föstudagur, ágúst 17, 2007

Helgin kominn


Þá er þessi frábæra helgi kominn og ég er að fara suður með henni Binnu í fyrramálið. Það verður vonandi gaman hjá okkur. Við ætlum að fara í bæinn og skoða fatnað og annað slíkt. Já það verður gaman. Kannski reynir maður að hitta einhverja um kveldið og kíkja á menningarnótt. Annars er ég nokkuð ánægð með það að það er alveg að líða að skólanum mínum. Ekki nema vika eftir og þá verður hvorki Magnea né Arna, hins vegar fæ ég hana Erlu frænku í staðinn. Vonandi verður það fínt.

Ég verð eiginlega að segja stundum kemur það mér á óvart þegar ég fatta að einhver er ekki búin að vera hönk vikunar áður. Eins og með hann Hugh Jackman, eins og hann er nú myndarlegur. Já þetta er undarlegt hvernig hausinn á manni virkar stundum. Ekki rétt.

En vinnudagurinn er að vera búinn og ég er ekki að nenna þessu núna, þannig bæ í bili og góða helgi.

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Aftur að koma helgi


Ég held ég verði bara róleg um helgina eða það er allavega planið. Svo er það að reyna að plana party fyrir bekkin áður en skólinn byrjar og ég er ekki fá því að það ætti að heppnast. Annars er ekkert að frétta, bara frekar leiðinlegir dagar búnir að vera undanfarið. Svo er nú hún Erla frænka að fara að byrja að vinna með mér í smá tíma, voða fínt. Arna er hætt og er að byrja í skólanum, ég er geðveikt öfundsjúk. Magnea er að fara til Danmerkur í viku eða meira og ég er líka öfundsjúk út í hana. Annars er ég að fara að byrja í skólanum og er að fara suður á tónleika með Heiðrúnu á Cris Kornell tónleika. Vey það verður geðveikt gaman.

Hef svo sum ekkert merkilegt að segja ekkert að gerast sem er skemmtilegt, 7 dagar eftir í vinnunni og þá byrjar skólinn:) hlakka svo til.

Hlakka líka til að fara til Reykjavíkur og kaupa mér fallega hluti í borginni. Annars verð ég að fara að vinna og eitthvað. En það eru bara 2 hönkar eftir og það verður spennandi að sjá hverjir það verða. En bæ þangað til á morgun.

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Ég er svo óheppin


Þetta er ekki grín ég er ein sú óhepnasta í bransanum. En allavega þá var ég að fara að sofa í gær og ég sá snúruna úr nýja flakkaranum mínum á gólfinu og hugsaði passa sig á súrunni, en hvað haldið þið mér tókst engu að síður að skutla honum á hliðina og skemma s-video tengið mitt, ég verð að sega að það er ekki gott. Get samt alveg haldið áfram að horfa á hann, það kom ekkert fyrir hann enda var hann á gólfinu. En svona er ég nú mishepnuð, þetta hefði ekki gerst ef ég hefði bara ekki verið að passa mig svona mikið.
En annars þá er komið að því að ég verð að fara að fara í bíó á Transformers, ég veit ekki af hverju mig langar ekkert smá að sjá hana. Svo langar mig líka að fara til Reykjavíkur en ég er svo sum alveg að fara þangað á tónleika með Heiðrúnu. Get svo sum alveg beðið þangað til. Annars þá græddi ég buxur í gær, ég á mér uppáhaldsbuxur og þær eru ansi vel notaðar og svona alveg að verða búnar að lifa nógu lengi, en ekki alveg. Haldði ekki að ég hafi ekki bara fengið svoleiðis buxur næstum ónotaðar í gær. Ég er ekkert smá heppin og óheppin bæði í einu.
En best að fara og láta sér leiðast í vinnunni, ekkert voða mikið að gera og ég nenni ekki að finna mér neitt að gera:) En það er bara allt í lagi annað slagið. Það eru 10 dagar þangað til ég hætti að vinna og 12 dagar í skólann!!!! ég gæti sprungið úr tilhlökkun....

mánudagur, ágúst 13, 2007

Geggjaður fiskidagur


Já ekkert smá gaman á Dalvík á fiskideginum mikla. Það voru reyndar allt of margir þarna þannig maður fann aldrei þann sem maður ætlaði að finna en þá fann maður bara einhvern annan, sem er líka gott. Hélt að ég myndi deyja úr þynku í gær en ótrúlegt en satt þá lifði ég af eins og alltaf og er liggur við farinn að plana næsta damm. Já svona er nú lífið skemmtilegt. Vonandi skemmtu aðrir sér jafn vel og ég um helgina.
Ég er vonandi búin að finna næsta hönk vikurnar, er að leita að myndum af honum. Ég hef að vísu aldrei séð hann áður þannig ég er ekki viss um að þetta eigi eftir að ganga vel en vonum það besta. So er laust sæti fyrir einhvern ansi myndarlegan sem mun lifa langt inná skólaárið eins og vanalega. Ég er alltaf svo bissy í skólanum hef aldrei tíma til að gera neitt þá.
Svo er það helgin ég er til í svona party annað hvort bara þegar við byrjum í skólanum eða helgina áður. Þarf bara að fara að tékka á þessu, spyrja alla og koma þessu í verk. Við vorum búin að lofa að hittast í sumar og hafa slide á myndunum okkar (einmitt þess vegna sem ég ætla að mæta). En allavega þá þarf bara að hrinda þessu í framkvæmd. Jæja best að halda áfram að vinna og gera eitthvað. HATA STAÐGREIÐSLU!!!