miðvikudagur, júní 03, 2009

Spánn hér kem ég


Vá hvað tíminn er fljótur að líða, ég er að fara út á morgun. Ég trúi þessu ekki og ég er að fara að sjá hana Hermínu Mist í kvöld, get ekki beðið. Ég veit ég er búin að vera kvarta undan því að dagarnir séu lengi að líða upp á síðkastið en þessi dagur er bara eins og skjaldbaka. Og mér finnst ég eiga eftir að gera alveg helling þegar ég kem heim, eftir að pakka (næstum) öllu og svona. En ég fór í bíó með henni Heiðrúnu minni í gær á Let the right one inn, hún var ansi spes, ekki vond en ekki góð heldur - hugmyndin var góð en það var bara svo margt í myndinni sem mér fanst ekki þurfa að vera með í myndinni. En þetta er sænsk vampíru mynd af bestu gerð og var hún nokkuð blóðug - sem er gott. Annars voru nokkrir trailerar fyrir myndina sem ég væri alveg til í að kíkja á í sumar. En það vantar alltaf eitthvað í myndirnar þessa dagana, ég verð aldrei neitt rosalega hrædd, sem er ekki eins gaman og að vera skít hræddur. Maður er mestalagi smá kvektur og svo er myndin búin og ég varð fyrir vonbryggðum. En það skiptir ekki ég er að fara til Spánar á morgun og ég get ekki beðið, liggja á ströndinni og slappa af, já og leika mér. Já og svo er ég ógó sæt fór í klippingu áðan og er geggjað flott, en ég er það náttúrlega alltaf, hehehehe bæ farinn til Spánar, heyrumst síðar.

þriðjudagur, júní 02, 2009

Ég fer í fríið


Já það eru bara tveir dagar þangað til ég verð á Spáni, get ekki trúað þessu. Þetta verður geggjað, get varla beðið. Það er ekkert gaman í vinnunni en dagurinn er samt búin að vera nokkuð fljótur að líða, en það verður ekki eins eftir hádegi það er alltaf þannig. En þetta var bara alveg ágæt helgi ég fór í skýrn hjá Guðrúnu, frændi heitir Ásgeir Helgi, bara nokkuð gott nafn og svo var póker heima hjá mér og Guðrún hafði af okkur alla peningana - good times. Já svo lág leið okkar niður í bæ og einhverra hluta vegna fórum við á Vélsmiðjuna - ég kenni Skúla vini hans Bjarna um - en alla vega það var ekkert svo leiðinlegt þar heldur var bara ólíft þar, það var einhver þarna sem átti bara að vera heima hjá sér - ég er að tala um að það var einhver þarna sem var svo úldin að innan og rak við í gríð og erg - meira að segja söngvarinn í hljómsveitinni sem var að spila hafði orð á þessu - þá er þetta ógeð og þá átt þú að vera heima hjá þér -ÓGEÐ. Já og svo fór ég í partý í MC skál og það var rosa stuð. En svo var sunnudagurinn ekki svo góður en hann slapp til. Bara nokkuð góð helgi að undan skildu ÓGEÐINU. En já ég er að fara til Spána eftir smá stund og ég er ekki einu sinni byrjuð að pakka, veit ekki hvað ég á að hafa með mér en það er 28 til 30 stiga hiti þarna. Bara gott. Jæja heyrumst aftur á morgun.