fimmtudagur, júlí 13, 2006

Smá veisla



Varð bara að hafa smá svona handa ykkur úr því ég er að fara. Og svo fæ ég bara ekki nóg af þessum manni og það eru til endalaust af myndum af honum....

Ég fer út á morgun

Það er allt að gerast, við erum að fara út á morgun og það er allt of langt þangað til. Þessi síðasti vinnudagur ætlar að vera alveg helvíti lengi að líða alveg eins og ég vissi, finnst ég vera búin að vera hér í heilan dag en er víst bara búin að vera í klukkutíma... ekki gott.
En vá hvað þessi maður er sexy ég vildi að ég væri að fara út að hitta hann. Þessi mynd minnti mig á það þegar hann lék í Blow hann var svo flottur í þeirri mynd að það var ekki þurt sæti í bíóinu. Svo fékk ég smá ábendingu um daginn, að ég hefði gleimt að tala um bestu myndina hans eða Cray Baby, það er klassa mynd.
Já ég er að verða tilbúin búin að þvo öll fötin sem ég ætla með og búin að strauja og brjóta saman og svona það eru eiginlega bara litlu hlutirnir sem eru eftir, tannbusti og svonleiðis. Og að sjálfsögðu að fara aðeins í ljós áður en ég fer, var að spá í að fara í fyrramálið áður en ég fer, já og svo fer ég vonandi í flugvél geðveikt þarf ekki að sitja í bíl í 4 til 4 1/2 tíma, það er það leiðinlegasta sem ég geri sérstaklega þegar ég er spennt og þarf að drífa mig eins og ég mun vera á morgun. Þetta skal vera svo skemmtileg ferð og ég ætla að sjá um að skemmta mér sjálf allan tíman, því ég er best í því, ekki satt. Jæja var að spá kannsi verður þetta síðast bloggið í þessari viku og það kemur líklega lítið í næstu þannig hafið það gott og á meðan ég er í burtu. Bæ

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Já nú erum við að tala saman

Já ég get ekki annað en sagt það að þetta er fallegasti maður í heimi. Og gaman að hann vildi vera bera að ofan fyrir okkur sem er mjög gott. En það eru bara 2 vinnu dagar þangað til ég fer til útlanda. ég get bara ekki beðið.
Það magnaðasta sem ég hef heyrt í dag er það að frakkafíflið sem skallaði 'Italan í síðasta leik fær líklega ekki að halda titlinum besti maður leiksins (sem hann átti ekki skilið), þetta eru bestu fréttir sem ég hef heyrt lengi.
Annars er svo sum ekkert mikið að frétta, geri ekki neitt nema að bíða eftir því að komast út. Fór að vísu í klippingu í gær, gerðveikt sátt við útkomuna. Svo er það stóra spurningin eins og alltaf hvað á að fá sér að borða í hádeginu...
Fór reyndar líka í ljós í gær var að spá í að fara aftur í kvöld og hinn, fá smá lit til að það fattist ekki að ég er túristi í útlöndum, þoli ekki þegar það gerist.
Svo þeir sem vilja vita það þá eru kátir dagar á þórshöfn og allraf gaman að fara þangað í útileigu væri sjáf á leiðinn ef ég væri ekki að fara út, mæli með þessari geði.
Annars nenni ég ekki að segja meira er geðveikt þreytt svaf illa og svona.

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Johnny Depp

Já hann Johnny Depp er fæddur þann 9 júní 1963 í Kentuky í Bandaríkjunum. Hann er 1,78 cm á hæð (hélt hann væri minni). Fyrsta myndin sem hann lék í var Nightmare on Elm Street og hefur síðan leikið í alveg helling af myndum síðan og nú síðast í Pirates of the Caribbean sem er ein af bestu myndunum sem hann hefur leikið í (að mínu mati). Hann hefur nú verið við kvennmennina kenndur eins og Kate Moss og Winona Ryder en er nú giftur söng og leikkonunni frönskuVanessa Paradis og eiga þau saman tvö börn þau Lily-Rose Melody og Jack. Hann hefur nú gert margan skandalinn í gegnum ævina og var sakaður um að selja eitulyf á klúbbnum sínum The Viper Room þar sem vinur hans River Phoenix dó fyrir utan klúbbin úr ofstórum skammti. Þegar hann var trúlofaður Winona þá lét hann tattoa á sig Winona forever en þegar þau hættu saman lét hann taka n og a af svo eftir stóð "Wino forerver". (Fíla þetta)
Já það er af nógu að taka með þennan mann hann hefur gert held ég allt sem manni getur dottið í hug.
En nú eru bara 3 dagar þangað til ég fer til útlanda og ég er að springa úr spenningi. Er að fara í klippingu í dag eftir hádegi og gera mig sæta, nenni ekki að fara aftur í vinnuna þegar ég er búin í klippingu en kannski þarf ég að gera það það eru svo fáir í vinnuni. Annars er lífið dásamlegt og svo gaman að vera til þessa daga....

mánudagur, júlí 10, 2006

Já mikið er þessi sætur


Ég held ég þurfi ekki að kynna hann þennan fyrir ykkur er það nokkuð, hann nokkurn vegin segir frá sér sjálfur. En hann Jhonny Depp hefði nú átt að vera löngu kominn hérna sem hönk enda aðal hönkið ekki satt...
Það var bara gaman um helgina gerði alveg helling af mér og hagaði mér eins og fífl, nei bara að grína... en öllu gríni fylgir einhver alvar ekki satt...
Verð að segja að ég get ekki beðið eftir því að fara til útlanda eftir bara 4 daga ég trúi ekki að það sé loksins komið að þessu það er svo langt síðan við plönuðum þetta. En bráðum er biðin á enda, líka bílprófið mitt ég fer nú alveg að fá það aftur eða 19 ágúst get ekki beðið eftir því helgur. Svo seldi Heiðrún bara bílin sem ég ætlaði á suður þannig við þurfum að finna út út því, það ætti nú að vera lítið mál fyrir mig þar sem ég vinn nú á svona bíla stað.
Annar er bara allt gott að frétta og ég hef svosum ekkert meira um það að segja er að fara í klippingu á morgun og svona svo er ég bara að fara í frí og leika mér. Heyrumst þarf að vinna mikið til að vinna upp letina í mér, djók ég er ekki löt...