föstudagur, september 22, 2006

Allt of mikið að gera!


Það er allt of mikið að gera þessa dagana, skólinn er þokkalega byrjaður. Þetta er ekki eins og í fyrra þegar skólinn byrjaði, þá byrjaði hann mun rólegar. Núna eru það bara hvert verkefnið á fætur öðru og svo þarf maður að lesa fyrir tíma og vera að finna sér eitthvað að skrifa um í ritgerðum. Þetta er bara allt of mikið núna, verð að segja að mig langaði ekki að hafa alveg svona mikið að gera alveg strax. En það er hægt að hlakka til þess að sprellmótið er alveg að fara að koma því tíminn er svo fljótur að líða þegar það er svona mikið að gera. Það verður geðveikt gaman þá.
En ég ætaði að mæla með myndinni Bandidas sem var í bíó fyrir svolitlu síðan og er núna komin út á vídeo. hún er geðveit góð og verð að segja að hún Salma Hayek sem er orðin fertug er ekkert smá flott í henni. Bara að maður verði eitthvað í líkingu við hana þegar maður verður fertugur. En myndin er svona kúreka stelpu mynd sem er ágætt þar sem allar kúrekamyndir innihalda varla stelpur og þær standa sig bara nokkið vel í myndinni.
En ég er ekki í neinu stuði núna til að halda áfram að vera með hönk vikunar en var að spá í að setja bara inn hvað sem er. Jafnvel í anda þessa bloggs að hafa það gellu vikunar, um að gera að upphefja kvennmenn á þessum tímum. Nú er ég farinn að bulla eitthvað sem kemur þessu ekki við, þannig að það er best að fara að hætta.
En þá er það hvað á að gera um helgina, ég var að spá í að vera bara heima og gera sem minnst, væri samt alveg til í að fara í sjallann, það verður örugglega geðveit gaman í kvöld að hlusta á kóka lóka... En bæ í bili.

föstudagur, september 01, 2006

Friends bogg


Var að spá hvernig það myndi vera ef ég myndi fara að hafa svona þátta blogg og var ég að spá í að byrja á Friends og taka alla gömlu vini okkar í næstu viku. Tek líka við ábendingum um þá þætti sem þið viljið að ég tali um.
En annar er bara gaman í skólanum og ég er að spá í að fara suður með henni Binnu og honum Viktori á Þriðjudaginn. Það verður örugglega gaman við ætlum bara að vera í einn dag bara að kíkja í búðir fyrir skírnina.
Það verður ekkert fjör um helgina er að spara til að eiga fyrir einhverju fallegu í Reykjavík. Var jafnvel að spá í að fara í bíó með hana frænku og svo er að sjálfsögðu afmæli á sunnudaginn, veit ekki hvað ég á að kaupa handa Hildi hún á allt og búin að vera í útlönum í allt sumar. En ég finn eitthvað ég geri það alltaf. En látið vita ef ykkur lýst ekki vel á þetta nýja form og svo er ég til í allar breitingar. Bæ í bili...

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Þá er skólinn byrjaður

Skólinn byrjaði í gær og það var bara rosa gaman, ég fór í klippingu og plokkun og litun, þannig ég er rosa sæt. Svo er ég að fara að byrja á Danska og það gengur bara allt nokkuð vel. Það er bara ein hætt sem ég er búin að taka eftir, hinir hafa þá bara ekki verið nógu skemmtilegir til að ég muni eftir þeim:)
Svo var ég að komast að því að kellingin sem kenndi mér ísl í fyrra á að kenna mér aftur í vetur og ég og Mæja ætlum ekki að mæta þessar tvær vikur. Vá ég hélt að ég væri laus við hana og þyrfti aldrei að vera í kringum þetta fífl aftur en svo er víst ekki.
Mig langara geðveikt að fara suður og kaupa mér eitthvað fallegt og kíkja á Möttu og Guðrúnu, en það yrði þá bara í einn dag. En hvað er þessi litli kisi sætur, hann er bara næstum jafn sætur og ég:) En ég er víst í tíma og verð að fara að hætta og filgjast með ekki satt. bæ

föstudagur, ágúst 25, 2006

Síðasti vinnudagurinn


Það er síðasti vinnudagurinn minn og svo byrja ég í skólanum og ég get eiginlega ekki beðið með að labba hérna út. Svo ég ég ekki beðið eftir að fara í klippingu og litun bæði augu og hár á mánudaginn og svo er djamm í vinnunni á þriðjudaginn, hvað getur það verið betra...
En eitt prófaðu að horfa dálítið lengi í augun á Olando á þessari mynd það er geðveikt spúkí eða ég bara geðveik.
Svo eru mamma og pabbi komin heim svo það verður ekkert fjör hjá mér um hegina, nema þá einhvers staðar annarsstaður. Langar geðveikt að fara á djammið um helgina en á enga peninga, lagar líka að fara suður og kaupa mér fallega hluti en nenni ekki að fara ein en kannski nenni ég því alveg. Æi það kemur í ljós.
En þessi dagur er geðveikt lengi að líða, bara þessi morgun er búin að vera jafn legi að líða og allir hinir til samans. Ekki gaman, en þetta er aðeins skárra Magnea er komin svo það er ekki alveg eins mikið fyrir mig að gera eins og það er búið að vera alla vikuna, sem er mjög gott. En það er að koma matur og ég verð að fara að huga að því hvað ég ætla að fá mér þannig bæ í bili heyrumst næst þegar ég er byrjuð í skólanum:)

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Það er að koma helgi

Það er víst að koma helgi, loksins og ég er að fara að byrja aftur í skólanum og mér líst bara helvíti vel á það, er kominn með nóg af vinnunni minni, ekki það að hún sé leiðinleg bara nenni ekki að vinna legur, langar að ráða mér sjálf og gera það sem ég vil og svona:)
Annars fór ég loksins og sá Sjóræningja myndina og hún var bara helvíti góð, alveg jafn góð og hin verð ég að segja. Og eins og þið sjáið þá var hann Orlando Bloom askoti myndarlegur í þessari mynd og mæli ég með að ef þú ert ekki búin að sjá hana að drífa sig og sjá hana. Þessi mynd er algert augnakonfekt...
Svo er það helginn, hvað á að gera um helgina, ef ég bara vissi. Það er svo sum ekkert að gera nema bara slappa af og hlakka til að fara í skólann. Kannski skreppa á kaffihús og kíkja með Söndur á rúntin, var sko búin að lofa því:) En það er víst að koma hádegi og ég veit ekki hvað mig langar að borða ennþá þannig kannski ég fari að hætta þessu svo ég hafi meiri tíma til að komast að því.
En það fer að styttast í Rock star og hver veit að Magni fer heim næst eða þar næst, það er bara þannig. En heyrumst á morgun.

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Flottur!!!


Hérna verð ég að segja að hann er geðveikt líkur honum Justin Timerlake, ekki satt? En já það er allt gott að frétta ég get ekki beðið eftir því að byrja í skólanum og þessir síðustu dagar ætla engan endi að taka.
Svo var ég að spá í að fara suður fyrstu helgina í sept, langar að kíkja aðeins í búðir og jafnvel kíkja á bækur í Rek, þær eru ódýrari þar en hér. En það er ekkert ákveðið, kemur í ljós í næstu viku.
Já var að spá í að fara loksins í bíó í kvöld á myndina sem ég ætlaði mér á um helgina en fór aldrei á. Vonandi er þetta jafn góð mynd og allir eru að segja. En ég tók Hostel í gær sem allir eru búir að segja að sé svo ógeðsleg, sem hún var en mér fannst hún miklu meira sorgleg, því í alvuru það er örugglega til svona ógeðslegt fólk sem borgar fyrir svona. Já þetta var ekki gaman að horfa á. En best að fara að vinna, heyrumst á morgun.

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Myndarlegur er hann


Hérna verð ég að segja að hann minnir mig óneitanlega á hann vin sinn Jhonny Depp. Ég er alveg að drukna í myndum af þessum manni og þær eru allr hverri flottari, já það er kannski vitleisa að hætta með hönkinn en kannski hætta þau ekki kannski breyti ég þessu bara aðeins en sjáum til.
Orlando Boom er fæddur 13 janúar 1977 í Canterbury, Kent á Englandi. Hann er 1,80 cm á hæð. Hann er lesblindur (varð að koma þessu að). Eins og allir vita þá er hann búin að leika í fullt af flottum myndum sem ég nenni bara ekki að talja upp núna.
Annars er ég bara alltaf hangandi í búsaðnum hjá mömmu og þeim, það er fínt fékk humar og svona í gær, ekki slæmt. Ég var að spá í að nenna ekki í kvöld, kannski kíkja til Ingu og Hafþórs og skoða kettlingana en það er kannski ekki sniðugt því þá lagar mig bara í einn:) Annars er bara allt gott að frétta og ég er að fara að byrja í skólanum og ég get ekki beðið. Það er búið að vera ágætt að gera í dag þannig tíminn líður ágætlega. En er ekki best að fara að gera eitthvað annað og við heyrumst á morgun.

mánudagur, ágúst 21, 2006

Síðast hönk vikurnar í sumar


Þetta er hönk vikunar og er þetta hann Orlando Bloom og þið munið sjá það í þessari viku að hann er dálítið líkur Jhonny Depp og Justin Timberleik.
Þetta var bara fín helgi og ég skemmti mér bara nokkuð vel fékk bílprófið og hékk í sumarbúsaðnum með mömmu og pabba. Á föstudagskvöldið kom Ívar frændi í heimsókn og við fengum okkur pizzu og bjór og svo kom Heiðrún og við sátum og spjölluðum til að verða 3 eða svoleiðis. Annars gerði ég ekki neitt að viti bara að leika mér eitthvað.
Ég get ekki beðið þangað til þessi vika er búin og ég þarf ekki að vera vinna allan daginn og get í raun gert það sem ég vil sem er gaman. Og að sjálfsögðu að hitta alla krakkana og gera eitthvað skemmtilegt með þeim:)
Nýji bíllinn er fínn, nema ég tíndi einum hjólkopnum af honum en pabbi sagði að það væri ekkert mál að fá nýjan. Sem betur fer bíllin er frekar ljótur með bara 3 hjólkoppa:) En annars er þetta fínasti bíll til að druslast á í vetur og svona.
En nú er best að fara að vinna erum voða fá í vinnunni í dag en það er allt í góðu ég er alveg að fara að hætta hérna og þegar er nóg að gera þá líður tíminn aðeins hraðar ekki satt. En þangað til á morgun.

föstudagur, ágúst 18, 2006

Það er kominn föstudagur

Já á morgun fæ ég bílprófið eða var reyndar að spá í að biðja hana Heiðrúnu þegar við erum búnar í bíó að fara með mig á löggustöðina og ná í það því á miðnætti í kvöld þá er kominn laugardagur og þá er ég komin með bílpróf:)
Annars er það helginn ég var að spá í að gera ekkert um helgina vera bara róleg og jafnvel kíkja í bústaðinn til mömmu og pabba. Svo ætla ég að kíka á hana Guggu mína hún ætlar nú að vera heima með kallinum um helgina.
Já ég verð að segja það að hann Jake Gyllenhaal kemur mér svo sannarlega á óvart í hönka deildinni, ég er bara nett skotinn í honum verð ég að segja. En þá er það næsta vika hver á að vera hönkinn þá ég er opin fyrir öllu og minni á að þetta er síðasta vikan líklega sem það veður hönk á síðunni var að spá í að breyta aðeins til þegar ég byrja í skólanum... spennandi ekki satt, ég veit ekkert hvað ég ætla að gera en það verður vonandi áhugavert:)
En ég hef eiginleg ekkert meira að segja þannig að ætli ég fari ekki bara að vinna og reyna að gleima því að tímin líður ekki neitt, hey gleymdi að segja ykkur það en það á að vera grill í hádeiginu hjá okkur geðveikt...

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Það er að koma að þessu

Já það eru ekki nema 2 dagar þangað til ég fæ bílprófið mitt og þá má ég keyra nýja bílinn minn, ég get varla beðið ég er svo spennt. Já svo verð ég ein heima alla næstu viku því mamma er að fara í sumarbústað og ég þarf að vinna síðustu vikuna mína áður en ég byrja í skólanum. Nenni ekki að vinna meira vil byrja í skólaum núna....
Æi tímin líður svo hægt þegar maður er að bíða eftir einhverju af hverju og núna er ég að bíða eftir tveimur hlutum að fá bílprófið og byrja í skólanum.
Annar var ég að fá hugmynd um daginn þegar ég var með henni Bigittu vinkonu minni, við ætlum að fara saman til Bandaríkjana og gera heimildarmynd um þá innfæddu, það verður fjör hitta slatta af svona trayler park tras. Ég held að þetta eigi eftir að verða ekkert smá gaman ef þetta gengur upp þar að segja.
Annars er ekkert að frétta nema bara endalaust tuð um þið vitið hvað... En ætli ég reyni ekki að halda áfram að vinna það verður nóg að gera hjá mér á morgun og í næstu viku þegar mamma verður farinn og ég þarf að vinna hennar vinnu líka það er ekki gaman því allir halda að maður getu bara unnið endalaust og gert allt sem allir vilja. En ekki meira tuð heyrumst á morgun þegar það er bara 1 dagur til stefnu:)

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Jake Gyllenhaal

Já hann er nú bara nokkuð myndarlegur hann Jake Gyllenhaal. Hann er fæddur 18 des 1980 í los Angeles. Hann er 1,83 cm á hæð. Já hann er nokkuð fine, mundi reyndar ekki eftir honum sjálf fyrr en heima á sunnudagskvöldið þegar ég var að horfa á bubbleboy, hann er geðveikt sætur í henni.
En já ég fékk bílinn minn í gær og bónaði hann og þrif allan, geðveikt dúleg. Þetta er held ég bara fínn bíll handa mér að leika mér á, ekkert of fansy. Já svo er það bara helvíti ánægð með gripinn. Pabbi var líka bara nokkuð ánægður með hann og þá er þetta allt í lagi. Svo fylgdi líka allt með honum vetrar- og sumar dekk þannig að ég er bara good to go.
En já ég er greinilega búinn að finna mér vin til að fara með í bíó á sjóræningjana, ég hlakka geðveikt til og vonandi gengur Heiðrúnu vel í prófinu sínu. Segi bara hér strax GANGI ÞÉR VEL :)
En já ég fæ bílprófið á laugardaginn og ég hlakka geðveikt til og það þýðir það að það er hund leiðinlegt í vinnunni því ég get ekki beðið legur eftir því að laugardagurinn komi. Ég er ekki að grína það er nóg að gera en sammt finnst mér tíminn ekkert smá lengi að líða, það er ekki gott mál. Verð bara að hætta að hugsa svona mikið um þetta, en það er ekki hægt, ég er að brjálast... En verð að halda áfram að vinna svo ég verði ekki á eftir eftir daginn:) gaman

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Ekkert gaman í vinnunni

Það er ekkert gaman í vinnunni, ég er geðveikt ein, vön að vera hér með alla vega 2 manneskum en er núna bara ein. Og ég hélt að ég yrði einhverf á Egilsstöðum...
En ég er bara helvíti skotin í þessum Jake. Eða kannski er það hermanna átfittið hver veit.
En já ég er búin að kaupa bílinn og allt var að spá í að bóna hann og svona í kvöld ef ég má fá þvottasalinn lánaðan. Já það er finndið að eiga bíl og meiga ekki keyara hann fyrr en á laugardaginn. Ég get varla beðið, það verður geðveikt skrítið að fara að keyra aftur. En annars er ekkert að frétta nenni ekki að gera neitt, er að deyja úr leti. Veit ekki hvort ég nenni að fara með ipodin minn í hádeginum og láta laga hann, það er leti. En nóg um það svo sækist ég eftir vinum sem vilja fara með mér í bíó á Johnny Depp....

mánudagur, ágúst 14, 2006

Næst síðast hönkið í sumar

Já það eru bara 2 vikur eftir af þessu sumri og þá byrja ég í skólanum og það verður geðveikt gaman, ég er farinn að hlakka rosalega til:) En ég vissi ekkert hver átti að vera hönkið þannig að ég fann þennan hann Jake Gyllenhall og hann er nú bara helvíti sætur líka þegar hann leikur homma. En hann er nú bara rosalega sætur á þessari mynd ekki satt...
En það var alger hörmung á Egilstöðum en ég lifði það af en bara varla, er nett einhverf eftir þetta. En helgin var geðveikt góð, við stelpurnar fórum á Dalvík á fiskidaga og skemmtum okkur geðveikt vel. Það voru ekkert smá margir þarna og við enduðum í götuparty þar sem var með hljómsveitina Brain Police sem voru geðveikir. Það var svo bara helvíti gaman að fíflast þarna hitti fullt af fólki sem maður hefur ekki hitt lengi. En svo var ég held ég að kaupa mér bíl áðan hann er bara fínn pínu skemmt á honum lakkið en það fylgdu ný sumar og vetrardekk og hann er mjög vel farinn að innan. Ég held að þetta sé bara ágætis bíll handa mér til að fara á í skólan og svona:) þetta er svona bíll eins og Sigrún sagði einn með öllu:) En pabbi eins og alltaf er að bögga mig hvernig ætlar þú að eiga fyrir honum og svona bögg, ég hlít að eiga fyrir þessu eins og flestir aðrir sem eiga bíla. En nú þarf ég að fara að gera eitthvað af viti, not geri það aldrei....

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Nett leiðinleg vika í námd

Þetta verður ekkert smá leiðinleg vika, ég er víst að fara til Egilstaða að vinna og ég er enganveginn að nenna því, og eins og flestir vita þá finnst mér ekki gaman að kynnast nýju fólki og hvað þá einhverju sveita fólki. En þetta átti ekki að vera leiðinlegt blogg heldur skemmtilegt, það var geðveikt gaman um helgina fór í kjallaran á fösudaginn að hlusta á Sveinar og hann er geggjaður dj og geðveit gaman að hlusta á hann spila. Svo að sjálfsögðu voru allir félagarnir á svæðinu gaman að hitta alla á ný eins og hann Jón og svona. Svo fór ég til hennar Guggu minnar á laugardaginn og við skemmtum okkru eins og alltaf, ég Helga, Birgitta og Gugga. Það sem hægt er að bulla þegar við komum saman það er alveg merkilegt. En ég verð að segj að annað hvort var ég svona full og illa gefin um helgina en ég tók bara ekki eftir öllu þessu fólki sem átti að vera hérna, ég gerði bara það sem ég vildi þegar ég vildi og engin var fyrir mér, fór reyndar ekkert í sjallann þannig það útskýrir kannski af hverju. En þetta var massa góð helgi og ég vona að það verði svona gaman næstu versló líka mætti vera aðeins meiri sól, þá héngi fólk frekar úti. En já ég er að spá hvernig ég get komið því í kring að ég þarf ekki að fara á Egilsstaði á morgun, verð að handleggsbrjóta mig eða fótbrjóta mig, ég verð að gera eitthvað annars dey ég líklega úr leiðindum og það er miklu verra en að slasast smá, ég er ekki tilbúin til að deyja strax, en nó með kaldhæðnina, ætli ég heyri ekki í ykkur við tækifæri ef ég lifi þessa ömulegu fer af......

föstudagur, ágúst 04, 2006

Versló

Ég er ekki að grínast hann er jafnvel myndarlegur slasaður og glæpamannslegur, þetta er svona bad bay sem er í raun ekkert bad bay, bara ljóðskáld og svoleiðis... En það skiptir ekki öllu máli hann er nákvæmlega það sem við viljum að hann sé hann er jú kvikmynda stjarna. En ég er ekki að trúa því að það sé komin versló og þetta er síðasti vinnudagurinn, jey svo spenntur.
Annars kom hún Matta í gær og plokkaði mig og Mömmu og var svo í mat hjá okkur, Binna, Kristín og Viktor voru líka í mat hjá okkur. Svo kom Birgitta nýgifta og við spjölluðum heillengi saman úti á svölum í góða verðrinu:)
Já það verður vonandi gaman um helgina það er alla vega nóg að gera og nógu margir til að gera það með... djók en ég spái því að það verði um 20 þúsund mans hér um helgina sem er í raun allt of mikið af fólki en eins og maður segir alltaf more the marrier. En verð ég ekki að fara að vinna aðeins því það er síðasti dagurinn fyrir helgi og svona, sjáumst um helgina...

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Það er komin fimmtudagur!!!

Já það er einn til tveir dagar eftir af þessari viku og þá er komin verslunarmanna helgi og allir koma norður til að djamma því allt góða veðrið er hér og það verður geðveikt gaman... Annars er ég viss um að þetta verður bara eins og hver önnur helgi nema með fleira fólki sem er fyrir mér og truflar mig í umferðinni (segir sú bílprófslausa). En já ég verð að komast að þessu með með bílprófið mitt bráðum, hvar ég á að ná í það og hvernig.
Já vonandi verð ég búin að finna mér bíl eftir helgi eða um helgina. Svo náttúlega vara ég alla við perrunum sem eru hér á AK þeir eru stórhættulegir:) Nei nei veit ekki hvað ég er að bulla, ég er bara að bíða eftir því að fá að vita hvað ég á að gera í vinnunni, annars er ég ekki að gera neitt.
Ég er ekkert búin að sjá hann frænda minn í þessari viku en vonandi sé ég hann bráðum hann er svo mikið krútt. En það er spurning hvað verður gert á morgun og verður það ekki alveg rosalegt.... bæ þangað til á morgun...

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Tímin líður hratt

Já þetta er sko skítug mynd af honum Viggo Mortensen, þetta er alveg eins og ég vil hafa hann, nett skítugan og fínan. Það er samt komin miðvikudagur og vikan er alveg að verað búin og Heiðrún fer á morgun og nær í bílinn sinn og vonandi er þessi bíll sem ég er að fara að skoða fínn bíll sem ég get keypt mér og verið rosa ánægð:) Annars er það farið að laumast að mér að það er að koma versló og ég er svona að átta mig á því að það á eftir að vera helvíti gaman um helgina. Mamma er reyndar að gera mig brjálaða með lagitil kjaftæði, hún er eitthvað tens yfir því að versló sé að koma og að hún gæti fengið gesti og það er sko allt í óreiðu heima hjá henni og hún á engar kökur til að gefa þeim eða neitt... gamla er að brjálast.
Annars fann ég alveg helling af nýjum hönkum áðan, skil ekki hvernig ég gat gleimt þeim í síðustu viku og haft engan, ég sóaði heilli viku.
Já svo ætla ég að óska öllum til hamingju með Skattinn sinn ef þeir fengu einhvern, ég fékk smá skatt, bara sátt við það. Annars þá verð ég að vinna smá ekki satt, það er samt allt að fara að gerast það er einn dagur í versló....

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Já vikan líður fljótt

Guð sé lof að þessi vika ætlar ekki að vera lengi að líða, ég hefði ekki nennt því verð ég að segja. Já til hamingju Heiðrún með að vera búin að ákveða hvaða bíl þú villt ég er hrifin af honum og vonandi er hann í góðu lagi og allt eins og það á að vera:)
Það er nú búið að nefna litla frænda minn hann mun eiga að heita Viktor Smári, ég er svo hrifin af honum nafna mínum að ég er að springa:)
Annars er svo sum ekkert merkilegt að frétta af mér, ég fann einn ágætis bíl á netinu í gær og pabbi er að tékka á öðrum. Þannig þetta er allt að gerast var hins vegar að spá í einu því það er laugardagur þegar ég á að fá bílprófið mitt, ætli ég nái í það á löggustöðina, æi ég kemst að því seinna en það eina sem ég veit er að ég er að fara að fá bílpróf og ég er svo spennt:)
Vonandi verður geðveikt gaman á djamminu um helgina ég á víst að vera allsstaðar og ég verð bara að bjarga því eða velja mér skemmtilegasta partyið og setjast þar að:) kemur í ljós.
Svo er hún Gugga mín komin heim úr Reykjavíkinni þannig ég þarf að fara að hitta hana og heyra hvernig það er að vera orðin gift kona og hætt að djamma:) nei bara að grínast það er ekki alveg orðið þannig ennþá en ef ég skertst ekki í leikin og kem gömlu á djammið þá er ég hrædd um að hún sé farinn... En nenni ekki meiru verð að vinna smá:)

mánudagur, júlí 31, 2006

Viggo Mortensen


Já eins og einhver sagði forðum daga, betra er seint en aldrei og ég var að spá í að hafa þennan fallega mann sem hönk vikunar. Hann er reyndar bara myndarlegur þegar hann er pínu skíktugur og illa til hafður (að mínu mati). En það er nú ekki búið að ganga allt of vel síðan ég kom heim, mér tókst það sem líklega engum mun takast nema mér, það var það að ég stakk A4 blaði í augað á mér og er búin að vera með nettan lepp síðan á miðvikudaginn....
En annars er bara allt gott að frétta, ég er búin að komast að því hvað litli frændi minn á að heita en ég ætla ekki að segja það stax. Það á að vera leindó aðeins lengu. Já ég er nú ekki einu sinni að fatta að það er að koma verslunarmannahelgi og það kemur hitabilgja á sama tíma þannig að þetta verður geðveikt góð versló.
Ég get ekki beðið það veruður svo gaman, svo var ég að spá í að kaupa mér bíl og vonandi verður hann flottur, pabbi er að hjálpa mér loksins eftir að hafa streist á móti í nærri 2 mánuði. Þannig vonandi verð ég komin á bíl þegar ég fæ bílprófið mitt þann 19 ágúst. Já þá verður sko gaman bara eins og að eiga auka afmælisdag, en nóg í bili bæ

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Engin mynd í dag

Já það er engin mynd í dag það er eitthvað bilið. En það gerir morgundaginn bara meira spennandi, ekki satt. En það er alveg ágætt að vera komin heim, er að spá í að kaupa mér bíl áður en ég byrja í skólanum en svo fæ ég svona bakþanka og fer að hugsa um allt djammið sem ég get stundað fyrir peningin, en það þýðir víst ekki að hugsa svona. Annars er bara allt gott að frétta nema ég er eitthvað farinn að missa minnið en óþarfi að fara út í það hér. Annars á þetta að vera frekar ömurleg vika því það er bara þoka allan daginn, það er ekkert smá leiðinlegt og kalt. Þegar það er svona kalt þá vildi ég að ég væri ennþá í útlöndum í hitanum sem var að grilla mig. Heiðrún var að prufa nýjan bíl í gær vonandi að henni lítist á hann og jafnvel kaupi sér hann:) Það er svo margt sem ég ætla mér að gera áður en ég byrja í skólanum og það er alveg að fara að byrja skóli á ný. Tíminn líður allt of fljótt. En best að fara að vinna smá

mánudagur, júlí 24, 2006

One tree hill gaurinn

Já þá er ég komin heim frá Sviss og það var geðveikt gaman og ógeðslega heitt allan tíman. Þetta var samt svo gaman við skoðuðum alveg helling og fórum í geðveikan aqva park og sáum kastala og svona svo var verslað smá:) ekki mikið bara smá...
Ég er búin að vera alveg tóm í morgun og var búin að gleyma þessu bloggi og síðan vissi ég ekkert hver átti að vera hönk vikunar, þannig ég ákvað að hafa bara engan hönk vikunar heldur bara einn og einn þessa vikuna og ef það er einhver sem ykkur langara að sjá hérna í þessari viku þá er bara að setja inn óskir.
En þetta er hann Chad Michel Murray sem leikur Lúkas í One tree hill. Hann er allt í lagi enn ekkert rosalega flottur en það er allt í lagi er það ekki svona meðan maður er að ná sér eftir allt ferðalagið.
Ég verð meira að segja að segja að ég er búin að vera rosalega þreytt eftir þetta því við löbbuðum rosalega mikið í þessari ferð og það er rosalega erfitt að labba í 30 til 35 stiga hita (mæli ekki með því) En það gekk allt eins og í sögu í þessri ferð og allir voru bara vinir, sem er mjög gott enda þakka ég þónokkuru magni af brennivíni fyrir það:) En er að fara í mat heyrumst

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Smá veisla



Varð bara að hafa smá svona handa ykkur úr því ég er að fara. Og svo fæ ég bara ekki nóg af þessum manni og það eru til endalaust af myndum af honum....

Ég fer út á morgun

Það er allt að gerast, við erum að fara út á morgun og það er allt of langt þangað til. Þessi síðasti vinnudagur ætlar að vera alveg helvíti lengi að líða alveg eins og ég vissi, finnst ég vera búin að vera hér í heilan dag en er víst bara búin að vera í klukkutíma... ekki gott.
En vá hvað þessi maður er sexy ég vildi að ég væri að fara út að hitta hann. Þessi mynd minnti mig á það þegar hann lék í Blow hann var svo flottur í þeirri mynd að það var ekki þurt sæti í bíóinu. Svo fékk ég smá ábendingu um daginn, að ég hefði gleimt að tala um bestu myndina hans eða Cray Baby, það er klassa mynd.
Já ég er að verða tilbúin búin að þvo öll fötin sem ég ætla með og búin að strauja og brjóta saman og svona það eru eiginlega bara litlu hlutirnir sem eru eftir, tannbusti og svonleiðis. Og að sjálfsögðu að fara aðeins í ljós áður en ég fer, var að spá í að fara í fyrramálið áður en ég fer, já og svo fer ég vonandi í flugvél geðveikt þarf ekki að sitja í bíl í 4 til 4 1/2 tíma, það er það leiðinlegasta sem ég geri sérstaklega þegar ég er spennt og þarf að drífa mig eins og ég mun vera á morgun. Þetta skal vera svo skemmtileg ferð og ég ætla að sjá um að skemmta mér sjálf allan tíman, því ég er best í því, ekki satt. Jæja var að spá kannsi verður þetta síðast bloggið í þessari viku og það kemur líklega lítið í næstu þannig hafið það gott og á meðan ég er í burtu. Bæ

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Já nú erum við að tala saman

Já ég get ekki annað en sagt það að þetta er fallegasti maður í heimi. Og gaman að hann vildi vera bera að ofan fyrir okkur sem er mjög gott. En það eru bara 2 vinnu dagar þangað til ég fer til útlanda. ég get bara ekki beðið.
Það magnaðasta sem ég hef heyrt í dag er það að frakkafíflið sem skallaði 'Italan í síðasta leik fær líklega ekki að halda titlinum besti maður leiksins (sem hann átti ekki skilið), þetta eru bestu fréttir sem ég hef heyrt lengi.
Annars er svo sum ekkert mikið að frétta, geri ekki neitt nema að bíða eftir því að komast út. Fór að vísu í klippingu í gær, gerðveikt sátt við útkomuna. Svo er það stóra spurningin eins og alltaf hvað á að fá sér að borða í hádeginu...
Fór reyndar líka í ljós í gær var að spá í að fara aftur í kvöld og hinn, fá smá lit til að það fattist ekki að ég er túristi í útlöndum, þoli ekki þegar það gerist.
Svo þeir sem vilja vita það þá eru kátir dagar á þórshöfn og allraf gaman að fara þangað í útileigu væri sjáf á leiðinn ef ég væri ekki að fara út, mæli með þessari geði.
Annars nenni ég ekki að segja meira er geðveikt þreytt svaf illa og svona.

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Johnny Depp

Já hann Johnny Depp er fæddur þann 9 júní 1963 í Kentuky í Bandaríkjunum. Hann er 1,78 cm á hæð (hélt hann væri minni). Fyrsta myndin sem hann lék í var Nightmare on Elm Street og hefur síðan leikið í alveg helling af myndum síðan og nú síðast í Pirates of the Caribbean sem er ein af bestu myndunum sem hann hefur leikið í (að mínu mati). Hann hefur nú verið við kvennmennina kenndur eins og Kate Moss og Winona Ryder en er nú giftur söng og leikkonunni frönskuVanessa Paradis og eiga þau saman tvö börn þau Lily-Rose Melody og Jack. Hann hefur nú gert margan skandalinn í gegnum ævina og var sakaður um að selja eitulyf á klúbbnum sínum The Viper Room þar sem vinur hans River Phoenix dó fyrir utan klúbbin úr ofstórum skammti. Þegar hann var trúlofaður Winona þá lét hann tattoa á sig Winona forever en þegar þau hættu saman lét hann taka n og a af svo eftir stóð "Wino forerver". (Fíla þetta)
Já það er af nógu að taka með þennan mann hann hefur gert held ég allt sem manni getur dottið í hug.
En nú eru bara 3 dagar þangað til ég fer til útlanda og ég er að springa úr spenningi. Er að fara í klippingu í dag eftir hádegi og gera mig sæta, nenni ekki að fara aftur í vinnuna þegar ég er búin í klippingu en kannski þarf ég að gera það það eru svo fáir í vinnuni. Annars er lífið dásamlegt og svo gaman að vera til þessa daga....

mánudagur, júlí 10, 2006

Já mikið er þessi sætur


Ég held ég þurfi ekki að kynna hann þennan fyrir ykkur er það nokkuð, hann nokkurn vegin segir frá sér sjálfur. En hann Jhonny Depp hefði nú átt að vera löngu kominn hérna sem hönk enda aðal hönkið ekki satt...
Það var bara gaman um helgina gerði alveg helling af mér og hagaði mér eins og fífl, nei bara að grína... en öllu gríni fylgir einhver alvar ekki satt...
Verð að segja að ég get ekki beðið eftir því að fara til útlanda eftir bara 4 daga ég trúi ekki að það sé loksins komið að þessu það er svo langt síðan við plönuðum þetta. En bráðum er biðin á enda, líka bílprófið mitt ég fer nú alveg að fá það aftur eða 19 ágúst get ekki beðið eftir því helgur. Svo seldi Heiðrún bara bílin sem ég ætlaði á suður þannig við þurfum að finna út út því, það ætti nú að vera lítið mál fyrir mig þar sem ég vinn nú á svona bíla stað.
Annar er bara allt gott að frétta og ég hef svosum ekkert meira um það að segja er að fara í klippingu á morgun og svona svo er ég bara að fara í frí og leika mér. Heyrumst þarf að vinna mikið til að vinna upp letina í mér, djók ég er ekki löt...

föstudagur, júlí 07, 2006

Er hann ekki sætur!!!

Er hann ekki alger rúsína hann litli frændi minn, ég veit ekki ennþá hvað hann á að heita en ég kalla hann bara lilla þangað til. Hann fæddist 2 júlý og var 18 merkur og 55 cm alger risi. Sæturrrrr

Það er vika þangað til!!!

Já það er bara vika þangað til við förum út vá ég er að springa úr spenningi. Ég hlakka svo til jafnvel þó ég hafi ekki gert allt sem ég ætlaði að gera áður en ég fór eins og að fara í mergrun, matur er bara of góður....
En þessi mynd er ansi góð af honum hann er svona nett devil like, svona með forboðna ávöxtin hahaha
En já hlakka til að eiða helginni bara í rólegheitunum og hafa það gott, vonandi verður tíminn fljótur að líða. Annars er þessi vika búin að vera ógeðslega fljót að líða. Ég á að vísu eftir að fara í klippingu og veit ekki alveg hvernig ég á að klipa mig.
En nú er Gerald búin að setja mig út af laginu og nú veit ég ekki hvað ég á að skrifa meira, kúkur...
En já hver ætli verði næsta hönk vikunar ég hef alla helgina til að hugsa um það en ég er eiginlega búin að ákveða hver það verður. Það má ekki gleyma fallegasta manni í heimi... hver svo sem hann er. En mig lagnar að fara í útileigu og það eitthvert burt en ég geri það líklega ekki fyrr en ég kem heim frá Sviss. Það er eins gott að ég finni fullt af fötum og fallegum karlmönnum. Bara sem ný hönk... Bæ nú bulla ég bara

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Helgin nálgast

Já þessi maður er bara ekki mikið fyrir að fara úr fötunum greinilega ég er búin að leita á 4 mismunandi síðum að mynd af honum berum að ofan en ekkert gerist. Fann eina þar sem hann er svona tvítugur ekki heillandi finnst mér. Hann verður myndarlegri með árunum það er alveg þannig.
Ég er ekki einu sinni farinn að hugsa um það hvað ég ætla að hafa með mér en það er kannski ekki vitlaust að fara að skoða það, en mig langar svo í galla pils en ég finn ekkert nema ofur lítil pils sem eru ekki flott. Já verð að gera eitthvað í þessu. Það er eins gott að það verði áfram svona gott veður þegar við komun og ég er alltaf að vona að peningurinn lækki aftur í það sem hann var einu sinn en hann hækkar bara. Já ég var að spá í að kíkja á hana Völu um helgina, spila og gera eitthvað skemmtilegt.
En mig langar svo að fara suður og kaupa mér eitthvað áður en við förum út, veit ekki af hverju, eða jú líklega vegna þess að það er ekkert til á Akureyri frekar en vanalega. Já kannski ég fari bara suður á fimmtudeginum og kíki í búðir en þá þarf ég að tala við mömmu um að fá flug, ja kannski er þetta bara draumur, en kannski get ég gert eitthvað sniðugt:)
En nú er víst vinnu tími, verð að hætta... krossið fingurnar um að ég geti gert planið

miðvikudagur, júlí 05, 2006

HM í fótbolta

Já ég veit að ykkur finnst ég kannski pirrandi með allan þennan fótbolta en ég verð bara að segja það að ég vildi ósk þess að leikjunum væri ennþá lýst á SKY eða eins og þeim var lýst þegar skjár einn tók við fótboltanum, það er alveg glatað að horfa á leik og allan tíman heldur maðurinn sem er að lýsa leiknum leiknum með öðru liðinu, ég hélt að það væri skilda hvers fréttamanns hvort heldur frétta eða íþrótta að segja frá hlutunum á eins hlutlausan hátt og hægt er. En það er greinilega ekki hægt meðal íslensku íþróttafréttamannanna, þetta er alveg ömurlegt að það geti ekki verið hægt að horfa á leik án þess að það sé einhver fárálingur að segja brandar og reyna að vera finndin og ég veit ekki hvað, stundur er bara betra að halda kjafti (afsakið orðbragðið) en ég er komin með nóg nú ætla ég að hvetja alla til að sega upp sýn og þess háttar þar sem maður þarf að hlust á þessa hálfvita og fara bara frekar á pöb og fá sér bjór og horfa á leikinn á SKY mun betra þar eru þó lýsenurnir hlutlausir og segja bara frá því sem þeir sjá ekki það sem þeim finnst, því mér kemur í raun bara alls ekkert við hvað honum finnst. Vona svo að Ítalir vinni þessa keppni og að þetta þurfi ekki að vera svona í framtíðinni. Ég ætla allavega ekki að verða svona fréttamaður...

6 vinnudagar þangað!!!

Já það eru bara 6 vinnudagar og 2 helgardagar þangað til ég fer út. Mér líst vel á að fara í bátsferð um vatnið með öl í hönd. Vá ég veit ekki hvað ég á að segja lengur ég er að verða svo spennt.
En þetta var rosalegur Prison Break þáttur í gær og það fór geðveikt í mig þegar hann endaði. Ég var samt búin að vera að skipta á aðrar stöðvar ég var svo spennt yfir þessu að ég gat ekki horft. Svo var supernatural allt í lagi líka, er að vísu farinn að þynnast aðeins. Ég fer ekki í klippingu fyrr en á næsta þriðjudag allt of langt þangað til, og svo langar mig svo í ný föt og mig langar í nýja skó, já og ég er að fara til útlanda til að kaupa þetta allt vey...
Og svo er það helgin, hvað á að gera um helgina það verður að vera eitthvað sem lætur tíman líða hratt og er skemmtilegt. Hugmyndum er vel tekið. En já ætla að halda áfram að láta timan líða lötur hægt í vinnunni og halda áfram að vinna, vonandi hef ég eitthvað krassandi að segja ykkur í síðar. Og svo mynni ég á áfram PORTÚGAL...

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Allt að gerast

Já stelpur nú er allt að gerast, við erum allar mættar á síðuna. Ef við ætlum að taka bílaleigubíl þá þurfum við að ákveða það áður en við förum svo við getum fengið einhvern díl, það er ekki hægt að fá díl nema maður panti fyrir fram. Þetta hönk er alveg að gera það gott, ég reyndar finn engar myndir af honum berum að ofan sem eru ekki síðan hannn var fermdur. En ég finn hana hafið engar áhyggjur.
Ég fór að skoða litla frænda minn í gær og hann er alger dúlla, allri að segja að hann sé risa stór en mér finnst hann pínu lítill. Ég verð að kaupa eitthvað fallegt handa honum í útlöndum. Matta sagði mér það í gær að það væri 30 stiga hiti þar sem við erum að fara, vona að það verði þanni ennþá þegar við förum. Ég get ekki beðið ég er svo spennt. Annars er svo sum ekkert að frétta núna geri ekki neitt nema að bíða þangað til við förum tími ekki að eyða neinu til að eiga sem mestan pening. Annars verð ég víst að halda áfram að vinna bæ í bili.

mánudagur, júlí 03, 2006

Julian McMahon

Já þetta er Nip/Tuck gaurinn hann Julian McMahon og hann ætlar að vera hönk vikunar, me like... Hann er fæddur í Sydney í Ástralíu þann 27 júly 1968. Hann er sonur Sir William McMahon sem var forsetisráðherra Ástralíu 1971. Hann á dóttir, Madison. Hann er fyrrum mágur Kylie Minogue. Uppáhalds lagið hans er "people are strange" með The Doors. Hann átti að verða næsti James Bond en þeir fengu einhvern annan í það sem er geðveikt ljótur og alls ekki góður leikari að mínu mati. En hann er alveg geðveikt myndarlegur þessi maður hann má eiga það og er alveg helvíti sexy í hlutverki sínu í Nip/Tuck.
En það var bara gaman um helgina gerði nú reyndar ekki mikið en fékk mér aðeins í glas með Söndur og strákunum það var fínt. Annars eignaðist ég lítin frænda 2 júlý, hann var 18 merkur og 55 cm. Alger tröll karl. Ég er að vísu ekki búin að sjá hann enn því það var ekki hægt í gær ég verð bara að kíkja í dag eða kvöld. Ég hlakka ekkert smá til að knúsa hann. Annars get ég ekki hætt að hugsa um það að ég er að fara út eftir 10 daga, ég hlakka ekkert smá mikið til og get ekki beðið mikið legur, finnst ég vera búin að bíða svo lengi eftir þessu. Já svo er það bara að versla nógu mikið ég er búin að búa til smá lista, bara í huganum um það hvað mig langar í og hvað ég þarf að skoða og svona. Jæja verð að fara að gera eitthvað annnað bless í bili.

Betra seint en aldrei

Já sorry ég var ekki í vinnunni á föstudaginn var heima að horfa á fótbolta og skemmta mér. Og sorry Guðrún að ég kom ekki á landsmótsdjamm með þér, það er útborgunar dagur í dag hjá mér. En ég fór nú samt á smá djamm það var fínt. Ætla nú ekki að segja mikið í þessu bloggi vildi bara ekki að þið mynduð missa úr, það er ekki gaman:)
En það er komið að nýjum hönk vikunar núna og ég lofa að Colin Farrel verður aftur Hönkið og svo verð ég að sega eitt enn, ÞAÐ ERU BARA 10 DAGAR ÞANGAÐ TIL VIÐ FÖRUM ÚT!!!

fimmtudagur, júní 29, 2006

Meira blogg


Já þið hélduð kannski að það yrði enginn hönk í dag, en nei það myndi ekki ganga upp því maður verður að fá sinn skammt af sexy hvern dag og ekki gerist það í vinnunni. Já ég er ekki að grínast það er til endalaust af myndum af þessum manni og hann er alltaf jafn sexy, jafnvel þegar hann er að reykja. Það er magnað hvað þessi maður er sexy maður verðu aldrei þreittur á að horfa á hann.
Annars var ég geðveikt dugleg í gær fór heim úr vinnunni kl 2 og þreif þá húsið fyrir mömmu og fór svo kl 4 til Heiðdísar og var að mála til kl 7. Sofnaði svo bara snemma. Það var helvíti fínt. Ég vit ekki hvað á að gera um helgina nema það að horfa á fótbolta á fösudaginn og laugardaginn svo verð ég bara að spila þetta eftir eyranum og gera eitthvað skemmtilegt meðan það er enginn fótbolti. Það er að vísu eitt sem er að bögga mig þessa helgi og það er peningaleysi ég er orðin svo fátækur þessa síðustu og verstu daga. En ég er líka að spara fyrir ferðinni minni ég get ekki beðið eftir að fara bara að segja ykkur það einu sinni enn þið hafið gaman af því ekki satt. En best að fara að þykjast vinna smá:)

Kisarnir mínir
















Já þetta eru kettirnir mínir, sá fyrri heitir Snúður en ég kallaði hann alltaf Grúber, veit að það passar ekki beint saman en það passaði við hann. Hann var svolítið styggur kisi en það var bara í nösunum á honum en hann var alger veiði kisi og kom heim með fullt af fuglum og þegar þeir voru farinir þá kom hann bara heim með eitthvað annað, rusl, sokka og dót. Það var keyrt á hann Grúber annan í páskum. Þá fékk ég mér nýjan kisa eða kisa sem vinkona mín átti og ætlaði að lóa. Hann hét Óféti en svo kallaði ég hann Klóa. Hann var alger rageit og enginn veiði kisi, hann vildi bara láta kela við sig allan daginn og sofa. Það var keyrt á Klóa á laugardaginn 24 júni. Já þetta kannski sínir að ég á ekki að eiga kisu, því þeir dóu með tveggja og hálfsmánaðar milli bili. Já ég verð kannski bara að fá mér inni kisa eða bara að sleppa þessu.

miðvikudagur, júní 28, 2006

HM allt að gerast!!!


Já nú er loksins eitthvað farið að gerast í þessari heimsmeistara keppni í fótbolta. Mitt lið Argentína er að fara að spila við Þýskaland á föstudaginn og svo er það leikur Englendinga og Portúgala sem verður mjög spennandi og þá verður herra myndarlegur að vera með hann Christian Ronaldo. En ég er búin að spá því að Argentína vinni þessa keppni, eða ég vona það:) Ég er geðveikt búin að fá mér frí í vinnunni seinnipartinn á föstudaginn til að horfa á leikinn og svona það verður fínt.
En annars er svo sum ekkert að frétta, fann þessa fallegu mynd af hönki vikunar (vel ungur á henni).
Þátturinn í gær um Supernatural var ekki góður þannig að ef þetta var fyrsta áhorf þá er það ekki að marka og mæli ég með því að að verði horf aftur í næstu viku. Prison Brek er allveg að fara með mig og ég er svo spennt að vita hvernig þetta endar allt saman, sleppa þeir eða ekki???
Já og svo verð ég nú að segja að ég er farinn að hlakka pínu til að byrja aftur í skólanum, veit það er glatað en það er svo gaman í skólanum mínum og svo sakna ég allra vina minna, geðveikt asnalegt að vera með ákvðnu fólki alla daga og svo allt í einu vera ekkert með þeim, það er vírd. En nóg í dag bæ

þriðjudagur, júní 27, 2006

Já hvar er rigninginn!!!

Já ég veit eitthvað skrítin að biðja um rigningu, en það er ekkert skrítið það er orðið svo þurt að það er alltaf sandrok, sem er ógeðslegt að labba í. En það er nú svo sum ekkert búið að vera að gerast, hitti hana Guggu mína í gær hún er ekkert smá spennt fyrir helginni, hún er að fara suður að hitta kærastan. Annars er rosalega lítið að frétta, ég er eiginlega bara dottin inn í það að geta ekki hugsað um neitt annað en það að ég er alveg að fara út.... spenna.
En hvað er með þennan gaur hann er svo svalur, ég var að skoða af honum myndir og það skiptir eiginlega ekki máli hvaða mynd maður tekur af honum því hann er alltaf jafn svalur:) jummmm
Já ég ætlaði að blogga smá til heiðurs kisunum mínum í gær og þá bara virkaði netið mitt ekki og ég gat ekki einu sinni sent mér myndir í vinnuna, reyni að redda þessu í kvöld:)
En já svo er uppáhalds þátturinn minn í kvöld Supernatual, má ekki missa af honum. Það er eins gott að hann verði spennandi í kvöld. Svo er Prison Break líka og ekki má missa af því, nei það er næst síðasti þátturinn í kvöld, mæli með að allir horfi á tvið í kvöld. En best að vinna smá fyrir hádegi...

mánudagur, júní 26, 2006

Nýr Gaur

Já þá er komin nýr hönk þessa vikuna, þessi er nú ekki slæmur, hann Collin Farrel. Já ferekar þéttur þessi. Það er einnig búið að ákveða hver sá næsti verður og ég eiginlega hlakka bara til, en þessi vika verður ekki slæm heldur. Hér kemur allt um Collin Farrel. Hann er fæddur í Dublin á Írlandi þann 31 May 1976. Hann er yngstur þriggja systkyna. Pabbi hans var atvinnumaður í fótbolta. Collin var valin 6 fallegasti maður í heimi árið 2003. Hann eignaðist son sinn 12 september 2003. Hann hefur þjáðst af svefnleysi síðan hann var 12 ára gamall. Hann talar frönsku og þýsku. Hann er búin að leika í nokkuð mörgum myndum og þá ber hæst að nefna S.W.A.T., Alexander, The Recruit og að sjálfsögðu Tigerland. Eins og allir vita drekkur hann hóflega og hefur að sjálfsögðu aldrei reykt... nei smá grín hann væri ekki svona mikið bad boy ef það væri satt. En hann er búin að vera með öllum gellunum í Hollywood, gott hjá honum segi ég.
En þá er það ég, ég gerði bara sem minnst um helgina alveg eins og ég sagði. Var bara að hjálpa systir minni að mála og brann á hálsinum. Annars gerði ég bara sem minnst og hafði það bara þokkalegt. Það hefur nú samt sýnt sig að ég á ekki að eiga kisur það er bara keyrt á þá, eins og var gert síðast þegar kisinn minn dó og um helgina var keyrt á nýja kisan minn líka. Segi ykkur meira frá því á morgun. En þetta er nóg í bili bless

föstudagur, júní 23, 2006

Það er komin helgi

Já það er komin helgi og ég er búin að laga bloggið mitt þannig að hver sem her getur commentað á það sem ég er að skrifa sem var í raun ekki hægt áður nema að signa sig inn og eitthvað, en það er allt búið. Já það á nú bara að vera helvíti gott verður um helgina og ég er að spá í að sofa bara meiri partinn af henni, ég veit ekki af hverju ég þarf ekki að sofa á nóttuni og svo er ég alltaf geðveikt þreytt meðan ég er í vinnunni....
Já svo var brotist inn til vinkonu minnar í gær bara um hábjartan dag og öllum tækjum stolið, tölvunni, harðadisknum, flakkaranum, myndavélinni og svoleiðis. Ekki gott... Og það verst við þetta allt er að það var gert um hábjartan dag og þeir voru svo klári að þeir voru búnir að ganga í hús og spyrja fólk um siggó ef það svaraði og það svaraði enginn hjá vinkonu minni þannig að þeir skelltu sér bara inn. Já ég segi ekki annað en muna að læsa segi ég, muna að læsa... Já það er víst búið að ákveða hver verður næst Hönk vikunar, hlakka til að skrifa um hann og sjá fallegar myndir af honum. En þetta hönk á víst einn dag eftir enn sem verður upp fullur af ævintírum helgarinnar minnar sem vonandi verður jafn góð og verðrið laug að mér í gær, en eigiði góða helgi og hafið það gott.

fimmtudagur, júní 22, 2006

Þetta er ekki leiðinlegt!!!

Ef þetta vætir ekki í ykkur stúlkur mínar þá eruð þið alveg greinilega á rangri hillu í lífinu, það er bara þannig. Já ég gleimdi því í gær að hann lék líka í einhverri dreka mynd, hún var ágæt man bara ekki hvað hún hét, en skiptir ekki máli:)
Já það var verið að plana utanlandsferðina í gær aðeins og það voru bara nokkrar ágætis hugmyndir þarna, nema það vantaði alveg tívolí ferðina mína en hún hlítur að koma... en þetta er helvíti magnað þarna í Svissnesku Ölpunu, geðveit flottar myndir og svona (vantaði bara Heidi) hehehe
En já það á víst bara að vera þokkalegt veður hér um helgina og ég var bara að spá í að vera róleg og reyna að vinna mér inn sá pening fyrir ferinni til að geta keypt fleiri fallega hlut handa sjálfri mér. En eins og fróður maður sagði einhvern tíman aldrei að segja aldrei.
Svo er það nú eitt sem er að bögga mig smá, það er það að sjónvarpið er alltaf að frjósa á þessu digital drasli og það er að gera mig brjálaða, var í gær geðveikt búin að bíða eftir þættinum mínum og þá var hann alltaf að frjósa þannig að ég missti helling af, ekki gott... En ætli það sé ekki best að ég haldi áfram að vinna svo engin viti að ég er bara að slæpast á netinu meðan allir eru í mat hehehe

miðvikudagur, júní 21, 2006

Smá ævisaga

Jæja vonandi er þessi betri. Þetta hönk heitir fullu nafni Christian Charles Philipe Bale er kallaður Chris og er fæddur 30 janúar 1974. Hann er 1,83 cm á hæð og ef ég skil rétt er hann fæddur í Bretlandi, nánar tiltekið Wales. Hann hefur leikið í fullt af myndum, eins og American Psycho, Little Women og að lokum núna nýlega í Batman Begins. Hann var mjög flottur í henni að mínu mati. Afi hans lék staðgengil John Wayne í tveimur myndum í Afríku. Hann kynntist konunni sinni í gegnum Winona Ryder, hún var persónuleg aðstoðar kona hennar. Hann á þrjár systu og mamma hans er fyrrum sirkus dansari.... Faðir hans var flugmaður. Hann eignaðist sitt fyrsta barn, stelpu, 27 mars 2005.
Já þetta er bara nokkuð gott. Verð að segja að ég er að deyja úr hungri og verð því að fara og drífa mig í mat áður en ég dey. En það er þáttu sem ég verð að mæla með við ykkur og það er þáttur á Sirkus sem heitir Supernatural... geggjaður, ekkert smá spennandi stundum en þá er ég farinn bæ.

þriðjudagur, júní 20, 2006

Christian Bale


Jæja þá er nýtt hönk mætt og verð ég að segja jumm. Hann heytir Christian Bale og eins og við flest vitum þá tók hann að sér að leika Batmann í síðustu myndinni sem var reyndar sú svalast með öllu þessu rosalega dóti sem hann fékk að leika sér með... en ég vill alveg endilega fá að vita hvað ykkur finnst um hönkið. Annars er eiginlega ekkert að gerast þessa dagana bara hanga heima og vona að tímin líði fljótt svo ég komist til útlanda sem fyrst því ég nenni ekki að vinna lengur og er komin með nett ógeð að geta ekki gert í raun það sem ég vil þegar ég vil eins og maður gerir í skólanum. Þetta verður í lagi árfam svo lengi sem veðrið verði ennþá ömurlegt og ég fer ekki að öfunda þá sem eru úti á meðan ég er inni. Bæ

mánudagur, júní 19, 2006

Síðasti dagurinn hans Wentworth

Jæja þá er þetta síðasti dagurinn sem þetta hönk fær að njóta sín því á morgun kemur nýtt hönk, Hlakka til!!! En já þessi helgi var alveg geðveikt skemmtileg, endaði í party hjá Bjössa og skemmti mér feitt vel og allt of lengi:) En svo fór ég í brúðkaupið hennar Birgittu á laugardaginn og það var ekkert smá falleg og bara skemmtilegt. Það voru allir með nettar ræður um þau brúðhjón og svo var að sjálfsögðu bara skemmt sér vel, Sing Star og læti ekkert smá gaman. Svo fórum við félagarnir á Kaffi Ak og kl 2 c.a. þá fórum við heim allir búnir að fá nóg, enda búið að djamma báða dagana. En já allt í allt var þetta bara helvíti skemmtileg helgi, þó svo bærinn hafi verið fullur af utanbæjarfólki, sem var eins og þeir sem voru hér fyrir norðan vita, voru að slást eins og þeir fengju borgað fyrir það. Svo kynnti Gugga okkru fyrir nýja kærastanum sínum, hann verður að fá að eiga það að hann er nett fyndinn og einn af þessum sem að misskilja allt sem maður segir við hann sem er frekar skondið, vonandi gengur það bara vel. En hafið það gott og ekki gleima að sjá nýja hönkið á morgun.... spennandi

föstudagur, júní 16, 2006

Betra seint en aldrei

Já var næstum búin að gleyma að blogga og senda ykkur mynd af myndarlega, svo er ég mikið farinn að spá í því hver eigi að vera næsti hönk vikunar. En það var í gær sem ég, Helga og Gugga fórum út í kjarna til að fá okkru smá hvítvín og skrifa smá ræðu fyrir brúðkaupið hennar Birgittu, sem var rosalega finndinn hjá okkru. En ég verð að seja að síðan Gugga kom heim og ég fór að hanga aftur með stelpunum þá hef ég ekki hlegið svona mikið síðan við hittumst allar síðast. Og í kvöld á að skella sér á Spyrnuna og fá sér bjór og svona, jafnvel kíkja út og haga sér eins og nett fífl, en hafið það gott á 17 júní og hæ hó jibby jey það er komin 17 júní

fimmtudagur, júní 15, 2006

Smá ævisaga


Þá er það bara að halda áfram að segja ykkur frá þessum gaur sem leikur í Prison Break. Hann heitir fullu nafni Wentworth Earl Miller III, hann er kallaður Stinky, Went eða Miller. Hann er fæddur 2 júní 1972. Hann er 1.85 cm á hæð. Hann útskrifaðist frá Prinston háskóla með gráðu í ensku. Vinstra augað í honum er grænt og það hægra er brúnt. Hann er með ofnæmi fyrir Hundu og köttum, einnig ákveðnum tegundum af mat. Hér er eitt af persónulegur "quote"."My father is black and my mother is white. Therefore, I could answer to either, which kind of makes me a racial Lone Ranger, caught between two communities."
Jæja vonandi eruð þið einhvers vísari með þennan gaur, verð reyndar að segja að hann lék víst líka lítið hlutverk í Buffy the Vampire Slayer sem er verra en María Carrey. En nóg með það ég er að fíla þennan gaur í Prison Break ekki bara af því hann er svona myndarlegur heldur einnig vegna þessa að hann er alveg ágætis leikari (að mínu mati).
En já það er ekkert búið að gerast hjá mér síðan í gær gerði ekki neitt nema að vinna og fara heim og gera ekki neitt, vonandi verður meira fjör hjá mér í kvöld var að spá í að heyra í stelpunum og kíkja í kjarna eins og við ætluðum um daginn en gerðum ekki, gæti orðið skemmtilegt. Svo verð ég nú að segja að ég get ekki beðið eftir því að fara á djammið á laugardaginn, það verða allir á djamminu og þá er sko alltaf gaman, vonum bara að það verðið gott veður. Hafið það gott í dag og skemmtið ykkur...

miðvikudagur, júní 14, 2006

Hvað er þetta með veðrið


Já þá höldum við áfram að sýna ykkur hvað maður getur verið myndalegur. Þetta er náttúlega bara ekki einu sinni grín. En hann fær smá strik í kladdan fyrir að hafa leikið í tveim myndböndum með Maríu Carey, en við verðum að fyrirgefa honum fyrir það.
En svo skellti ég mér á kaffihús með Helgu og Guggu í gærkveldi og ég hef bara ekki hlegið svona mikið síðan við vorum að vinna á Crown. Við vorum að skipuleggja brúðkaupsgjafir og eftilvill litla ræðu sem fór smá út í öfgar, en þannig erum við nú bara. Ég er mamma í vinnuni í dag af því að hún fór suður í dag, langaði ekkert smá að fara með henni en það var að sjálfsögðu ekki hægt.
Það er ógeðslegt veður úti ískalt og rignir alltaf smá, ég bíð eftir því að það fari að sjóa. Ég skil ekki af hverju það getur ekki bara verið gott veður svo maður nenni alla vega að gera eitthvð smá, í svona verðri hangir maður bara inni og gerir ekki neitt.
Jæja en munið að fylgjar vel með myndasýninunni hjá mér það mun vera helst ein á dag til að koma skapinu í lag....:)

þriðjudagur, júní 13, 2006

Þokkalega fallergur


Þetta er eins og vonandi allir vita Wentworth Miller, gaurinn í prison break, og hann mun vera hönk vikurnar hjá mér, því hann er svo helvít fine. Endilega commentið á hann og segið skoðun.

The world’s worst blogger

Komin með nýtt blogg, langaði að breyta til, vonandi líst ykkur á þetta. Ætla ekki að vera virkari en ég hef verið þannig að ég mun bera nafn með rentu. Svo var ég að spá í að vera með smá nýjung sem ég stal af henni Sigrúnu en það er að pósta alltaf einhvern hönk í hverri viku, eða bara einhvern sem hefur vakið athyggli mína í þeirri viku. En ég er ekki rosa góð í þessu bloggi þannig að þið verið að vera þolinmóð og góð. The world’s worst blogger