fimmtudagur, júní 18, 2009

Gaman saman




Já þetta var heldur betur gott afmæli hjá henni Ingu, Gauja systir hennar byrtist óvænt og ég hef ekki djammað með henni heill lengi, það var rosa gaman. En svo var bara mjög gaman hjá Ingu allir í stuði og Beggi litli söng og söng með Bonny Tayler, shitt hvað það var finndið. Svo eldaði Hafþór alveg geggjað góðan mat, hann grillaði fisk - ógeðlega gott. Og svo var afmælisbarnið ekkert smá fínt og sætt:) og minnti alla á að hún ætti afmæli. En svo gerðist það að ég ætlaði að heyra í Heiðrúnu og Maríu og bjóða þeim að kíkja þegar leið á partýið, ég hringi í Heiðrúnu svona um hálf 11 og hún svarar ekki, það fer beint í talhólf. Mér fannst þetta skrítið þannig að ég hringi aftur og það sama gerist. Þá ákveð ég að bíða bara hún sér að ég hringdi. En svo líður og bíður, ég er búin að gleyma að ég var að bíða eftir þeim, þá hringir Heiðrún um hálf 1 og spyr hvort ég sé bara búin að gleima þeim og ég segi þeim að ég hafi hringt en þær hefðu ekki svarað. Við skiljum ekkert en látum þetta bara vera svona. Síðan í morgun þá hringir Heiðrún í mig úr vinnunni og þá var ég búin að vera að hringja í hana í vinnuna allan tíma, ekki skrítið að hún svaraði ekki. Þokkalega rugluð það. En já það var bara rosalega gaman, ég skemmti mér bara vel, var reyndar orðin aðeins of full en ég fór nú bara þokkalega snemma heim. Ég og Hafþór fórum heim til þeirra og þar voru bara allir sofandi nema Gauja sem var að horfa á klovn, þannig ég hingdi bara á leigubíll og fór. Nokkuð gott það. En svo eru að koma Bíladagar um helgina, það ætti nú að vera eitthvað gaman. Ég er nú enginn bíladaga aðdáandi en mér finnst alltaf gaman að fá nýtt fólk í bæinn. Já bara nokkuð gott, heyrumst.

þriðjudagur, júní 16, 2009

Á morgun er 17 júní


Rosalega líður tíminn hratt, það er bara strax kominn miður júní og mér finnst ég nýbúin í skólanum og nýkominn norður. Það er eins gott að fara að nýta tíman betur til að gera eitthvað skemmtilegt næstu daga. Svo var ég að spá að eftir 17 júní þá ætla ég að hætta að borða brauð og kannski mjólkurvörur, allavega brauð. Og reyna að hreyfa mig eitthvað, er búin að vera ansi löt við það upp á síðkastið. En já það er afmæli hjá Ingu í kvöld, það verður örugglega rosalega skemmtilegt. Veit ekki í hverju ég á að vera, Heiðrún vill að ég sé í Moss kjólunum mínum en ég er í öllu svörtu þá og það er ekki mjög sumarlegt, en ég veit ekki í hverju ég á að ver í öðru. Það kemur í ljós. Já gleimdi að segja frá því að hún Gugga mín var að skýra dóttir sína númer tvö og hún skýriði hana Bríet Kolbrún, bara nokkuð fallegt nafn - næstum því það sama og ég og helga stungum upp á að hún myndi skýra hina dóttir sýna, nema okkar var Bríet Klara. Þokkalega stolið, nei djók hehehe ég er findin stundum. Já svo er ég ekki ánægð með það að allir vilja meina að ég sé ekkert brún eftir ferðina, á maður að breitast í svertingja þegar maður fer svona út, mér finnst ég fín fyrir utan að ég er að byrja að flagna, ekki töff. en það lagast. Jæja farinn...

mánudagur, júní 15, 2009

Komin heim í heiðan dalinn


Já þá er ég kominn heim frá Spáni, það var rosalega gaman hjá mér. Þetta var einmitt afslappi ferðinn sem ég þurfti að fara í. Ég gerði í raun ekki neitt nema bara vera heima hjá Binnu og þeim og slappa af, skrapp á ströndina og í sundlaugagarð, annars bara á chillinu. Brann að vísu fyrsta daginn þannig að ég var pínu duglega á sólvörninni eftir það þannig ég er ekkert voðalega skólbrún nema á bringunni þar sem ég brann og bakinu. En það er í góðu lagi ég er brúnni í dag en ég var þegar ég fór. En þetta var geggjað gaman og rosalega flottu staður, væri sko alveg til í að fara þarna aftur. En nú er það bara vinna aftur og tóm gleði, að vísu er 17. júní á miðvikudaginn þannig að þetta er stutt fyrsta vika:) sem er mjög gott. Svo er ég að fara í afmæli til Ingu á þriðjudaginn, gamla er bara að varða 30 og ég veit ekkert hvað ég á að gefa henni. Ef þið eruð með tillögur eru þær vel þeygnar. Annars er það bara snemma að sofa í kvöld, ég er ennþá á Spánartíma og svaf ekki rosa mikið í nótt, ekki gott. Finna afmælisgjöf og svo fara bara heim. En það er gott að vera kominn í sitt eigið rúm og svona, alltaf best að vera á eyrinni. Heyrumst seinna.