föstudagur, júní 23, 2006

Það er komin helgi

Já það er komin helgi og ég er búin að laga bloggið mitt þannig að hver sem her getur commentað á það sem ég er að skrifa sem var í raun ekki hægt áður nema að signa sig inn og eitthvað, en það er allt búið. Já það á nú bara að vera helvíti gott verður um helgina og ég er að spá í að sofa bara meiri partinn af henni, ég veit ekki af hverju ég þarf ekki að sofa á nóttuni og svo er ég alltaf geðveikt þreytt meðan ég er í vinnunni....
Já svo var brotist inn til vinkonu minnar í gær bara um hábjartan dag og öllum tækjum stolið, tölvunni, harðadisknum, flakkaranum, myndavélinni og svoleiðis. Ekki gott... Og það verst við þetta allt er að það var gert um hábjartan dag og þeir voru svo klári að þeir voru búnir að ganga í hús og spyrja fólk um siggó ef það svaraði og það svaraði enginn hjá vinkonu minni þannig að þeir skelltu sér bara inn. Já ég segi ekki annað en muna að læsa segi ég, muna að læsa... Já það er víst búið að ákveða hver verður næst Hönk vikunar, hlakka til að skrifa um hann og sjá fallegar myndir af honum. En þetta hönk á víst einn dag eftir enn sem verður upp fullur af ævintírum helgarinnar minnar sem vonandi verður jafn góð og verðrið laug að mér í gær, en eigiði góða helgi og hafið það gott.

fimmtudagur, júní 22, 2006

Þetta er ekki leiðinlegt!!!

Ef þetta vætir ekki í ykkur stúlkur mínar þá eruð þið alveg greinilega á rangri hillu í lífinu, það er bara þannig. Já ég gleimdi því í gær að hann lék líka í einhverri dreka mynd, hún var ágæt man bara ekki hvað hún hét, en skiptir ekki máli:)
Já það var verið að plana utanlandsferðina í gær aðeins og það voru bara nokkrar ágætis hugmyndir þarna, nema það vantaði alveg tívolí ferðina mína en hún hlítur að koma... en þetta er helvíti magnað þarna í Svissnesku Ölpunu, geðveit flottar myndir og svona (vantaði bara Heidi) hehehe
En já það á víst bara að vera þokkalegt veður hér um helgina og ég var bara að spá í að vera róleg og reyna að vinna mér inn sá pening fyrir ferinni til að geta keypt fleiri fallega hlut handa sjálfri mér. En eins og fróður maður sagði einhvern tíman aldrei að segja aldrei.
Svo er það nú eitt sem er að bögga mig smá, það er það að sjónvarpið er alltaf að frjósa á þessu digital drasli og það er að gera mig brjálaða, var í gær geðveikt búin að bíða eftir þættinum mínum og þá var hann alltaf að frjósa þannig að ég missti helling af, ekki gott... En ætli það sé ekki best að ég haldi áfram að vinna svo engin viti að ég er bara að slæpast á netinu meðan allir eru í mat hehehe

miðvikudagur, júní 21, 2006

Smá ævisaga

Jæja vonandi er þessi betri. Þetta hönk heitir fullu nafni Christian Charles Philipe Bale er kallaður Chris og er fæddur 30 janúar 1974. Hann er 1,83 cm á hæð og ef ég skil rétt er hann fæddur í Bretlandi, nánar tiltekið Wales. Hann hefur leikið í fullt af myndum, eins og American Psycho, Little Women og að lokum núna nýlega í Batman Begins. Hann var mjög flottur í henni að mínu mati. Afi hans lék staðgengil John Wayne í tveimur myndum í Afríku. Hann kynntist konunni sinni í gegnum Winona Ryder, hún var persónuleg aðstoðar kona hennar. Hann á þrjár systu og mamma hans er fyrrum sirkus dansari.... Faðir hans var flugmaður. Hann eignaðist sitt fyrsta barn, stelpu, 27 mars 2005.
Já þetta er bara nokkuð gott. Verð að segja að ég er að deyja úr hungri og verð því að fara og drífa mig í mat áður en ég dey. En það er þáttu sem ég verð að mæla með við ykkur og það er þáttur á Sirkus sem heitir Supernatural... geggjaður, ekkert smá spennandi stundum en þá er ég farinn bæ.

þriðjudagur, júní 20, 2006

Christian Bale


Jæja þá er nýtt hönk mætt og verð ég að segja jumm. Hann heytir Christian Bale og eins og við flest vitum þá tók hann að sér að leika Batmann í síðustu myndinni sem var reyndar sú svalast með öllu þessu rosalega dóti sem hann fékk að leika sér með... en ég vill alveg endilega fá að vita hvað ykkur finnst um hönkið. Annars er eiginlega ekkert að gerast þessa dagana bara hanga heima og vona að tímin líði fljótt svo ég komist til útlanda sem fyrst því ég nenni ekki að vinna lengur og er komin með nett ógeð að geta ekki gert í raun það sem ég vil þegar ég vil eins og maður gerir í skólanum. Þetta verður í lagi árfam svo lengi sem veðrið verði ennþá ömurlegt og ég fer ekki að öfunda þá sem eru úti á meðan ég er inni. Bæ

mánudagur, júní 19, 2006

Síðasti dagurinn hans Wentworth

Jæja þá er þetta síðasti dagurinn sem þetta hönk fær að njóta sín því á morgun kemur nýtt hönk, Hlakka til!!! En já þessi helgi var alveg geðveikt skemmtileg, endaði í party hjá Bjössa og skemmti mér feitt vel og allt of lengi:) En svo fór ég í brúðkaupið hennar Birgittu á laugardaginn og það var ekkert smá falleg og bara skemmtilegt. Það voru allir með nettar ræður um þau brúðhjón og svo var að sjálfsögðu bara skemmt sér vel, Sing Star og læti ekkert smá gaman. Svo fórum við félagarnir á Kaffi Ak og kl 2 c.a. þá fórum við heim allir búnir að fá nóg, enda búið að djamma báða dagana. En já allt í allt var þetta bara helvíti skemmtileg helgi, þó svo bærinn hafi verið fullur af utanbæjarfólki, sem var eins og þeir sem voru hér fyrir norðan vita, voru að slást eins og þeir fengju borgað fyrir það. Svo kynnti Gugga okkru fyrir nýja kærastanum sínum, hann verður að fá að eiga það að hann er nett fyndinn og einn af þessum sem að misskilja allt sem maður segir við hann sem er frekar skondið, vonandi gengur það bara vel. En hafið það gott og ekki gleima að sjá nýja hönkið á morgun.... spennandi