föstudagur, september 22, 2006

Allt of mikið að gera!


Það er allt of mikið að gera þessa dagana, skólinn er þokkalega byrjaður. Þetta er ekki eins og í fyrra þegar skólinn byrjaði, þá byrjaði hann mun rólegar. Núna eru það bara hvert verkefnið á fætur öðru og svo þarf maður að lesa fyrir tíma og vera að finna sér eitthvað að skrifa um í ritgerðum. Þetta er bara allt of mikið núna, verð að segja að mig langaði ekki að hafa alveg svona mikið að gera alveg strax. En það er hægt að hlakka til þess að sprellmótið er alveg að fara að koma því tíminn er svo fljótur að líða þegar það er svona mikið að gera. Það verður geðveikt gaman þá.
En ég ætaði að mæla með myndinni Bandidas sem var í bíó fyrir svolitlu síðan og er núna komin út á vídeo. hún er geðveit góð og verð að segja að hún Salma Hayek sem er orðin fertug er ekkert smá flott í henni. Bara að maður verði eitthvað í líkingu við hana þegar maður verður fertugur. En myndin er svona kúreka stelpu mynd sem er ágætt þar sem allar kúrekamyndir innihalda varla stelpur og þær standa sig bara nokkið vel í myndinni.
En ég er ekki í neinu stuði núna til að halda áfram að vera með hönk vikunar en var að spá í að setja bara inn hvað sem er. Jafnvel í anda þessa bloggs að hafa það gellu vikunar, um að gera að upphefja kvennmenn á þessum tímum. Nú er ég farinn að bulla eitthvað sem kemur þessu ekki við, þannig að það er best að fara að hætta.
En þá er það hvað á að gera um helgina, ég var að spá í að vera bara heima og gera sem minnst, væri samt alveg til í að fara í sjallann, það verður örugglega geðveit gaman í kvöld að hlusta á kóka lóka... En bæ í bili.