föstudagur, júní 26, 2009

Michael Jackson dáinn


Ekki góður dagur í dag, einn helsti tónlistar maður heimsins er látinn. Hann lét nú ekki heyra mikið í sér síðustu árinn, nema þá í dómstólum Bandaríkjanna, en þrátt fyrir það er þetta mikill missir. Ég verð að sega að ég er bara búin að vera að hlusta á löginn hans í morgun síðan ég frétti þetta. Annars er allt gott að frétta af mér, búin að vera að mála heima með pa og svo í vinnunni þess á milli. Ég er ekki viss um að það verði mikið djamm um helgina, frekar að vera bara róleg þessa helgi, nóg að gera næstu helgi. Gauja að koma og svona, verður fjör. Já og svo ekki sé talað um alla fótboltagaurana sem koma í bæinn (ef maður er fyrir þessa ungu sko). Já frekar lítið um að vera hjá mér, fór í bíó á þirðjudaginn á einhverja stelpu mynd, hún var ekki nógu góð, langaði að sjá Hangover en nennti ekki að bíða í röðinni. Annars er það Transformers næst, get ekki beðið eftir að sjá hana. Fyrsta var rosalega vona að þessi sé jafn góð. En hef ekkert meira að segja í dag.