föstudagur, júní 16, 2006

Betra seint en aldrei

Já var næstum búin að gleyma að blogga og senda ykkur mynd af myndarlega, svo er ég mikið farinn að spá í því hver eigi að vera næsti hönk vikunar. En það var í gær sem ég, Helga og Gugga fórum út í kjarna til að fá okkru smá hvítvín og skrifa smá ræðu fyrir brúðkaupið hennar Birgittu, sem var rosalega finndinn hjá okkru. En ég verð að seja að síðan Gugga kom heim og ég fór að hanga aftur með stelpunum þá hef ég ekki hlegið svona mikið síðan við hittumst allar síðast. Og í kvöld á að skella sér á Spyrnuna og fá sér bjór og svona, jafnvel kíkja út og haga sér eins og nett fífl, en hafið það gott á 17 júní og hæ hó jibby jey það er komin 17 júní

fimmtudagur, júní 15, 2006

Smá ævisaga


Þá er það bara að halda áfram að segja ykkur frá þessum gaur sem leikur í Prison Break. Hann heitir fullu nafni Wentworth Earl Miller III, hann er kallaður Stinky, Went eða Miller. Hann er fæddur 2 júní 1972. Hann er 1.85 cm á hæð. Hann útskrifaðist frá Prinston háskóla með gráðu í ensku. Vinstra augað í honum er grænt og það hægra er brúnt. Hann er með ofnæmi fyrir Hundu og köttum, einnig ákveðnum tegundum af mat. Hér er eitt af persónulegur "quote"."My father is black and my mother is white. Therefore, I could answer to either, which kind of makes me a racial Lone Ranger, caught between two communities."
Jæja vonandi eruð þið einhvers vísari með þennan gaur, verð reyndar að segja að hann lék víst líka lítið hlutverk í Buffy the Vampire Slayer sem er verra en María Carrey. En nóg með það ég er að fíla þennan gaur í Prison Break ekki bara af því hann er svona myndarlegur heldur einnig vegna þessa að hann er alveg ágætis leikari (að mínu mati).
En já það er ekkert búið að gerast hjá mér síðan í gær gerði ekki neitt nema að vinna og fara heim og gera ekki neitt, vonandi verður meira fjör hjá mér í kvöld var að spá í að heyra í stelpunum og kíkja í kjarna eins og við ætluðum um daginn en gerðum ekki, gæti orðið skemmtilegt. Svo verð ég nú að segja að ég get ekki beðið eftir því að fara á djammið á laugardaginn, það verða allir á djamminu og þá er sko alltaf gaman, vonum bara að það verðið gott veður. Hafið það gott í dag og skemmtið ykkur...

miðvikudagur, júní 14, 2006

Hvað er þetta með veðrið


Já þá höldum við áfram að sýna ykkur hvað maður getur verið myndalegur. Þetta er náttúlega bara ekki einu sinni grín. En hann fær smá strik í kladdan fyrir að hafa leikið í tveim myndböndum með Maríu Carey, en við verðum að fyrirgefa honum fyrir það.
En svo skellti ég mér á kaffihús með Helgu og Guggu í gærkveldi og ég hef bara ekki hlegið svona mikið síðan við vorum að vinna á Crown. Við vorum að skipuleggja brúðkaupsgjafir og eftilvill litla ræðu sem fór smá út í öfgar, en þannig erum við nú bara. Ég er mamma í vinnuni í dag af því að hún fór suður í dag, langaði ekkert smá að fara með henni en það var að sjálfsögðu ekki hægt.
Það er ógeðslegt veður úti ískalt og rignir alltaf smá, ég bíð eftir því að það fari að sjóa. Ég skil ekki af hverju það getur ekki bara verið gott veður svo maður nenni alla vega að gera eitthvð smá, í svona verðri hangir maður bara inni og gerir ekki neitt.
Jæja en munið að fylgjar vel með myndasýninunni hjá mér það mun vera helst ein á dag til að koma skapinu í lag....:)

þriðjudagur, júní 13, 2006

Þokkalega fallergur


Þetta er eins og vonandi allir vita Wentworth Miller, gaurinn í prison break, og hann mun vera hönk vikurnar hjá mér, því hann er svo helvít fine. Endilega commentið á hann og segið skoðun.

The world’s worst blogger

Komin með nýtt blogg, langaði að breyta til, vonandi líst ykkur á þetta. Ætla ekki að vera virkari en ég hef verið þannig að ég mun bera nafn með rentu. Svo var ég að spá í að vera með smá nýjung sem ég stal af henni Sigrúnu en það er að pósta alltaf einhvern hönk í hverri viku, eða bara einhvern sem hefur vakið athyggli mína í þeirri viku. En ég er ekki rosa góð í þessu bloggi þannig að þið verið að vera þolinmóð og góð. The world’s worst blogger