föstudagur, ágúst 04, 2006

Versló

Ég er ekki að grínast hann er jafnvel myndarlegur slasaður og glæpamannslegur, þetta er svona bad bay sem er í raun ekkert bad bay, bara ljóðskáld og svoleiðis... En það skiptir ekki öllu máli hann er nákvæmlega það sem við viljum að hann sé hann er jú kvikmynda stjarna. En ég er ekki að trúa því að það sé komin versló og þetta er síðasti vinnudagurinn, jey svo spenntur.
Annars kom hún Matta í gær og plokkaði mig og Mömmu og var svo í mat hjá okkur, Binna, Kristín og Viktor voru líka í mat hjá okkur. Svo kom Birgitta nýgifta og við spjölluðum heillengi saman úti á svölum í góða verðrinu:)
Já það verður vonandi gaman um helgina það er alla vega nóg að gera og nógu margir til að gera það með... djók en ég spái því að það verði um 20 þúsund mans hér um helgina sem er í raun allt of mikið af fólki en eins og maður segir alltaf more the marrier. En verð ég ekki að fara að vinna aðeins því það er síðasti dagurinn fyrir helgi og svona, sjáumst um helgina...

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Það er komin fimmtudagur!!!

Já það er einn til tveir dagar eftir af þessari viku og þá er komin verslunarmanna helgi og allir koma norður til að djamma því allt góða veðrið er hér og það verður geðveikt gaman... Annars er ég viss um að þetta verður bara eins og hver önnur helgi nema með fleira fólki sem er fyrir mér og truflar mig í umferðinni (segir sú bílprófslausa). En já ég verð að komast að þessu með með bílprófið mitt bráðum, hvar ég á að ná í það og hvernig.
Já vonandi verð ég búin að finna mér bíl eftir helgi eða um helgina. Svo náttúlega vara ég alla við perrunum sem eru hér á AK þeir eru stórhættulegir:) Nei nei veit ekki hvað ég er að bulla, ég er bara að bíða eftir því að fá að vita hvað ég á að gera í vinnunni, annars er ég ekki að gera neitt.
Ég er ekkert búin að sjá hann frænda minn í þessari viku en vonandi sé ég hann bráðum hann er svo mikið krútt. En það er spurning hvað verður gert á morgun og verður það ekki alveg rosalegt.... bæ þangað til á morgun...

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Tímin líður hratt

Já þetta er sko skítug mynd af honum Viggo Mortensen, þetta er alveg eins og ég vil hafa hann, nett skítugan og fínan. Það er samt komin miðvikudagur og vikan er alveg að verað búin og Heiðrún fer á morgun og nær í bílinn sinn og vonandi er þessi bíll sem ég er að fara að skoða fínn bíll sem ég get keypt mér og verið rosa ánægð:) Annars er það farið að laumast að mér að það er að koma versló og ég er svona að átta mig á því að það á eftir að vera helvíti gaman um helgina. Mamma er reyndar að gera mig brjálaða með lagitil kjaftæði, hún er eitthvað tens yfir því að versló sé að koma og að hún gæti fengið gesti og það er sko allt í óreiðu heima hjá henni og hún á engar kökur til að gefa þeim eða neitt... gamla er að brjálast.
Annars fann ég alveg helling af nýjum hönkum áðan, skil ekki hvernig ég gat gleimt þeim í síðustu viku og haft engan, ég sóaði heilli viku.
Já svo ætla ég að óska öllum til hamingju með Skattinn sinn ef þeir fengu einhvern, ég fékk smá skatt, bara sátt við það. Annars þá verð ég að vinna smá ekki satt, það er samt allt að fara að gerast það er einn dagur í versló....

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Já vikan líður fljótt

Guð sé lof að þessi vika ætlar ekki að vera lengi að líða, ég hefði ekki nennt því verð ég að segja. Já til hamingju Heiðrún með að vera búin að ákveða hvaða bíl þú villt ég er hrifin af honum og vonandi er hann í góðu lagi og allt eins og það á að vera:)
Það er nú búið að nefna litla frænda minn hann mun eiga að heita Viktor Smári, ég er svo hrifin af honum nafna mínum að ég er að springa:)
Annars er svo sum ekkert merkilegt að frétta af mér, ég fann einn ágætis bíl á netinu í gær og pabbi er að tékka á öðrum. Þannig þetta er allt að gerast var hins vegar að spá í einu því það er laugardagur þegar ég á að fá bílprófið mitt, ætli ég nái í það á löggustöðina, æi ég kemst að því seinna en það eina sem ég veit er að ég er að fara að fá bílpróf og ég er svo spennt:)
Vonandi verður geðveikt gaman á djamminu um helgina ég á víst að vera allsstaðar og ég verð bara að bjarga því eða velja mér skemmtilegasta partyið og setjast þar að:) kemur í ljós.
Svo er hún Gugga mín komin heim úr Reykjavíkinni þannig ég þarf að fara að hitta hana og heyra hvernig það er að vera orðin gift kona og hætt að djamma:) nei bara að grínast það er ekki alveg orðið þannig ennþá en ef ég skertst ekki í leikin og kem gömlu á djammið þá er ég hrædd um að hún sé farinn... En nenni ekki meiru verð að vinna smá:)

mánudagur, júlí 31, 2006

Viggo Mortensen


Já eins og einhver sagði forðum daga, betra er seint en aldrei og ég var að spá í að hafa þennan fallega mann sem hönk vikunar. Hann er reyndar bara myndarlegur þegar hann er pínu skíktugur og illa til hafður (að mínu mati). En það er nú ekki búið að ganga allt of vel síðan ég kom heim, mér tókst það sem líklega engum mun takast nema mér, það var það að ég stakk A4 blaði í augað á mér og er búin að vera með nettan lepp síðan á miðvikudaginn....
En annars er bara allt gott að frétta, ég er búin að komast að því hvað litli frændi minn á að heita en ég ætla ekki að segja það stax. Það á að vera leindó aðeins lengu. Já ég er nú ekki einu sinni að fatta að það er að koma verslunarmannahelgi og það kemur hitabilgja á sama tíma þannig að þetta verður geðveikt góð versló.
Ég get ekki beðið það veruður svo gaman, svo var ég að spá í að kaupa mér bíl og vonandi verður hann flottur, pabbi er að hjálpa mér loksins eftir að hafa streist á móti í nærri 2 mánuði. Þannig vonandi verð ég komin á bíl þegar ég fæ bílprófið mitt þann 19 ágúst. Já þá verður sko gaman bara eins og að eiga auka afmælisdag, en nóg í bili bæ