, ef ég bara vissi. Það er svo sum ekkert að gera nema bara slappa af og hlakka til að fara í skólann. Kannski skreppa á kaffihús og kíkja með Söndur á rúntin, var sko búin að lofa því:) En það er víst að koma hádegi og ég veit ekki hvað mig langar að borða ennþá þannig kannski ég fari að hætta þessu svo ég hafi meiri tíma til að komast að því.
En það fer að styttast í Rock star og hver veit að Magni fer heim næst eða þar næst, það er bara þannig. En heyrumst á morgun.

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Flottur!!!


Hérna verð ég að segja að hann er geðveikt líkur honum Justin Timerlake, ekki satt? En já það er allt gott að frétta ég get ekki beðið eftir því að byrja í skólanum og þessir síðustu dagar ætla engan endi að taka.
Svo var ég að spá í að fara suður fyrstu helgina í sept, langar að kíkja aðeins í búðir og jafnvel kíkja á bækur í Rek, þær eru ódýrari þar en hér. En það er ekkert ákveðið, kemur í ljós í næstu viku.
Já var að spá í að fara loksins í bíó í kvöld á myndina sem ég ætlaði mér á um helgina en fór aldrei á. Vonandi er þetta jafn góð mynd og allir eru að segja. En ég tók Hostel í gær sem allir eru búir að segja að sé svo ógeðsleg, sem hún var en mér fannst hún miklu meira sorgleg, því í alvuru það er örugglega til svona ógeðslegt fólk sem borgar fyrir svona. Já þetta var ekki gaman að horfa á. En best að fara að vinna, heyrumst á morgun.

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Myndarlegur er hann


Hérna verð ég að segja að hann minnir mig óneitanlega á hann vin sinn Jhonny Depp. Ég er alveg að drukna í myndum af þessum manni og þær eru allr hverri flottari, já það er kannski vitleisa að hætta með hönkinn en kannski hætta þau ekki kannski breyti ég þessu bara aðeins en sjáum til.
Orlando Boom er fæddur 13 janúar 1977 í Canterbury, Kent á Englandi. Hann er 1,80 cm á hæð. Hann er lesblindur (varð að koma þessu að). Eins og allir vita þá er hann búin að leika í fullt af flottum myndum sem ég nenni bara ekki að talja upp núna.
Annars er ég bara alltaf hangandi í búsaðnum hjá mömmu og þeim, það er fínt fékk humar og svona í gær, ekki slæmt. Ég var að spá í að nenna ekki í kvöld, kannski kíkja til Ingu og Hafþórs og skoða kettlingana en það er kannski ekki sniðugt því þá lagar mig bara í einn:) Annars er bara allt gott að frétta og ég er að fara að byrja í skólanum og ég get ekki beðið. Það er búið að vera ágætt að gera í dag þannig tíminn líður ágætlega. En er ekki best að fara að gera eitthvað annað og við heyrumst á morgun.

mánudagur, ágúst 21, 2006

Síðast hönk vikurnar í sumar


Þetta er hönk vikunar og er þetta hann Orlando Bloom og þið munið sjá það í þessari viku að hann er dálítið líkur Jhonny Depp og Justin Timberleik.
Þetta var bara fín helgi og ég skemmti mér bara nokkuð vel fékk bílprófið og hékk í sumarbúsaðnum með mömmu og pabba. Á föstudagskvöldið kom Ívar frændi í heimsókn og við fengum okkur pizzu og bjór og svo kom Heiðrún og við sátum og spjölluðum til að verða 3 eða svoleiðis. Annars gerði ég ekki neitt að viti bara að leika mér eitthvað.
Ég get ekki beðið þangað til þessi vika er búin og ég þarf ekki að vera vinna allan daginn og get í raun gert það sem ég vil sem er gaman. Og að sjálfsögðu að hitta alla krakkana og gera eitthvað skemmtilegt með þeim:)
Nýji bíllinn er fínn, nema ég tíndi einum hjólkopnum af honum en pabbi sagði að það væri ekkert mál að fá nýjan. Sem betur fer bíllin er frekar ljótur með bara 3 hjólkoppa:) En annars er þetta fínasti bíll til að druslast á í vetur og svona.
En nú er best að fara að vinna erum voða fá í vinnunni í dag en það er allt í góðu ég er alveg að fara að hætta hérna og þegar er nóg að gera þá líður tíminn aðeins hraðar ekki satt. En þangað til á morgun.