miðvikudagur, júlí 05, 2006

HM í fótbolta

Já ég veit að ykkur finnst ég kannski pirrandi með allan þennan fótbolta en ég verð bara að segja það að ég vildi ósk þess að leikjunum væri ennþá lýst á SKY eða eins og þeim var lýst þegar skjár einn tók við fótboltanum, það er alveg glatað að horfa á leik og allan tíman heldur maðurinn sem er að lýsa leiknum leiknum með öðru liðinu, ég hélt að það væri skilda hvers fréttamanns hvort heldur frétta eða íþrótta að segja frá hlutunum á eins hlutlausan hátt og hægt er. En það er greinilega ekki hægt meðal íslensku íþróttafréttamannanna, þetta er alveg ömurlegt að það geti ekki verið hægt að horfa á leik án þess að það sé einhver fárálingur að segja brandar og reyna að vera finndin og ég veit ekki hvað, stundur er bara betra að halda kjafti (afsakið orðbragðið) en ég er komin með nóg nú ætla ég að hvetja alla til að sega upp sýn og þess háttar þar sem maður þarf að hlust á þessa hálfvita og fara bara frekar á pöb og fá sér bjór og horfa á leikinn á SKY mun betra þar eru þó lýsenurnir hlutlausir og segja bara frá því sem þeir sjá ekki það sem þeim finnst, því mér kemur í raun bara alls ekkert við hvað honum finnst. Vona svo að Ítalir vinni þessa keppni og að þetta þurfi ekki að vera svona í framtíðinni. Ég ætla allavega ekki að verða svona fréttamaður...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þú tekur þessa menn í gegn þegar þú ert búin að læra. Sýnir þeim hvernig á að gera hlutina :)
17 stiga hiti kl. 8:47. Búin að láta mömmu búa til sumarbuxur úr gömlum buxum. Allt að gerast