föstudagur, ágúst 03, 2007

Versló !!!!


Loksins er þessi dagur komin og ég er að springa úr gleði og dagurinn er nú ekki að líða neitt rosalega hratt. Ég fór í ríkið í gær og verslaði fyrir helgina það var gaman. Frétti svo hjá mömmu að hún hefði leift Heiðdísi systir að vera í sveitinni um helgina en ég sagði sko að ég hefði beðið fyrst og spurt alla í fjölskyldunni, þannig ég á réttinn. Fyrstur kemur fyrstur fær:) Allavega mamma ætlar að segja henni að við ætlum að vera þarna ekki hún.

Annars var ég að spá í að kíkja út á djammið með Söndru í kvöld, vonandi verður það gaman. Hlakka pínu til og svo er ég ekki að nenna bæjar djammi því ég er svo ákveðinn í útileigunni minni:) en þetta verður fínt.

Það er ógeðslega óholt í matinn í dag (Berneshambó) og ég ætla svo að fá mér að það er ógeðslegt. Og mér verður örugglega óglatt eftir hann en hann verður góður. Það er frekar lítið að gera í vinnunni en ég get bætt úr því þegar ég nenni og geri það líklega þegar ég er búin að skrifa þetta bull:) ok

En Brad Pitt varð fyrir valinu sem hönk verslunarmannahelgarinnar. Verð að segja að hann er ansi fine á þessari mynd. Njótið hans vel og hafið það gott um versló. Ekki djamma of mikið og gangið hægt um gleðinnar dyr.

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

1 dagur




Já já þið fáið eina mynd dag og svo kemur hönk vikunar. Þetta er geðveikt það er að koma Versló og ég að fara í frí. Í kvöld ætla ég að fara á Hvanndalsbræður með vinnunni og skemmta mér konunglega, ef fólk vill með þá endilega mæta. Annars er bara brjálað að gera í vinnunni allir að vinna upp fyrir helgina og svona. Við vinkonurnar ætlum að kíkja í sveitina um helgina og slappa af og grilla og hafa gaman. Mæja og Sverrir ætla að mæta og ég held að það verði vara fjör hjá okkur. Kunnið þið einhverja leiki sem hægt er að fara í út í sveit, bæði úti og inni. Ég mun sörfa um netið á eftir og finna myndir til að hafa um helgina og ég lofa hún verður djúsí. Jæja verð að halda áfram að vinna og vera dugleg. Heyrumst.

þriðjudagur, júlí 31, 2007

4 Dagar


Já það var nú gaman að kíka í neglur til hennar Birnu í gær, hún er að fara til Spánar, ég var að spá í að vera í töskunni hjá henni. Annars líst mér ekkert lengur á þessa versló, það er bara spáð rigningu alla helgina nema í Reykjavík. Ekki gott og vonandi breytist spáinn þegar líður á vikuna. Annars er bara allt gott að frétta og ég er að fara í smá frí sem ég er búin að þrá lengi og þegar það er búið þá eru bara 2 vikur í skólann. Vey get ekki beðið. Ég var reyndar að spá í að það þarf að halda smá upphitunar party hjá bekknum mínum áður en við byrjum í skólanum. Það yrði geðveikt. Vonandi sér Anna bara um það.

En Gugga mín ég er nú bara sammála þér með hann Stuart Townsend, hann var ansi myndarlegur og vel þess virði að kíkja á myndir af honum. En endilega haldið áfram að koma með tillögur um Vesló hönkinn. Hann verður að vera djúsí. En Gugga ertu að fara suður bráðum? Ég vissi það ekki, hvenær ferðu og gangi þér vel í prófunum.

Ég er ekki tilbúin að setja mynd af honum að kissa Jessicu því ég sé hann ennþá með henni Cameron, hún er svo miklu sætari en Jessica. Vá talandi um að taka niðurfyrir sig. Ég held að ég haldi bara áfram að setja fallegar myndir af þeim, sem mér finnst flottar og vonandi ykkur. Jæja er þá ekki komin tími til að hlusta á veðrið og krossleggja fingurnar fyrir góðu veðri. Bæ í bili.

mánudagur, júlí 30, 2007

Það er að koma Versló


Gaman gaman um versló, er örugglega að fara í Ásbyrgi og slappa af eða þá að verð ég bara í sveitinni að chilla í pottinum. Var þar um helgina og ég er ekki frá því að ég hafi bara brunnið smá á höndunum. Það var ekkert smá gott veður þar og allir á svæðinu að skemmta sé, fara í pottinn, leika sér á fjórhjóli og sóla sig. Geðveikt. Annars eru bara 4 vikur þangað til ég byrja í skólaum eða 27 dagar þangað til ég hætti að vinna og 29 þangað til ég byrja í skólanum. Ég get ekki beðið.

Fór aðeins út með Heiðrúnu um helgina og hitti Berglindi, Valgerði og Gunnhildi og skemmti mér bara alveg ágætlega, fór samt snemma heim að sofa. Annars var þetta rólyndis helgi og góð afslöppun fyrir næstu helgi. Það verður sko gaman um versló.

Í sambandi við þessa áskorun þá er ég að spá í að sleppa þessari áskorun ég er ekki með hönk vikunar til að gera lítið úr þeim, heldur til að láta fólk hafa gaman af þeim. Mig vantar reyndar hugmyndir um næsta hönk, hann verður að vera mjög myndó því hann þarf að lifa alla verlsó alveg einn og óstuddur. Þannig leggja í bleiti og koma með góðar hugmyndir:) Jæja bæ í bili.