föstudagur, maí 30, 2008

Póker í kvöld


Góða kvöldið gott fólk og gaman að geta sagt ykkur frá því að ég er að fara að hitta hana Mariu og jafnvel hann Óla, og við erum að spá í að slá kvöldinu upp í kæruleisi og spila póker. Hver veit nema að það verði bjór í boðinu en allavega þá verður líklega voða skemmtilegt. Það er búið að vera frekar leiðinlegt í vinnunni í dag og ég svo álpaðist ég til að segjast ætla að taka myndir í einhverri heimskri fermingarveislu, ég hata fermingaveislur... en það er ekki það versta ég álpaðist líka til að segjast geta unnið fyrir hann Gumma á sunnudaginn en vá hvað ég er ekki að nenna því, þarf að fara á fætur eld snemma því ég á að vera mætt kl 8. Ég var búin að segja Gumma að mig langaði að vera með mömmu og pabba í sumarbústað og hann ætlaði að vera rosa góður og koma þá seinnipartinn, hann ætlar að koma kl 14 og vera þá til svona 17 það er rosa sanngjarnt, alveg skiptum deginum jafnt. Annars er þetta ekki neinum að kenna nema mér að vera svona vitlaus að vinna fyrir aðra, maður á ekki að gera það, því þeir vinna ekki fyrir mann senna... ekki satt:) En allaveg vonanadi verður gaman í kvöld og allir skemmta sér vel:) góða helgi P.S. Guðrún takk fyrir allar girnilegu réttina inná síðunni þinni gaman að komast í svona lagað:)

fimmtudagur, maí 29, 2008

Helgin í nánd


Ekkert smá sætur kisi. Já það verður að segjast að ég er farinn að hlakka til helgarinnar en þar sem ég er örugglega að fara að vinna eitthvað og þarf að skreppa í fermingu þá lítur helgin ekki alveg jafn vel út og hún ætti að gera. En hvað um það alltaf að gera það best úr öllu og reyna að hafa það gott. Ég er að spá í að kíkja á Guggu mína í kvöld og jafnvel taka í spil með henni eða eitthvað álíka skemmtilegt. Dagurinn í gær var ekki alveg jafn skemmtilegur og hann leitu út í fyrstu þar sem allt of mikið var að gera hjá mér undir lok vinnudagsins. Ef ég má vera alveg hreinskilinn þá finnst mér bara ekkert rosalega gaman að vinna og ég er alltaf að hugsa um það hvað það væri nú gott að vera í skólanum núna, hitta alla vinina og fara saman í mat í hádeginu og bara svona allt þetta sem maður gerir skemmtilegt í skólanum, þannig ég er hér með búin að lýsa því yfir að ég er ekki komin með leið á því að vera í skóla...:) Annars er alveg ágætis fólk að vinna með mér, ég sakna pínu slúðursins á eftrihæðinni en það er mun meira aksjón hér niðri og þar á ég frekar heima. Vonanid fæ ég góð laun þannig að ég þurfi ekki að hætta að vinna hér og fara að vinna hjá pabba, sem væri jú sweet. En það kemur allt í ljós sem fyrst vonandi, allaveg hvað sem verður verður fínt. Verð að fara að hætta og halda áfram að vinna eitthvað:)

miðvikudagur, maí 28, 2008

Sumar og sól


Já staðfestar fréttir ég er að fara að útskrifast þann 14. júní:) hvern hefði grunað að þetta ætti mér eftir að takast. En hvað er með þetta veður, ekkert smá gott 23°, og ég þarf að sitja hérna inni á þessari skrifstofu og vinna í stað þess að vera í sundi eða bara í sólbaði með henni mömmu gömlu sem er að sjálfsögðu í fríi þessa daganna, hún finnur á sér þegar svona veður er í námd:) Svo eru þau öll að fara í sumarbústað um helgina og ég er búin að lofa Gumma að taka myndir fyrir hann í fermingarveisluni hjá stráknum hans, og svo var hann búin að biðja mig um að vinna á sunnudaginn fyrir sig og ég er eiginlega ekki að nenna því, væri alveg til í einn dag í búsaðnum með karli og kerlingu. Sjáum til hvernig fer. En ég er að spá í að hætta núna og fara og standa í sólinni í smá tíma kannski fæ ég eina freknu hver veit... mjög líklegt (Rauðhaus)

mánudagur, maí 26, 2008


Góðan dag, mín bara að farinn að leika sér á blogginu sínu aftur. Gaman af því. En annars þá er allt gott að frétta, búin í skólanum og búin að ná öllu, þvílíkt klár og ánægð með mig. Svo fór ég í viðtal í kvikmyndaskólanum um daginn og ég held bara að ég sé nokkuð bjartsýn á að ég komist í þann skóla, hlakka til. Annar var rosa stuð um helgina, evróvision var bara eins og maður bjóst við, við unnum ekki (og hefðum heldur ekki viljað það). En djammið var gott gaman að hitta alla, djammaði með Söndru loksins og svo var ég bara með gáfnaljósinu í bekknum henni Maríu (hún er sko hæst í blekknum :) ) Ég er að spá í að skella mér með henni Matthildi frænku minni aftur til Genf í sumar og þá vorum við að spá í að vera aðeins meira upp í fjöllunum og vera í vatnsrennibrautagarðinum og leika okkur, það verður vonandi gaman. Svo var ég að frétta það að Sveinn og Binna sistir voru að kaupa sér hús á Spáni sem ég verð að fara og skoða við tækifæri, og sem fyrst helst. Byrjuð að vinna á Bílaleigunni en með smá tvist núna er að vinna niðri við að leigja út bíla og vera á rúntinum og svona, það á bara nokkuð vel við mig:) Annars bara vona ég að einhver lesi þetta rugl í mér og geti haft gaman af en ef ekki þá bara allt í góðu. Jæja að lokum vill ég bara minna á það að Indiana Jones er í bíó og ég er að fara að fara í bíó á hana og vona að sem flesti fari að sjá hana, meðfylgjandi mynd er einmitt af honum Shia LaBeouf sem leikur í Indiana Jones.... FALLEGUR