þriðjudagur, júlí 25, 2006

Engin mynd í dag

Já það er engin mynd í dag það er eitthvað bilið. En það gerir morgundaginn bara meira spennandi, ekki satt. En það er alveg ágætt að vera komin heim, er að spá í að kaupa mér bíl áður en ég byrja í skólanum en svo fæ ég svona bakþanka og fer að hugsa um allt djammið sem ég get stundað fyrir peningin, en það þýðir víst ekki að hugsa svona. Annars er bara allt gott að frétta nema ég er eitthvað farinn að missa minnið en óþarfi að fara út í það hér. Annars á þetta að vera frekar ömurleg vika því það er bara þoka allan daginn, það er ekkert smá leiðinlegt og kalt. Þegar það er svona kalt þá vildi ég að ég væri ennþá í útlöndum í hitanum sem var að grilla mig. Heiðrún var að prufa nýjan bíl í gær vonandi að henni lítist á hann og jafnvel kaupi sér hann:) Það er svo margt sem ég ætla mér að gera áður en ég byrja í skólanum og það er alveg að fara að byrja skóli á ný. Tíminn líður allt of fljótt. En best að fara að vinna smá

mánudagur, júlí 24, 2006

One tree hill gaurinn

Já þá er ég komin heim frá Sviss og það var geðveikt gaman og ógeðslega heitt allan tíman. Þetta var samt svo gaman við skoðuðum alveg helling og fórum í geðveikan aqva park og sáum kastala og svona svo var verslað smá:) ekki mikið bara smá...
Ég er búin að vera alveg tóm í morgun og var búin að gleyma þessu bloggi og síðan vissi ég ekkert hver átti að vera hönk vikunar, þannig ég ákvað að hafa bara engan hönk vikunar heldur bara einn og einn þessa vikuna og ef það er einhver sem ykkur langara að sjá hérna í þessari viku þá er bara að setja inn óskir.
En þetta er hann Chad Michel Murray sem leikur Lúkas í One tree hill. Hann er allt í lagi enn ekkert rosalega flottur en það er allt í lagi er það ekki svona meðan maður er að ná sér eftir allt ferðalagið.
Ég verð meira að segja að segja að ég er búin að vera rosalega þreytt eftir þetta því við löbbuðum rosalega mikið í þessari ferð og það er rosalega erfitt að labba í 30 til 35 stiga hita (mæli ekki með því) En það gekk allt eins og í sögu í þessri ferð og allir voru bara vinir, sem er mjög gott enda þakka ég þónokkuru magni af brennivíni fyrir það:) En er að fara í mat heyrumst