föstudagur, júní 01, 2007

Alltaf nýtt hönk á Föstudögum


Já mér datt þetta snildar ráð í hug að hafa alltaf nýtt hönk á föstudögum þannig að það sé hægt að fara út í helgina með eitthvað fallegt í huga. Ég finnst þetta frábær hugmynd hjá sjálfri mér. En Hönkið í dag er hann Skeet Ulrich sem leikur hann Jake Green í þáttunum Jericho. Sem eru frekar spes þáttur en samt er ég alltaf föst við hann til að fá að vita hvað kemur næst fyrir þetta vesalings fólk og af hverju geriðist þetta.... En hann Skeet er fæddur þann 20 janúar 1970 í Virginia í Bandaríkjunum. Hans raunverulega nafn er Bryan Ray Trout en við skiljum vel afhverju hann skipti um nafn. Hann er hvorki meira né minna en 1.83 á hæð og það er nú bara nokkuð gott í heimi leikaranna. Hann er með ör á bringunni frá því hann var 10 ára þegar hann fór í hjartaaðgerð til að laga aðra lokuna í hjartanum. Hann á tvíbura strák og stelpu sem fæddust 9 mars 2001. Hann er búin að leika í nokkrum myndum um ævina. Allir muna nú eftir fyrstu Scream og svo lék hann í myndinni The Craft og svo verður náttúrleg að nefna það að hann lék í Teenage Mutant Ninja Turtles. En hann er núna að leika í þættinum Jericho og að mínu mati er hann að standa sig vel.

En ég er víst að fara í sumarbústað um helgina og ætla bara að chilla alla helgina með mömmu, pabba, Binnu, Svenna, Kristínu og Viktor. Þetta verður helvíti notalegt. Síðan er ég búin að borga ljósmyndanámskeiðið mitt, get ekki beðið eftir því að byrja á því. Annars er það ekkert fleira sem ég hef að segja nema bara hafið það gott um helgina og heyrumst aftur eftir helgi.

fimmtudagur, maí 31, 2007

Er ég ekki fín


Já er ég ekki fín á þessari mynd, en það sem ég er að reyna er að setja þessa mynd af mér í profilið mitt en það gengur ekki rosalega vel þannig ég ákvað bara að hafa hana hér svo allir gætu séð mig:) Ég er alveg að fíla þessa klippingu á mér, verð að fá hana aftur....

Hvað haldiði vikan er að verða búin


Já vikan er að verða búin og það er aftur að koma helgi. Ég veit ekkert hvað ég geri um helgina en það verður örugglega eitthvað skemmtilegt. Síðan var ég að skrá mig í Rafting í vinnuni, við förum 16 júni um morguninn þannig ég get samt farið í afmælið hennar Ingu. Það verður örugglega geðveikt gaman ég get ekki beðið. Við förum í austari ánna sem er stærri vá ég get ekki beðið. Í gær fór ég bara á línuskauta og var bara þokkaleg, Heiðdís systir datt en gerði það mjög vel. Síðan fór ég til Maríu og við gerðum skýrsluna okkar fyrir Erassmus og horfðum svo á The Prestige sem er bara nokkuð góð kom verulega á óvart margt í henni. Ég mæli með því að þið horfið á hana. Síðan horfði ég á Alpha dog um daginn og hún er líka mynd sem ég mæli með en það var samt pínu erfitt að horfa á hana en það var kannski vegna þess að ég vissi hvað myndi gerast í henni. En góð engu að síður. Ég er að spá í að fara í bíó í kvöld á The Pirates of the Caribbean með Maríu, Heiðrúnu og Brynju. Annars virðist þetta bara ætla að verða frekar leiðinlegur sólarlaus dagur, nei bara að grína þetta er æði ég er alveg að fara i helgarfrí og ætla að nota það til góðra hluta. Jæja Annar var það ekki meira í dag heyrumst á morgun.

miðvikudagur, maí 30, 2007

Mig langar í útileigu um helgina


Já þá heldur þessu vika áfram, ég er búin að fá neglurnar mínar og er ekki enn búin að brjóta neina þannig þetta gengur bara vel. En það á ekki að vera neitt smá gott veður um helgina og mig langar í útileigu. Þannig ef einkver vill koma með mér þá er hann velkomin með, ég veit reyndar ekki hvert ég ætla en það verður öruggleg gaman. Síðan er ég að verða ekkert smá góð á línuskautum, not ég er ennþá hund léleg. En vonandi fer þetta allt að koma.

Ég fór og heimsótti hann litla frænda minn í gær og hann er ekkert smá frekur, ég hélt virkilega að hann myndi springa við matarborðið í gær. En annars er allt gott að frétta. Nema eitt ég var að hjálpa henni Magneu í vinnunni að stofna blogg á svona síðu eins og minni og hennar er miklu flottara en mitt og hægt að gera miklu meira inn á hennar bloggi, ég þarf nú að eiga orð við þessa kalla sem sjá um þessa síðu. Það er búið að vera ekkert smá mikið að gera í dag en ég lifði það af og svo er bara að fara á skauta á eftir og klára svo umsóknina fyrir styrknum mínum til að einga nú smá pening fyrir vísa:) :)

En þá er ég hætt að rausa í dag

þriðjudagur, maí 29, 2007

Ég nenni ekki neinu


Þá er það komið, ég er held ég að grotna niður og deyja úr leti. Ég er að reyna að vera aktív og vera á námskeiðum og þess háttar en ég bara nenni ekki neinu. Og það batnar ekki þegar maður fær langt helgar frí eins og núna og þarf svo að fara að vinna aftur, þetta ætti að vera bannað:) En það er ennþá hönk vikunar og það er áfram hann Milo vinur minn. Rosalega er hann sætur. En ég er að fara á snyrtistofuna á eftir og fá mér mínar langþráðu neglur aftur, ég er búin að bíða svo lengi með að fá mér þær að ég veit ekki hvað. En annars var þetta bara róleg helgi nennti ekki neinu eins og ég sagði áðan, fór reyndar með Brynju, Heiðrúnu og Alís Helgu í böðin í Mývatnssveit það var rosalega gaman og gott, var líka alveg rosalega þreitt þegar ég kom heim en get svo ekki sofnað fyrr en seint og um síðir. Meðan ég er að skrifa þetta stutta blogg er ég búin að fá 5 pósta sem ég verð að fara að svara svo ég geti hætt kl 15:00. Ég er ekki fá því að mér líði betur eftir að muna eftir því að ég er búin svona snemme:) Jæja bæ verð hressari á morgun.