föstudagur, júní 29, 2007

Matthew McConaughey


Er þetta grín ég er ekki búin að hafa Matthew sem hönk vikunar, ég er ekki með öllu malla... ok ég er það náttúrulega ekki. En allavega þá er hann Matthew nýja hönkið og er hann ekki myndarlegur. Hann er fæddur 4 nóvember 1969 í Texas í Bandaríkunum. Hann er yngstur af sínum sistkynum. Hann er írskur að uppruna. Hann er búin að leika í fullt af myndum og er alltaf jafn sætur í þeim öllum, ein af minum uppáhalds myndum er Sahara og svo strax á eftir henni er Reign of Fire. Annars er hann búin að leika í svo mörgum myndum að ég nenni ekki að telja upp fleiri myndur. Þetta virðis ætla að vara nokkuð góður dagur í dag allaveg er hann búin að vera nokkuð fljótur að líða.
Svo fékk ég linsurnar mínar í gær og ég er ekkert smá ánægð með þæ, en nú er bara spurningin hvar er þrífóturinn minn. En allaveg alveg að springa úr monti með nýja dótið mitt:) þarf núna bara að fara að æfa mig.
Helgin verður líklega róleg en er alveg til í eitthvað rugl ef einhver nennir, er opin fyrir öllum hugmyndum nema að fara suður því ég á engan pening. Núna ætla ég í mat hafið það gott í dag og góða helgi.

fimmtudagur, júní 28, 2007

Helgin er að koma!!!


Já þetta er allt að batna þessa dagana, ekki eins illt og mér var þannig skapi orðið betra og ég öll að koma til. Byrjaði á Danska kúrnum í morgun aftur og ætla svo að vera dugleg að hreyfa mig, ég er komin með nóg af því að vakna með feituna:) En annars þá er allt bara gott og helgin framundan og eins og Gerald benti mér á áðan þá finnst mér gott að drekka og mun því líklega gera það um helgina. Svo er það hún sistir mín hún er að fara að gifta sig um næstu helgi og ég er skipaður ljósmyndari, ég vona bara að mér eigi eftri að ganga vel. Hey ætlaði út að hjóla í gær á hjólinu mínu sem er með glæ ný dekk en eitt dekkið var gallað þannig það gekk ekki upp. Frekar fúl þar sem ég ætlaði að vera dugleg úti.

Voruð þið búin að heyra af þessum ógeðslegu drengjum sem drápu hundinn hérna á Akureyi, þeir settu hundin í tösku og spörkuðu svo töskunni á milli sín þangað til hundurinn dó. Guð sé lof þá náðist þetta allt á öryggismyndavél. Ég held að þetta hafi verið hundur stelpunar sem vinnur í Blómaval í dýrabúðinni. Ég trúi ekki að fólk geti gert svona.

En annars þá er þetta síðasti dagurinn hjá hönkinu okkar, en spurningin er sú hver verður á morgun... En nóg af þessu bulli bæ.

miðvikudagur, júní 27, 2007

Miðvikudagur, hvaða dagur?


Einmitt ég verð að segja það að miðvikudagur er enginn dagur, ef ég má vitna í hann Joey vin minn. Það gerist ekkert skemmtilegt á miðvikudögum. En annars er þessi dagur alveg ágætur ekki jafn slöpp og í gær en er núna með feituna á mjög háu stigi. Ekki að fíla þetta með feituna þannig þá er það bara megrun og byrja aftur í danska og fara að hreyfa sig. Heiðrún eða Brynja ef þið viljið koma út að hjóla á kvöldin þá er ég til í það. Annars fer ég bara með mömmu, oj smá sorglegt. Langar að fara að fá dótið mitt sem ég pantaði á ebay en verð víst að slaka á þetta tekur víst allt sinn tíma, er bara ekki mjög þolinmóð þessa dagana.

Annar á þessi helgi að vera afslappandi en ég held ég nenni því ekki, verð held ég að fá mér feitt í glas og slappa vel af og gera ekki neitt nema vera þunn:) Það er rosa gott ef maður spáir í því, því þá er maður bara heima að gera ekki neitt annars er maður alltaf að hugsa ég ætti nú að vera að gera eitthvað núna annað en að hanga og horfa á TV. Þannig best að detta bara í það:)

Annars er ekkert meira að frétta er ekki einu sinni búin að hugsa það hver næsti hönk á að vera þannig liggur á mér þessa dagana, en finn vonandi einhvern sætan fyrir ykkur. En þangað til á morgun bæ.

þriðjudagur, júní 26, 2007

Ekki góður dagur


Já þetta ætlar ekki að vera góður dagur, í fyrsta lagi líður hann ekkert í öðru lagi er eitthvað að mér sem ég veit ekki hvað er en er ekki ánægð með. Þannig hreint út sagt ekki góður dagur. Svo gerði ég ekkert í gær var bara með hausverk og læti og nennti ekki að gera neitt. Vonandi er ekkert alvarlegt að mér.... Annars er það þannig að ég keypti mér tvær linsur í gær á ebay vonandi gengur það allt upp eins og ætlast er til og þá verð ég pínu glöð þegar ég fæ þær. Þá er safnið bara að verða klárt og ég get farið að taka myndir eins og sannnur ljósmyndari:)

Annars í slúðrinu er það bara það að hún Paris Hilton er sloppin úr fangelsi, ánægð fyrir hennar hönd, vonandi byrjar hún ekki að rúnta á bílnum full aftur.

Svo er það nýja málið hjá mér og það er að fara að vera dugleg að hreyfa á mér rassgatið í stað þess að hanga heima og horfa á TV, en málið er að fara út að hjóla eða labba eins mikið og hægt er, ég er orðin allt of feit!!! Jafnvel byrja aftur í danska það væri ráðlagt. En nenni ekki að bulla meira þar sem ekkert er að segja, heyrumst.

mánudagur, júní 25, 2007

Helgin búin


Þetta var fín helgi, stal engu og blótaði lítið:) Nei bara að fíflast nei þetta var fín helgi gerði sem minnst og hafði það bara gott. Vann reyndar fjölskylduna í Póker eins og vanalega. Fór í sveitina á laugardag og sunnudag, verð að segja að ferðin í sveitina á sunnudeginum hafi verið betri en á laugardeginum. Hefur eitthvað að gera með Lóu, nenni ekki alveg að fara út í það núna. Svo var ég vara að leika mér að taka myndir og fíflast.
Ef þið eruð ekki búin að lesa Perez Hilton í dag þá verið þið að gera það, það eru stórar fréttir um einn af fyrrverandi Hönkum vikunar. Wentworth Miller hann er víst ekki sá sem við heldum að hann væri. En ég verð að segja að þetta kemur mér ekkert ofsaleg mikið á óvart en verð engu að síður að viðurkenna að ég er nett fúl að maðurinn er GAY!!!!!
Síðan er það spurningin ég held ég geti keypt mér tvær linsur á verði einnar og þær eru nýjar en þær kosta 30000 og svo þarf að borga tolla, á ég að tíma þessu eða ekki??? Langar rosalega í þær:)
En já hef ekkert meira að segja og hlakka bara til að fara á tónleika með Cris Cornell og svo þarf ég að finna mér helgi til að fara suður og leika mér eina helgi:)
Bæ bæ