föstudagur, júní 22, 2007

Ryan Reynolds


Þá er komið að nýju hönki og eins og vanalega er hann ekki af verri endanum en það er hann Ryan og eins og þið sjáið þá er hann fjallmyndarlegur. Hann er fæddur 23 oktober 1976 í Vancouver í Kanada. Hann er búin að leika í nokkrum góðum myndum eins og Van Vilder, Blade 3 og svo núna í Smokin´Aces. Hann er yngsur af 4 sistkynum. Hann var trúlofaður Alanis Morissette en þau eru nýbúin að slíta trúlofunni. Sem er mjög gott fyrir okkur hinar, ekki satt. Annars er ekkert að frétta nema það að ég er að verða ljósmyndari bráðum og ég verð að segja að ég hlakka bara til, nú þarf ég bara að fara að æfa mig að taka myndir með blurri:)

Hitti hana Maríu í gær og hún var bara hress og kát, hjálpaði mér að stela smá drasli og það var rosa gaman. Ekkert alvarlegt lofa. Annars á þetta bara að vera rólega helgi verð líklega bara einhversstaðar með myndavelina mína að leika mér. Svo er ég að fara á Cris Cornell tónleika í september með henni Heiðrúnu, hún á víst afmæli þá þannig það verður rosa gaman held ég. Að öðru leiti er það bara að halda áfram að vinna og #$%%$&$!#$%&$ á eftir (of ljótt til að segja það). En góða helgi og sjáumst og bannað að sleikja skjáinn....

fimmtudagur, júní 21, 2007

Tónleikar með Cris Cornell


Tónleikarnir eru reyndar ekki fyrr en í september en mig langar geðveikt að fara og er bara að spá í að skella mér. Ef þið vitið ekki hver Cris Cornell er, þá skal ég segja ykkur það, hann er sögnvarinn í Audioslave og söng titillagið í nýju James Bond myndinni, hann er æði. En annað þá fór ég í bíó í gær á Hostel 2 og ég verð að segja að ég er orðin ónæm fyrir svona myndum eða þá að ég var búin að búast við miklu meiru. Varð alla vega ekkert óglatt og svaf bara eins og lítið barn í nótt. Myndin The Hills have Eys er ennþá á toppnum yfir ógeðslegustu myndir sem ég hef séð. Annar var dagurinn í gær bara frekar leiðinlegur því hann ætlaði aldrei að enda.

Vá hvað ég ætla á þessa tónleika og hafa gaman af þvi. Og já svo verslaði ég mér þrífót á netinu í morgun fyrir aðeins 16,49 $ með sendingarkosnaði. Nokkuð góð verð ég að segja. Svo er ég að bjóða í tvær linsur en það er ekki að ganga vel allir alltaf að hækka og hækka nenni því ekki. En kannski verð ég happinn.

Jæja þá var denni að mæta með fullt af reikningum þannig best að fara að vinna ekki satt:)

miðvikudagur, júní 20, 2007

Bíó í kvöld


Það er sko bíó í kvöld og myndin er Hostel 2. Vá mig hlakkar svo til að sjá hana. Svo er Binna og Svenni og börnin að koma heim í kvöld. Það verður gaman að sjá þau aftur. Annar er þetta bara nokkuð góður dagur, fór á Sauðárkrók í morgun að ná í bíla og var ekki komin aftur fyrr en um hálf 11, þannig morguninn var mjög fljótur að líða og vonandi verður seinni parturinn líka fljótur að líða. Það er nebblega miðvikudagur og það er Brynju ís dagur. Annars bara allt í rólegheitunum í gær sofnaði ofur snemma og er þess vegna frekar lúin núna. Ég er held ég búin að ákveða hvað ég ætla að gera um helgina og það er að klára bara að mála heima þannig ég þurfi ekki að hugsa um það frekar. Verð held ég ekki lengi svona 1 til 1 og 1/2 dag, sem er fín vinna. Svo ef þið hafið hugmyndir um að gera eitthvað endilega koma með hugmyndir. Þarf ekki að vera hugmynd sem framkvæma þarf strax hún má vera seinna í sumar.

Já þá nenni ég ekki að babbla meira en segi ykkur allt um myndina á morgun....

þriðjudagur, júní 19, 2007

Vinni vinn


Veit ekkert hvað ég á að segja, hef voða lítið að segja í dag. Fór í klippingu í gær það var gaman og fékk mjög flotta klippingu. Svo var ég bara heima og horfði á tv og var í nettri fýlu yfir því að allir uppáhalds þættirnir mínir eru búinir í bili. En svo er það þannig að ég verð að fara í bíó að sjá Hostel 2 en það er bara spurning hver vill koma með mér. Þetta er nú ekki myndi sem alla lagar að sjá. Ég finn út úr því. Annars í gær þá eignaðist ég mynd sem mig er búið að langa að eignast í svona 5-10 ár. Þetta er bara ævintýria mynd sem ég man alltaf eftir sem mér fannst æði og nú á ég hana. Bara til að gera ykkur forvitin þá er ég búin að ákveða hver næsta hönkið á að vera og verð að segja að hann er bara nokkuð myndarlegur þó ég segi sjálf frá.

Hvað er með þessa þoku alltaf, ég hélt að það ætti að vera geðveikt gott veður í þessari viku svo ég geti byrjað að mála húsið heima að utan en ég nenni þvi ekki ef það er engin sól. Já og svo er það helgin sem er framundan það eru eingin plön fyrir hana nema að vera bara í afslappelsi og hafa það gott. Fara eitthvað út með myndavelina mína og leika mér. Er því miður ekki búin að vera nógu dugleg að leika mér á hana upp á síðkastið en fer að breyta þvi. Nóg komið af bulli bæ.

mánudagur, júní 18, 2007

Góð helgi


Þetta var ein best helgi ever, það var ekkert smá gaman í raftinginu. Mæli með því við alla að fara í rafting. Vá þetta var ekkert smá gaman og ég fékk hana Mæju vinkonu til að koma með mér sem gerði ferðina bara skemmtilegri. Við vorum sem sagt 9 sem fórum á endanum ég, Mæja, Gummi, Eggert, Pálmi, Teitur, Þröstur og pólverjarnir. Eggert, Gummi og Teitur voru í öðrum bát og á stað sem kallaður er græna herbergið, sem eru stærstu flúðirnar í ánni, þar hvoldu þeir bátnum sínum og ég myndi borga pening til að fá að sjá svipina á þeim aftur þegar þeir komu upp úr vatninu. Skelfingar svipurinn á andilitinu á þeim var óborganlegur. En svo var þetta bara nokkuð skemmtileg fer í alla staði, held að allir hafi farið út í hvort heldur þeim hafi verið hent út í eða þeir farið sjálfviljugir. Síðan var að sjálfsögðu fengið sér bjór og smá næring að lokinni ferðinni og svo fórum við í bæinn og bögguðum mömmu og Kidda og fórum svo heim. Ég fór svo á djammið með Helgu, Önnu og krökkunum það var rosa gaman kíktum svo á Eggert heim til hans og fór svo í bæinn. Það var fínt í bænum ....

Annars var þetta bara nokkuð góð helgi og ég held að það sé vegna þess að ég fann svo góðan hönk á föstudaginn. Annars þá er ég að fara í klippingu í dag það verður gaman og gott enda alveg hætt að ráða við hárið á mér. Svo veit ég ekki hvað ég geri í kvöld líklega ekkert enda allir góðu þættirnir búnir eins og Grey´s og Heroes, nú eru mánudagar ekkert skemmtilegir lengur. En jæja heyrumst á morgun.