föstudagur, júní 15, 2007

Hönkið Paul Walker


Ég verð að segja að þetta sé einn myndarlegasti maður sem ég hef séð og skil ekki enn af hverju ég er ekki búin að gera hann að hönki vikunar en svona er maður ruglaður stundum. Hann Paul er fæddur þann 12 september 1973 í California USA. Hann er 1,91 cm á hæð. Ég vissi að hann væri fjallmyndalegur. Hann á 4 sistkyni og er elstur. Hann á dóttur sem fæddist 4 nóvember 1999. Eins og allir vita þá lék hann í Fast and the Furious og svo 2Fast 2Furious. Leit ansi vel út í þeim báðum. Síðan lék hann í Into the Blue með Jessicu Alba. Ekkert smá flott bæði í þeirri mynd. Hann er búin að leika í fullt af myndum og er alltaf jafn sætur.

En þá er það slúðrið hjá honum Perez Hilton og ef þið eruð ekki búin að skoða myndirnar af henni Angelinu Joly þá verið þið að gera það. Vá þetta er rosalegt hún er ekkert smá mjó... Annars er Perez ekki ánægður með hana Jessicu Alba heldur en ég nenni ekki að fara út í það því mér finnst hún æði. Fór til dæmis í bíó í gær á Fantastic fore og hún var alveg ágæt, fín afþreying.

Annars er ekkert rosa mikið að frétta, það er afmæli hjá Ingu í kvöld og allir að fara að djamma nema ég þarf að fara að sofa snemma því ég er að fara í rafting í fyrramálið. Það verður geðveikt. Ég er búin að vera að reyna að fá mömmu með í rafting en hún þver tekur fyrir það, það hefði verið gaman að hafa gömlu með og fylgjast með henni, óborganlegt.

Já það er föstudagur og ekkert að fara að gerast nema bara róleg heit og vinna, best að snúa sér að henni aftur. Heyrumst og hafið það gott um helgina.

fimmtudagur, júní 14, 2007

Helgin nálgast


Það fyrsta á dagskrá í dag er það að óska henni Helgu vinkonu minni til hamingju með það að hafa komist inn í ljósmyndaskóla Sissu. Ég er mjög stolt af henni fyrir að vera gera eitthvað sem hana lagar að gera. Annar er svo um ekkert að frétta af mér nema það eru allir að biðja mig að breita plönunum mínum um helgina en það bara gengur ekki, ég ætla i rafting þó ég missi af mesta djammi í heim á föstudagskvöldið. Út í allt annað en ég fór á línuskauta í gær og ég hélt í alvöru að hann Arnar ætlaði að drepa mig, ég hef aldrei verið jafn þreitt og ég var þegar ég var búin í tímanum. En þetta var nú samt ótrúlega gott fyrir egoið að ég hafi getað þetta og ég var ekki síðust í mark helur:) það skiptir mig mjög miklu.

Guðrún mín auðvitað hittumst við um helga og ég hlakka bara til að hitta þig og sjá nýjustu breyinguna, mér finnst það gaman:)

Það er frekar lítið að gera í vinnunni í dag nema hanga og fara yfir bókanir sem ég er ekki að nenna að gera en svona er nú hið raunverulega líf, ekki alltaf dans á rósum. Svo er það spurningin hvað á ég að gera af mér í kvöld, ég enda örugglega heima að horfa á TV sem er reyndar ekki svo slæmt ágætis sjónvarpskvöld í kvöd House og svona. Núna er ég samt bara að bulla eitthvað rugl. Þá er tími til komin að segja bæ og ég minni á að nýtt hönk kemur inn á morgun.

miðvikudagur, júní 13, 2007

Þá er ég orðin ljósmyndari


Nei ætli það en ég er allavega fróðari um það hvernig þetta allt virkar og svo er bara að æfa sig. Þetta námskeið var mjög skemmtilegt og gott ef þú varst með canon myndavél, þeir sem voru með öðruvísi vel fengu ekki alveg sömu kennsluna og þeir með canon, en engu að síður mjög gott námskeið. Rosalega mikið af upplýsingum á tveimur dögum en ég held að ég muni vera orðin rosa góð fyrir brúðkaupið hennar Heiðdísar sistir. Annars var gærdagurinn bara skemmtilegur, gerði svo sum ekki mikið en hann var fljótur að líða. Helgi og Gréta eru að laga húsið sitt fyrr útskriftina hans Bjarna frænda sem er á laugardaginn eða sunnudaginn man það ekki, en það er víst alveg hellingur eftir að gera, er þá ekki spurningin að byrja fyrr á verkinu ekki geyma það þangað til 2 vikum fyrir og byrja þá, sérstaklega ef maður er búin að vera í 6 mánaða fæðingarorlofi. En þetta er bara það sem mér finnst um málið og þarf ekkert að ræða það frekar enda verð ég örugglega ekki þarna. Verð í rafting allan laugardaginn og svo ætla ég að vera svo þunn á sunnudaginn að ég verð að vera í rúminu eða á rúntinum niðrí bæ að borða ís og nammi. Perez Hilton er ansi skondinn gaur og maður veltir því svona fyrir sér hvernig hann fær fréttirnar alltaf fyrst, hann er ótrúlegur. Ég er að fíla hann í botn.

En best að fara að vinna aftur og halda áfram að fara yfir allar þessar skemmtilegu bókanir:)

þriðjudagur, júní 12, 2007

Loksins loksins


Þá er þetta loksins að verða klárt hjá mér þetta blogg, ég er búin að vera að reyna að laga það í geðveikt langana tíma. En það er nóg af fréttum í dag og þeir sem vilja bara slúður kíka bara inná www.perezhilton.com snildar síða hann er alltaf fyrstu með fréttirnar. Á Íslandi er það hins vegar að frétta að maður á greinilega að lesa bloggið hennar Ellýar, þar er hún að segja frá ljósbláum sögum af sér og vinkonum sínum og svo er hún að fara að gefa út bók um jólin en hún á víst að vera dökk blá. En mæli með því að finna þessa síðu líka. Annars er bara gott að frétta af mér, það var geðveikt gaman á ljósmyndanámskeiðinu í gær, Guðrún í Mössubúð var þarna með mér og ég verð bara að segja að við stóðum okkur þokkalega vel, þó ég segi sjálf frá. Ég mæli með svona námskeiði fyrir alla sem lagar að læra betur á stafrænu myndavelina sína.

Svo er það rafting ferðin sem er um helgina, ég get ekki beðið ég hlakka svo til að fara, samt pínu fúl að það ætla ekki fleiri að fara en ég er að fara ein með strákunum. Það verur fínt, þarf ég að róa minna:) En ég skil ekki þegar fólk lætur svona tækifæri sér úr greipum ganga, þetta er eitt af því skemmtilegast sem ég hef gert og svo er grill og bjór á eftir.... hvað vill fólk meira.

Jæja þá er best að halda áfram að vinna og læra heima:) heyrumst

mánudagur, júní 11, 2007

Þá loksins kemur nýr hönk


Ég biðst velviðingar á því að hafa ekki sett upp hönk vikunar á föstudaginn en ég var heima lasinn. En það var samt rosa gaman um helgina fór í útskriftarveislu til Birgittu og skemmti mér konumglega fór svo á djammið með fanganum Paris Hilton. Það var bara fínt um helgina. En hönk vikunar er hann Patrick Dempsey úr Grey´s anatomy, eða McDreamy. Hann er maður sem ég myndi segja að væri búin að fríkka verulega með aldrinum. Eða eins og myndin sýnir. En hann var rosa stjarna fyrir þónokkuð mörgum árum síðan og verður að segjast að hann hafi verið gleimdu, allavega var ég búin að gleima honum. Hann er fæddur 13 Janúar 1966. Hann er búin að leika í hundrað myndum og sú sem ég kannast við er Sweet home Alabama. Annars er ég ekki viss með hinar myndirnar sem hann hefur leikið í, hef líklega séð einhverjar en man ekki voða vel eftir þeim. Hann er alla vega að standa sig eins og hetja í Grey´s og er bara nokkuð myndarlegur.
En annars er það að frétta af mér að ég er að fara á ljósmyndanámskeiðið mitt í dag og á morgun, hlakkar til og spennt. En ég er viss um að ég á eftir að standa mig vel og hafa gaman af þessu. Helga vinkona sagði að þetta vari mjög gaman. En já best að halda áfram að vinna og ég læt ykkur vita með námskeiðið á morgun.