föstudagur, júlí 13, 2007

Nýtt hönk:)


Já eftir að hafa hangið á mér og beðið mig endalaust um að fá að vera hönk vikunar, gat ég ekki annað en leift honum að vera hönk. Enda er hann nú með nafn sem gefur til kynna að hann sé nú smá hösler:) :) En þetta er hann Gerald vinnufélagi minn. Verð að segja að hann er nú bara nokkuð góður í Zoelander svipnum.
En ég fékk tilboð í svona sæta kisu í gær og ég er alveg að deyja mig langar svo í hana, en að sjálfsögðu vill mamma ekki sjá hann, henni finnst hann ljótur. En kötturinn er ekki handa henni heldur mér. Mig er búið að langa í svona kisu svo lengi og ég get nú ekki bara fengið mér kisu þar sem ég bý nú ennþá hjá ma og pa. Þannig leið og ég er flutt að heiman þá ætla ég að fá mér svona kisu. Einnig ef þið hafið einhver ítök með gömlu þá megið þið alveg reyna að samfæra hana um að ég megi fá hana Bitu litlu:)
Annars þá er ég að fara í matarboð til Heiðrúnar í kvöld og svo í afmæli til Kristínar á Laugardaginn þannig það er nóg að gera um helgina.
Reddið mér þessum ketti:) :)

fimmtudagur, júlí 12, 2007

Er til eitthvað sætara en þetta!!!!
















Hæ mig langar suður um helgina:)


Er einhver til í að koma með mér suður um helgina og ef ekki vill þá einhver koma með mér í útileigu? Og það sjá það allir að maðurinn er ber á myndinni og hann er ekki í sokkum. Það er alveg á hreinu, ég nebblega þekki hann. En hver verður næsta hönk, Gerald er búin að biðja um að fá að vera næstu, eru allir sáttir við það?:)

Annars var ég heima í gær með illt í maganum og er reyndar ennþá illt í maganum en ekkert eins og mér var í gær. Mig langar svo að gera eitthvað um helgina og svo er það spurninginn hvað á að gera um versló mig langara kannski að gera eitthvað um versló:)

Alla vega þá hef ég ekkert að segja nema einhver fara með mér suður um helgina:):)

þriðjudagur, júlí 10, 2007

Það er ekki beðið um lítið


Síðasta áskorun var sú að ég myndi finna mynd af honum Josh nöktum, og ég verð að segja að ég hafi staðið mig nokkuð vel, ekki satt? En þá er ég að sjálfsögðu að tala um myndina hægra meginn, hin var bara með upp á gleðina. Þetta hefði komið upp í gær ef það hefði ekki verið svona mikið að gera hjá mér en svona er þetta bara stundum.

María mín ef þú lest þetta þá verðum við að fara að hittast heima hjá henni Völu og hafa spjall. Maður má nú ekki alveg gleyma skólafélögunum.

Annars er bara þokkalegt að frétta, er reyndar nett slöpp með smá hausar og svona en vonandi er það bara eitthvað sem líður hjá þegar líður á daginn. Hef í raun ekki mikið að blogga um þessa stundina þannig þá er bara best að hætta og leifa myndinni að tala sínu máli:)