föstudagur, ágúst 18, 2006

Það er kominn föstudagur

Já á morgun fæ ég bílprófið eða var reyndar að spá í að biðja hana Heiðrúnu þegar við erum búnar í bíó að fara með mig á löggustöðina og ná í það því á miðnætti í kvöld þá er kominn laugardagur og þá er ég komin með bílpróf:)
Annars er það helginn ég var að spá í að gera ekkert um helgina vera bara róleg og jafnvel kíkja í bústaðinn til mömmu og pabba. Svo ætla ég að kíka á hana Guggu mína hún ætlar nú að vera heima með kallinum um helgina.
Já ég verð að segja það að hann Jake Gyllenhaal kemur mér svo sannarlega á óvart í hönka deildinni, ég er bara nett skotinn í honum verð ég að segja. En þá er það næsta vika hver á að vera hönkinn þá ég er opin fyrir öllu og minni á að þetta er síðasta vikan líklega sem það veður hönk á síðunni var að spá í að breyta aðeins til þegar ég byrja í skólanum... spennandi ekki satt, ég veit ekkert hvað ég ætla að gera en það verður vonandi áhugavert:)
En ég hef eiginleg ekkert meira að segja þannig að ætli ég fari ekki bara að vinna og reyna að gleima því að tímin líður ekki neitt, hey gleymdi að segja ykkur það en það á að vera grill í hádeiginu hjá okkur geðveikt...

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Það er að koma að þessu

Já það eru ekki nema 2 dagar þangað til ég fæ bílprófið mitt og þá má ég keyra nýja bílinn minn, ég get varla beðið ég er svo spennt. Já svo verð ég ein heima alla næstu viku því mamma er að fara í sumarbústað og ég þarf að vinna síðustu vikuna mína áður en ég byrja í skólanum. Nenni ekki að vinna meira vil byrja í skólaum núna....
Æi tímin líður svo hægt þegar maður er að bíða eftir einhverju af hverju og núna er ég að bíða eftir tveimur hlutum að fá bílprófið og byrja í skólanum.
Annar var ég að fá hugmynd um daginn þegar ég var með henni Bigittu vinkonu minni, við ætlum að fara saman til Bandaríkjana og gera heimildarmynd um þá innfæddu, það verður fjör hitta slatta af svona trayler park tras. Ég held að þetta eigi eftir að verða ekkert smá gaman ef þetta gengur upp þar að segja.
Annars er ekkert að frétta nema bara endalaust tuð um þið vitið hvað... En ætli ég reyni ekki að halda áfram að vinna það verður nóg að gera hjá mér á morgun og í næstu viku þegar mamma verður farinn og ég þarf að vinna hennar vinnu líka það er ekki gaman því allir halda að maður getu bara unnið endalaust og gert allt sem allir vilja. En ekki meira tuð heyrumst á morgun þegar það er bara 1 dagur til stefnu:)

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Jake Gyllenhaal

Já hann er nú bara nokkuð myndarlegur hann Jake Gyllenhaal. Hann er fæddur 18 des 1980 í los Angeles. Hann er 1,83 cm á hæð. Já hann er nokkuð fine, mundi reyndar ekki eftir honum sjálf fyrr en heima á sunnudagskvöldið þegar ég var að horfa á bubbleboy, hann er geðveikt sætur í henni.
En já ég fékk bílinn minn í gær og bónaði hann og þrif allan, geðveikt dúleg. Þetta er held ég bara fínn bíll handa mér að leika mér á, ekkert of fansy. Já svo er það bara helvíti ánægð með gripinn. Pabbi var líka bara nokkuð ánægður með hann og þá er þetta allt í lagi. Svo fylgdi líka allt með honum vetrar- og sumar dekk þannig að ég er bara good to go.
En já ég er greinilega búinn að finna mér vin til að fara með í bíó á sjóræningjana, ég hlakka geðveikt til og vonandi gengur Heiðrúnu vel í prófinu sínu. Segi bara hér strax GANGI ÞÉR VEL :)
En já ég fæ bílprófið á laugardaginn og ég hlakka geðveikt til og það þýðir það að það er hund leiðinlegt í vinnunni því ég get ekki beðið legur eftir því að laugardagurinn komi. Ég er ekki að grína það er nóg að gera en sammt finnst mér tíminn ekkert smá lengi að líða, það er ekki gott mál. Verð bara að hætta að hugsa svona mikið um þetta, en það er ekki hægt, ég er að brjálast... En verð að halda áfram að vinna svo ég verði ekki á eftir eftir daginn:) gaman

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Ekkert gaman í vinnunni

Það er ekkert gaman í vinnunni, ég er geðveikt ein, vön að vera hér með alla vega 2 manneskum en er núna bara ein. Og ég hélt að ég yrði einhverf á Egilsstöðum...
En ég er bara helvíti skotin í þessum Jake. Eða kannski er það hermanna átfittið hver veit.
En já ég er búin að kaupa bílinn og allt var að spá í að bóna hann og svona í kvöld ef ég má fá þvottasalinn lánaðan. Já það er finndið að eiga bíl og meiga ekki keyara hann fyrr en á laugardaginn. Ég get varla beðið, það verður geðveikt skrítið að fara að keyra aftur. En annars er ekkert að frétta nenni ekki að gera neitt, er að deyja úr leti. Veit ekki hvort ég nenni að fara með ipodin minn í hádeginum og láta laga hann, það er leti. En nóg um það svo sækist ég eftir vinum sem vilja fara með mér í bíó á Johnny Depp....

mánudagur, ágúst 14, 2006

Næst síðast hönkið í sumar

Já það eru bara 2 vikur eftir af þessu sumri og þá byrja ég í skólanum og það verður geðveikt gaman, ég er farinn að hlakka rosalega til:) En ég vissi ekkert hver átti að vera hönkið þannig að ég fann þennan hann Jake Gyllenhall og hann er nú bara helvíti sætur líka þegar hann leikur homma. En hann er nú bara rosalega sætur á þessari mynd ekki satt...
En það var alger hörmung á Egilstöðum en ég lifði það af en bara varla, er nett einhverf eftir þetta. En helgin var geðveikt góð, við stelpurnar fórum á Dalvík á fiskidaga og skemmtum okkur geðveikt vel. Það voru ekkert smá margir þarna og við enduðum í götuparty þar sem var með hljómsveitina Brain Police sem voru geðveikir. Það var svo bara helvíti gaman að fíflast þarna hitti fullt af fólki sem maður hefur ekki hitt lengi. En svo var ég held ég að kaupa mér bíl áðan hann er bara fínn pínu skemmt á honum lakkið en það fylgdu ný sumar og vetrardekk og hann er mjög vel farinn að innan. Ég held að þetta sé bara ágætis bíll handa mér til að fara á í skólan og svona:) þetta er svona bíll eins og Sigrún sagði einn með öllu:) En pabbi eins og alltaf er að bögga mig hvernig ætlar þú að eiga fyrir honum og svona bögg, ég hlít að eiga fyrir þessu eins og flestir aðrir sem eiga bíla. En nú þarf ég að fara að gera eitthvað af viti, not geri það aldrei....