fimmtudagur, júní 29, 2006

Meira blogg


Já þið hélduð kannski að það yrði enginn hönk í dag, en nei það myndi ekki ganga upp því maður verður að fá sinn skammt af sexy hvern dag og ekki gerist það í vinnunni. Já ég er ekki að grínast það er til endalaust af myndum af þessum manni og hann er alltaf jafn sexy, jafnvel þegar hann er að reykja. Það er magnað hvað þessi maður er sexy maður verðu aldrei þreittur á að horfa á hann.
Annars var ég geðveikt dugleg í gær fór heim úr vinnunni kl 2 og þreif þá húsið fyrir mömmu og fór svo kl 4 til Heiðdísar og var að mála til kl 7. Sofnaði svo bara snemma. Það var helvíti fínt. Ég vit ekki hvað á að gera um helgina nema það að horfa á fótbolta á fösudaginn og laugardaginn svo verð ég bara að spila þetta eftir eyranum og gera eitthvað skemmtilegt meðan það er enginn fótbolti. Það er að vísu eitt sem er að bögga mig þessa helgi og það er peningaleysi ég er orðin svo fátækur þessa síðustu og verstu daga. En ég er líka að spara fyrir ferðinni minni ég get ekki beðið eftir að fara bara að segja ykkur það einu sinni enn þið hafið gaman af því ekki satt. En best að fara að þykjast vinna smá:)

Kisarnir mínir
















Já þetta eru kettirnir mínir, sá fyrri heitir Snúður en ég kallaði hann alltaf Grúber, veit að það passar ekki beint saman en það passaði við hann. Hann var svolítið styggur kisi en það var bara í nösunum á honum en hann var alger veiði kisi og kom heim með fullt af fuglum og þegar þeir voru farinir þá kom hann bara heim með eitthvað annað, rusl, sokka og dót. Það var keyrt á hann Grúber annan í páskum. Þá fékk ég mér nýjan kisa eða kisa sem vinkona mín átti og ætlaði að lóa. Hann hét Óféti en svo kallaði ég hann Klóa. Hann var alger rageit og enginn veiði kisi, hann vildi bara láta kela við sig allan daginn og sofa. Það var keyrt á Klóa á laugardaginn 24 júni. Já þetta kannski sínir að ég á ekki að eiga kisu, því þeir dóu með tveggja og hálfsmánaðar milli bili. Já ég verð kannski bara að fá mér inni kisa eða bara að sleppa þessu.

miðvikudagur, júní 28, 2006

HM allt að gerast!!!


Já nú er loksins eitthvað farið að gerast í þessari heimsmeistara keppni í fótbolta. Mitt lið Argentína er að fara að spila við Þýskaland á föstudaginn og svo er það leikur Englendinga og Portúgala sem verður mjög spennandi og þá verður herra myndarlegur að vera með hann Christian Ronaldo. En ég er búin að spá því að Argentína vinni þessa keppni, eða ég vona það:) Ég er geðveikt búin að fá mér frí í vinnunni seinnipartinn á föstudaginn til að horfa á leikinn og svona það verður fínt.
En annars er svo sum ekkert að frétta, fann þessa fallegu mynd af hönki vikunar (vel ungur á henni).
Þátturinn í gær um Supernatural var ekki góður þannig að ef þetta var fyrsta áhorf þá er það ekki að marka og mæli ég með því að að verði horf aftur í næstu viku. Prison Brek er allveg að fara með mig og ég er svo spennt að vita hvernig þetta endar allt saman, sleppa þeir eða ekki???
Já og svo verð ég nú að segja að ég er farinn að hlakka pínu til að byrja aftur í skólanum, veit það er glatað en það er svo gaman í skólanum mínum og svo sakna ég allra vina minna, geðveikt asnalegt að vera með ákvðnu fólki alla daga og svo allt í einu vera ekkert með þeim, það er vírd. En nóg í dag bæ

þriðjudagur, júní 27, 2006

Já hvar er rigninginn!!!

Já ég veit eitthvað skrítin að biðja um rigningu, en það er ekkert skrítið það er orðið svo þurt að það er alltaf sandrok, sem er ógeðslegt að labba í. En það er nú svo sum ekkert búið að vera að gerast, hitti hana Guggu mína í gær hún er ekkert smá spennt fyrir helginni, hún er að fara suður að hitta kærastan. Annars er rosalega lítið að frétta, ég er eiginlega bara dottin inn í það að geta ekki hugsað um neitt annað en það að ég er alveg að fara út.... spenna.
En hvað er með þennan gaur hann er svo svalur, ég var að skoða af honum myndir og það skiptir eiginlega ekki máli hvaða mynd maður tekur af honum því hann er alltaf jafn svalur:) jummmm
Já ég ætlaði að blogga smá til heiðurs kisunum mínum í gær og þá bara virkaði netið mitt ekki og ég gat ekki einu sinni sent mér myndir í vinnuna, reyni að redda þessu í kvöld:)
En já svo er uppáhalds þátturinn minn í kvöld Supernatual, má ekki missa af honum. Það er eins gott að hann verði spennandi í kvöld. Svo er Prison Break líka og ekki má missa af því, nei það er næst síðasti þátturinn í kvöld, mæli með að allir horfi á tvið í kvöld. En best að vinna smá fyrir hádegi...

mánudagur, júní 26, 2006

Nýr Gaur

Já þá er komin nýr hönk þessa vikuna, þessi er nú ekki slæmur, hann Collin Farrel. Já ferekar þéttur þessi. Það er einnig búið að ákveða hver sá næsti verður og ég eiginlega hlakka bara til, en þessi vika verður ekki slæm heldur. Hér kemur allt um Collin Farrel. Hann er fæddur í Dublin á Írlandi þann 31 May 1976. Hann er yngstur þriggja systkyna. Pabbi hans var atvinnumaður í fótbolta. Collin var valin 6 fallegasti maður í heimi árið 2003. Hann eignaðist son sinn 12 september 2003. Hann hefur þjáðst af svefnleysi síðan hann var 12 ára gamall. Hann talar frönsku og þýsku. Hann er búin að leika í nokkuð mörgum myndum og þá ber hæst að nefna S.W.A.T., Alexander, The Recruit og að sjálfsögðu Tigerland. Eins og allir vita drekkur hann hóflega og hefur að sjálfsögðu aldrei reykt... nei smá grín hann væri ekki svona mikið bad boy ef það væri satt. En hann er búin að vera með öllum gellunum í Hollywood, gott hjá honum segi ég.
En þá er það ég, ég gerði bara sem minnst um helgina alveg eins og ég sagði. Var bara að hjálpa systir minni að mála og brann á hálsinum. Annars gerði ég bara sem minnst og hafði það bara þokkalegt. Það hefur nú samt sýnt sig að ég á ekki að eiga kisur það er bara keyrt á þá, eins og var gert síðast þegar kisinn minn dó og um helgina var keyrt á nýja kisan minn líka. Segi ykkur meira frá því á morgun. En þetta er nóg í bili bless