föstudagur, ágúst 31, 2007

Eric Dane


Það er aftur komin helgi og ég verð að segja að það er ekki einu sinni búið að plana djamm í kvöld eða á morgun. Verð að segja að ég er alveg búin að gleima mér í skólanum. Enda svo gaman í skólanum. Guðrún mín það eru engar risaeðlur í Eureka, þannig þú ert ekki að tala um sama þáttinn:) En þessi maður er ansi fine líka nema hvað það eru eigninlega engar myndir til af honum nema með einhverja kellingu á öxlini eða ekki leifilegt að fá myndina lánaða. Ekki gaman að velja myndi af þessum manni enda fær hann bara að vera einu sinni þó hann sé sætur.
Það er svo sum ekkert að frétta nema ég er að vinna í dag og ég er bara ekki að nenna því, ekki grín. Ég vaknaði í vonudu skapi og það fer allt í taugarnar á mér hérna í dag. Mamma hvartar yfir því að það sé svo mikið að gera og það er ekkert að gera. Skil þetta ekki. Síminn hringir ekki einu sinni og ég er að loka reikingum fyrir Hauk er ekki að hafa gaman af þessu. Já en þetta er að verða búið og ég er að fara að halda áfram að vera skólastelpa sem mér finnst svo gaman:) En nenni ekki að kvarta meira núna eigiði góða helgi og ég bið að heilsa.

miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Ed Quinn


Já hann Ed Quinn leikur í þáttum sem ég og Mæja horfum pínu á sem heita Eureka og er mjög skondinn þáttur. Þessi gaur er ansi fine að mínu mati. En það var helvíti gaman í gær ég leigði mér 300 og horfði á hana með pabba, verð að segja ansi blóðug mynd en mjög góð. Svo kom Heiðrún í heimsókn og hún og Matta gáfu mér belti, Disel belti. Mjög flott og svo sagði hún mér skondnar sögur úr ferðalaginu og líka ekki svo skondnar en þær skemmtu sér allavega vel. Annars er allt gott að frétta, gaman að vera byrjuð í skólanum og ég er með magnaða stundaskrá. En er eins og stendur að vinna af þvi hún Magnea mín er í Danmörku með foreldrum sínum þannig ég þarf að vinna aðeins þangað til hún kemur til baka:) En þetta er fljótt að líða og ég þarf að fara að getra eitthvað að viti. Bæ.

þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Edward Norton


Ég veit ekki betur en að einhver hafi viljað fá að sjá þennan mann sem hönk vikunar og hér er hann mætur í mínu uppáhalds hlutverki. Ekki það að ég sé eitthvað fyrir skyn heeds heldur vegna þess að hann lék þetta hlutverk snildarlega og já það verður að segjast að hann var alveg helvíti fit í þessari mynd. Annars er allt gott að frétta loksins byrjuð í skólanum og verð að segja að stundataflan mín er bara nokkuð góð. Alltaf löng helgi og þá meina ég löng, föstudag til mánudag. Ekki slæmt. Ég er í alveg helvíti skemmtilegum áfanga sem snýr að myndum og myndatöku og ég verð að segja að ég er alveg helvíti spent yfir því að byrja á honum. Þetta er spennandi.
En það næsta spennandi sem gerist er að ég er að fara á tónleika með Heiðrúnu þann 8 sept á Cris Cornell. Það verður vonandi geðveikt gaman. En best að þykjast vinna aðeins meira eða í smá stund í viðbót og fara svo heim. En njótið Edwards á meðan hann er í boði.