föstudagur, ágúst 24, 2007

Goran Visnjic


Þessi maður átti að vera síðasta hönkið mitt, þar sem ég er að hætta í vinnunni og er að fara í skólan. En þar sem ég þarf eitthvað að mæta í vinnuna í næstu viku þá hef ég planað að setja bara einn hönk á dag. Þetta gerir mér kleift að setja eitthvað af þeim hönkum sem eiga bara eina góða mynd eins og hann Goran. Þá meina ég mynd sem er cool. En annars er allt gott að frétta, brjálað að gera á myspace núna allir að búa sér til síður og maður verður náttúrulega að adda þeim öllum og commenta. En það er grill hjá Önnu í kvöld og ég vona að sem flestir mæti svo það verði gaman hjá okkur. Ég veit það verður gaman hjá okkur þar sem ég verð á svæðinu og María allavega hlógum við alveg helling hjá Völu þegar við vorum að rifja upp nokkra high lighta. Annars á þetta bara að vera róleg heita helgi, þá meina ég næstu 2 dag eða laugardagurinn og sunnudagurinn verða rólegir, örugglega af því ég verð svo þunn en það er bara gott:) Ég verð að venja mig við þar sem ég og Óli Steinar ætum að vera nokkuð full í vetur, allavega duglegri en síðasta vetur:) Þetta verður æði:)

En já best að halda þessum skemmtilega ekki síðasta vinnudegi áfram. Bæ í bili.

þriðjudagur, ágúst 21, 2007

Þessi vika verður eilífð


Ég er að springa ég nenni ekki að vinna meira, talandi um að vera löt. Get bara ekki beðið eftir því að byrja í skólanum. Annars er bara fínt að frétta ennþá bara ánægð með reykjavíkur ferðina. Reyndar er tansi núna að bögga mig þannig ég verð að fara og láta hann líta á geiflurnar. Það á nú eftir að kosta annan handleggin, þannig það var gott að ég var búin að eiða öllum peningunum mínum i Reykjavík:)
Mamma tók bara vel í það að ég fengi mér nýjan bíll hjá bílaleigunni. Þannig þá er bara að tala við pabba og heyra hvað hann hefur að segja. Já það væri æði ef þetta gerðist.
Guðrún ég skal skoða myndir af honum Bond, en ég er eiginlega búin að finna þann sem á að vera loka hönkinn:) en það má alltaf vera með alla agna úti. Já það er lika aldrei að vita nema maður verði virkari í skólanum í ár, hvað bloggið varðar. Allavega þarf ég að vera duglegri á myspace fyrir hana Sigrúnu og Haffa. Talaði einmitt við hann í morgun, hann var bara hress og hlakkaði til að byrja í skólanum. Oh ég öfunda þau að vera í útlöndum. Og ég á eftir að sakna þeirra í skólanum. Þetta verður öðruvísi ár, en vonandi skemmtilegt. En bæ þarf að vinna.

mánudagur, ágúst 20, 2007

Bara nokkuð góð helgi


Já ég skellti mér bara suður um hegina með henni Binnu systir og við skemmtum okkur bara nokkuð vel. Versluðum og svona, þó nokkuð. Ég er allavega ánægð með versluninna:) Svo hittum við hana Guðrúnu og Fjölskyldu og fórum með þeim á Miklatún á tónleika og fórum svo með þeim að horfa á flugeldasýninguna. Þannig þegar við komum heim vorum við svo þreittar að við varla komumst inn um dyrnar. Og vorum sofnaðar eins og skot. Fengu að gista hjá Möttu og Elvari og svo vakti Binna mig rétt fyrir 9 og vildi fara að leggja af stað heim. Vá hvað mig langaði að lemja hana í rot svo hún svæfi aðeins lengu. En allaveg þá lögðum við af stað heim kl 10 og vorum komnar heim rétt yfir 2 sem er nokkuð gott. Lagði mig svo bara seinnipartinn.
Annars er ekki mikið að frétta annað, skólinn að byrja og það er smá bekkarparty hjá henni Önnu á föstdaginn, sem verður geðveikt skemmtilegt. Allir að taka myndirnar sínar með síðan í Riga:) Erla frænka er byrjuð að vinna og ég er að reyna að hjálpa henni að komast inní hlutina en ég tala víst svo hratt að eiginn skilur mig:) Nei bara grín. Já það er bara vika eftir af vinnunni og svo tekur skólinn við. Já hvað tíminn líður fljótt.
Svo langar mig ótrúlega mikið í Golf eins og ég var á í Reykjavík, það var ekkert smá gott að keyra hann. Ég er ekki viss um að pabbi og mamma taki vel í það þannig kannski ég bíði þangað til næsta sumar, eða kanna málið hvort þetta er mögulegt:) En allaveg þá þarf ég að vinna aðeins meira í dag þannig bæ í bili og sjáið alla hnífana:)