föstudagur, júlí 27, 2007

Helgin kominn



Þá er aftur komin helgi og ég skopaði þennan Sleeper Cell gaur og það er ekki til nóg af flottum myndum til að gera heila viku úr honum. En ég komst að því í leiðinni að það er búið að fjölga ansi mikið af myndum af honum Justin Timberlake og því er hann hönk vikurnar að þessu sinni. Ég verð að segja að það er búið að rætast ansi vel úr drengnum, miðað við hvað hann var lítill og asnalegur fyrir nokkrum árum eða þegar hann var með Britney. Annars er bara allt gott að frétta hitti stelpurnar um daginn og það var voða gaman, komst að því að hún Gugga mín er sett 10 nóv og ætlar að geyma það í einn dag og eiga það á afmælinum mínu og Birgittu. Það yrði geðveikt.
Planið er að vera róleg um helgina og slappa af en plön breytast eins og alltaf þannig ég er með varan á. Ef einhverjar hugmyndir eru í gangi um hvað gera skal um helgina þá er ég opin fyrir þeim. Ég ákvað að hafa tvær myndir vegna þess að það kom enginn mynd í gær. Njótið nú myndanna því hann er jú ansi fæn á þessum myndum og við heyrumst síðar með góða sögu af helginni.

miðvikudagur, júlí 25, 2007

1408


Fór með Möttu frænku í bíó í gær á 1408 og ég verð að segja að ég varð bara nett hrædd það var allavega alveg nóg af bregðu atriðum. Allaveg tók Matta og öskraði nokkrum sinnum og ég heldi ég líka. Allaveg þá mæli ég með þessari mynd, hún er góð afþreying. Gerði svo ekki mikið meira í gær en að horfa á tv og borða nammi. Magnea lét mig borða helling af nammi í gær og ís:)

Verð samt að segja að þessi vika er ekki að líða alveg jafn hratt og ég vildi óska mér en þetta þokast. Ég verð bara að halda áfram að gera eitthvað skemmtilegt á kvöldin eins og ég er búin að vera að gera. Það er nebblega búið að vera helvíti gaman þessa vikuna, búin að taka spilakvöld og fara í bíó og hvað á þá að gera í kvöld?

Annars er ég bara að vinna og láta mér leiðast þangað til um versló og þá ætla ég í ferðalag og skemmta mér. Svo fékk ég rosa góðar fréttir í gær sem ég er mjög ánægð með ef þær ganga upp en best að vera ekki að ræða það of mikið fyrr en þær eru ákveðnar. Bæ í bili

þriðjudagur, júlí 24, 2007

Spila spila


Í gær fór ég og hitt hana Guggu óléttu og Örnu gellu og við vorum að spila eins og í gamla daga. Það var ekkert smá gaman, við vorum farnar að hlæja eins og vitleisingar og skemmtum okkur alveg konunglega. Verðum að gera þetta oftar. Geggjað gaman. Svo var ég að tala við Ingu um daginn og við vorum að tala um það hvað það var gaman í þá gömlu góðu þegar við tókum okkur til og púsluðum. Það var gaman í þá gömlu. Við vourum einmitt að rifja það upp þegar við vorum að vinna á Crown og hún Muriel var að vinna með okkur og hún Matta var orðin svona frekar þreitt á henni og bað hana að setja í pott og hún spyr eins og fáviti hvort hún eigi að setja í heilana og Matta lítur við og segir "Já og skutlaður þér svo sjálf ofaní og lokaðu á eftir þér". Það var gaman á Crown. En nóg af rugli.

Var að hlusta á útvarðið áðan og það kom auglýsing fyrir Ólafsvöku, vá hvað mig langar að fara á hana, það yrði örugglega geðveikt gaman.

En er ekki best að fara að vinna og gera eitthvað að viti til að láta tíman líða. Bæ í bili.

mánudagur, júlí 23, 2007

Notaleg helgi


Já vitir menn, ég var bara heima alla helgina og gerði ekki neitt. Var úti að hjálpa mömmu og pabba í garðinum og fór á miðaldasýninguna á Gásum og svona en annars var ég bara heima að slappa af og horfa á sjónvarðið. Það var helvíti gott og ég verð að segja að ég er bara nokkuð hress fyrir vikunni. Það eru 33 dagar þangað til ég er hætt að vinna og það eru 35 dagar þanngað til ég fer í skólann. Vá mig hlakkar ekkert smá til að byrja aftur í skólanum.

Síðan var ég að spá í ágúst að hafa smá partý í sveitinni og bjóða krökkunum í bekknum og svo bara öllum sem vilja koma, vinum og ættingum. Ég held að það yrði geðveikt gaman.

En þessi ásorunar keppni er ekkert erfið og ég er ekkert smá góð í henni. En hún er skemmtileg. Vonandi verður þessi vika fljót að líða eins og síðasta vika því ég nenni ekki vinna lengur, mig langar bara að byrja í skólanum aftur. En þetta er alveg að verða búið.

Annars er ekkert merkileg að frétta, var bara róleg um helgina og stóð við loforðið mitt að fara í þynkumat með Heiðrúnu, sem við samhryggjumst öll með því bíllinn hennar er bilaður. En já bara gott að frétta og lítið að gerast. Heyrumst